„Ef við gleymum að tala til barna og unglinga þá staðnar kirkjan“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 12:23 Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings. Vísir/Vilhelm/Þjóðkirkjan Kirkjuþing var sett við sérstaka athöfn í þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar klukkan 10 í morgun. Nýtt tímabil er að hefjast sem mun standa yfir í fjögur ár. Forseti kirkjuþings segir mestu máli skipta að virkja unga fólkið. Sautján nýir þingfulltrúar koma nú saman í fyrsta sinn á tímabilinu en þingið samanstendur af 29 þingfulltrúum. Þingið fer yfirleitt fram í tveimur lotum á ári, á vorin og á haustin, og stendur yfir í þrjá eða fjóra daga í senn. Það fer meðal annars með fjárstjórnarvald, mótar stefnu kirkjunnar og setur reglur. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings leggur mesta áherslu á æskulýðsmálin. „Þau eru náttúrulega svo mikilvæg af því að ef við gleymum að tala til barna og unglinga og ungra fjölskyldna þá staðnar kirkjan. Því að kirkjan verður að vera lifandi og við verðum að uppfræða unga sem aldna, en fræðsla fyrir ungt fólk og börn er það mikilvægasta í dag að mínu mati,“ segir Drífa. Virkja þurfi kirkjuna Hún segir mikilvægt að kirkjan verði áberandi í samfélaginu; að virkja þurfi kirkjuna. „Ég vil að kirkjan taki þátt í samfélagsumræðunni. Ef að okkur misbýður eitthvað þá eigum við að skipta okkur af því. Kirkjan er lifandi samfélag og í kirkjunni erum við yfir 200 þúsund og kirkjan hefur margar raddir. Það er ekki ein rödd, hún hefur margar raddir, og þessar raddir verða að fá að heyrast. Ég legg mikla áherslu á það að fólk veigri sér ekki við því að viðurkenna að það sé kristið og vilji taka þátt í kristilegu samfélagi,“ segir Drífa. Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sautján nýir þingfulltrúar koma nú saman í fyrsta sinn á tímabilinu en þingið samanstendur af 29 þingfulltrúum. Þingið fer yfirleitt fram í tveimur lotum á ári, á vorin og á haustin, og stendur yfir í þrjá eða fjóra daga í senn. Það fer meðal annars með fjárstjórnarvald, mótar stefnu kirkjunnar og setur reglur. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings leggur mesta áherslu á æskulýðsmálin. „Þau eru náttúrulega svo mikilvæg af því að ef við gleymum að tala til barna og unglinga og ungra fjölskyldna þá staðnar kirkjan. Því að kirkjan verður að vera lifandi og við verðum að uppfræða unga sem aldna, en fræðsla fyrir ungt fólk og börn er það mikilvægasta í dag að mínu mati,“ segir Drífa. Virkja þurfi kirkjuna Hún segir mikilvægt að kirkjan verði áberandi í samfélaginu; að virkja þurfi kirkjuna. „Ég vil að kirkjan taki þátt í samfélagsumræðunni. Ef að okkur misbýður eitthvað þá eigum við að skipta okkur af því. Kirkjan er lifandi samfélag og í kirkjunni erum við yfir 200 þúsund og kirkjan hefur margar raddir. Það er ekki ein rödd, hún hefur margar raddir, og þessar raddir verða að fá að heyrast. Ég legg mikla áherslu á það að fólk veigri sér ekki við því að viðurkenna að það sé kristið og vilji taka þátt í kristilegu samfélagi,“ segir Drífa.
Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira