Sunak talinn með forskotið en Johnson nartar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 14:44 Boris Johnson, til vinstri, og Rishi Sunak, til hægri voru nánir samstarfsmenn í þeirri ríkisstjórn sem Johnson var í forsvari fyrir. Dan Kitwood/Getty Images Talið er líklegt að valið um næsta forsætisráðherra Bretlands muni standa á milli Boris Johnson og Rishi Sunak. Hvorugur þeirra hefur formlega lýst yfir framboði. Leiðtogakjör Íhaldsflokksins mun skera úr um hver tekur við af Liz Truss í forsætisráðherrastól Bretlands. Hún tilkynnti á fimmtudaginn að hún myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og boða til leiðtogakjörs innan Íhaldsflokksins. Kjörið fer fram í næstu viku. Væntanlegir frambjóðendur verða að bjóða sig fram fyrir síðdegi næstkomandi mánudags. Það skilyrði er sett að frambjóðandinn njóti stuðnings minnst hundrað þingmanna Íhaldsflokksins. Þeir eru 357 og því geta að hámarki þrír boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, er sú eina sem formlega hefur boðið sig fram. Fastlega er þó gert ráð fyrir því að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson og sá sem beið lægri hlut gegn Truss í leiðtogakjöri sumarsins, muni bjóða sig fram. Sunak og Johnson í heimsókn í brugghúsi á Englandi.Getty Fram kemur á vef BBC að hann njóti stuðnings yfir hundrað þingmanna. Talningin byggir á þeim þingmönnum sem hafa annað hvort opinberlega lýst yfir stuðningi við tiltekin frambjóðanda eða lýst yfir stuðningi í samtali við fréttamenn BBC. Chris Mason, stjórnmálaskýrandi BBC, segir einnig að heimildarmenn innan herbúða Johnson, haldi því fram að hann njóti einnig stuðnings yfir hundrað þingmanna. Opinber talning BBC gefur hins vegar til kynna að hann njóti stuðnings 49 þingmanna sem stendur. Þá bætir Mason við að efasemdir ríki um að þessi staðhæfing herbúðarmanna Johnson geti staðist. NEW: I’m told Boris Johnson now has more than 100 backers and so could be on the ballot if he chooses to be— Chris Mason (@ChrisMasonBBC) October 22, 2022 Johnson, sem var forsætisráðherra frá árinu 2019 þangað til í sumar er hann sagði af sér í skugga hneykslismála, flaug úr fríi sínu í Dóminíska lýðveldinu í morgun til Bretlands. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjörið og því freista þess að setjast aftur á forsætisráðherrastólinn. Búist er við því að Sunak tilkynni um framboð síðar í dag. Bretland Tengdar fréttir Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35 Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Leiðtogakjör Íhaldsflokksins mun skera úr um hver tekur við af Liz Truss í forsætisráðherrastól Bretlands. Hún tilkynnti á fimmtudaginn að hún myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og boða til leiðtogakjörs innan Íhaldsflokksins. Kjörið fer fram í næstu viku. Væntanlegir frambjóðendur verða að bjóða sig fram fyrir síðdegi næstkomandi mánudags. Það skilyrði er sett að frambjóðandinn njóti stuðnings minnst hundrað þingmanna Íhaldsflokksins. Þeir eru 357 og því geta að hámarki þrír boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, er sú eina sem formlega hefur boðið sig fram. Fastlega er þó gert ráð fyrir því að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson og sá sem beið lægri hlut gegn Truss í leiðtogakjöri sumarsins, muni bjóða sig fram. Sunak og Johnson í heimsókn í brugghúsi á Englandi.Getty Fram kemur á vef BBC að hann njóti stuðnings yfir hundrað þingmanna. Talningin byggir á þeim þingmönnum sem hafa annað hvort opinberlega lýst yfir stuðningi við tiltekin frambjóðanda eða lýst yfir stuðningi í samtali við fréttamenn BBC. Chris Mason, stjórnmálaskýrandi BBC, segir einnig að heimildarmenn innan herbúða Johnson, haldi því fram að hann njóti einnig stuðnings yfir hundrað þingmanna. Opinber talning BBC gefur hins vegar til kynna að hann njóti stuðnings 49 þingmanna sem stendur. Þá bætir Mason við að efasemdir ríki um að þessi staðhæfing herbúðarmanna Johnson geti staðist. NEW: I’m told Boris Johnson now has more than 100 backers and so could be on the ballot if he chooses to be— Chris Mason (@ChrisMasonBBC) October 22, 2022 Johnson, sem var forsætisráðherra frá árinu 2019 þangað til í sumar er hann sagði af sér í skugga hneykslismála, flaug úr fríi sínu í Dóminíska lýðveldinu í morgun til Bretlands. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjörið og því freista þess að setjast aftur á forsætisráðherrastólinn. Búist er við því að Sunak tilkynni um framboð síðar í dag.
Bretland Tengdar fréttir Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35 Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35
Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53
Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10