Samkvæmt mælum Veðurstofunnar reið skjálftinn yfir klukkan 23.11 í gærkvöldi, skammt norðan við Herðubreið. Rúmum klukkutíma fyrir hafði mælst skjálfti þar af stærð 3,1.
Tilkynningar bárust Veðurstofu um að skjálftinn hafi fundist á Akureyri.
Talsverð eftirskjálftavirkni hefur mælst á svæðinu í nótt. Þannig hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett um 520 jarðskjálfta á svæðinu norðan við Herðubreið.