Í fréttatímanum verður einnig fjallað um rekstur strætó og þá hugmynd að bjóða út rekstur allra strætisvagna til einkaaðila. Framkvæmdastjóri strætó segir tímasetninguna góða þótt aukin útvistun bjargi ekki bráðavanda Strætó enda hafi hann aldrei séð það svartara í fjármálum fyrirtækisins.
Þá verður fjallað um hvítabirni á Norðuríshafinu sem sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt, við bregðum okkur á Snæfellsnes og kynnum okkur svæðisgarð þar og verðum í beinni útsendingu frá æfingu á tónleikasýningunni Grease.
Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.