Handbolti

Ómar og Gísli allt í öllu þegar Magdeburg varði heimsmeistaratitil félagsliða

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. vísir/getty

Magdeburg er besta handboltalið heims annað árið í röð eftir tveggja marka sigur á Barcelona í æsispennandi framlengdum úrslitaleik í Dammam í Sádi Arabíu í dag.

Eins og vanalega voru íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson í lykilhlutverkum í sóknarleik Magdeburg og áttu hreint út sagt magnaðan leik.

Ómar Ingi var besti maður vallarins og skoraði tólf mörk en leiknum lauk með tveggja marka sigri Magdeburg, 41-39, eftir að liðin höfðu skilið jöfn að loknum venjulegum leiktíma, 35-35.

Gísli Þorgeir skoraði sex mörk auk þess að leggja upp önnur átta mörk en eins og sjá má á myndbandi hér að neðan sáu þeir félagar um að gulltryggja sigur Magdeburg með síðasta marki leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×