Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2022 09:31 Frá Hólum í Hjaltadal. Sigurjón Ólason „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. Hún er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem fjallar um Hóla í Hjaltadal. Biskupsstóllinn var um aldir helsta valda- og menningarsetur landsins, höfuðstaður Norðurlands og vettvangur nokkurra af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Þar var fyrsta prentsmiðja landsins og bændaskóli sem núna hefur þróast upp í háskóla. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, lýsir kynnum sínum af Hólum, sýnir hún okkur Hóladómkirkju og segir frá helstu dýrgripum hennar.Sigurjón Ólason „Við sjáum hér til dæmis tvo af alstærstu viðburðum Íslands gerast,“ segir Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor. Og nefnir annarsvegar þegar Íslendingar fóru undir Noregskonung árið 1262; það tengist mikið viðburðum í Skagafirði á Sturlungaöld, sem snertu biskupsetrið á Hólum. Hins vegar séu það siðaskiptin 1550 og barátta Jóns Arasonar í raun fyrir sjálfstæði þegar Danakonungur hafi tekið yfir. Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor á Hólum.Sigurjón Ólason „Það eru mjög margir Íslendingar sem tala um að fara heim að Hólum. Ég held að það sé mjög mörgum sem þykir vænt um Hóla,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sem segir skólann hafa markað sér sérstöðu með kennslu í hestafræði, ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr.Sigurjón Ólason Hólar eru Mekka íslenska hestsins, segir hin norska Elisabeth Jansen, en hún stýrir hestafræðideild Hólaskóla. Sem eini skólinn í heiminum sem býður upp á háskólanám í íslenska hestinum, með þrjár reiðhallir, stærsta hesthús landsins, mikla sögu hrossaræktar og sögusetur íslenska hestsins geta Hólar vel talist höfuðból hestamennskunnar hérlendis. Við kynnumst jafnframt mannlífi á Hólum, hittum nemendur og skoðum bjórsetur Íslands. Þátturinn um Hóla er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Skagafjörður Hestar Þjóðkirkjan Fornminjar Trúmál Tengdar fréttir Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Hún er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem fjallar um Hóla í Hjaltadal. Biskupsstóllinn var um aldir helsta valda- og menningarsetur landsins, höfuðstaður Norðurlands og vettvangur nokkurra af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Þar var fyrsta prentsmiðja landsins og bændaskóli sem núna hefur þróast upp í háskóla. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, lýsir kynnum sínum af Hólum, sýnir hún okkur Hóladómkirkju og segir frá helstu dýrgripum hennar.Sigurjón Ólason „Við sjáum hér til dæmis tvo af alstærstu viðburðum Íslands gerast,“ segir Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor. Og nefnir annarsvegar þegar Íslendingar fóru undir Noregskonung árið 1262; það tengist mikið viðburðum í Skagafirði á Sturlungaöld, sem snertu biskupsetrið á Hólum. Hins vegar séu það siðaskiptin 1550 og barátta Jóns Arasonar í raun fyrir sjálfstæði þegar Danakonungur hafi tekið yfir. Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor á Hólum.Sigurjón Ólason „Það eru mjög margir Íslendingar sem tala um að fara heim að Hólum. Ég held að það sé mjög mörgum sem þykir vænt um Hóla,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sem segir skólann hafa markað sér sérstöðu með kennslu í hestafræði, ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr.Sigurjón Ólason Hólar eru Mekka íslenska hestsins, segir hin norska Elisabeth Jansen, en hún stýrir hestafræðideild Hólaskóla. Sem eini skólinn í heiminum sem býður upp á háskólanám í íslenska hestinum, með þrjár reiðhallir, stærsta hesthús landsins, mikla sögu hrossaræktar og sögusetur íslenska hestsins geta Hólar vel talist höfuðból hestamennskunnar hérlendis. Við kynnumst jafnframt mannlífi á Hólum, hittum nemendur og skoðum bjórsetur Íslands. Þátturinn um Hóla er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Skagafjörður Hestar Þjóðkirkjan Fornminjar Trúmál Tengdar fréttir Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13