Carlsen er kominn hingað til lands til að freista gæfunnar á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák. Opnunarhátíðin fer fram á Hótel Natura klukkan 19 í kvöld. Átta keppendum verður skipt í tvo fjögurra manna riðla. Keppni hefst svo á morgun.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, segir flesta keppendur komna til landsins. Þeirra á meðal Wesley So, heimsmeistarann í Fishcer-skák.
Opna Íslandsmót kvenna í skák hefst í dag. Mótið er alþjóðlegt mót og leikur So fyrsta leik mótsins klukkan 16 í dag. Tólf skákkonur taka þátt í mótinu. Sex íslenskar og jafnmargar erlendar. Um er að ræða fyrsta alþjóðlega kvennamótið hér á landi í nítján ár.
Keppt er á Reykjavík Natura og eru áhorfendur velkomnir á staðinn.