Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Brottkast, biðtími eftir aðgerðum, móttaka flóttamanna og leiðtogabrölt verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Fiskistofa segir drónaupptökur á brottkasti dragnótarbátsins Onna sýna að hægt hefði verið að bjarga næstum tveimur tonnum af afla í stað þess að henda honum. Sviðsstjóri segir að upptökur sýni að næstum annar hver bátur stundi brottkast.

Langir biðlistar hafa myndast eftir legnámsaðgerðum hér á landi en tæplega 200 konur voru á biðlista í upphafi árs. Framkvæmdastjóri hjá Klíníkinni segir margar konur leita til þeirra en samningar við hið opinbera um greiðsluþáttöku eru á síðustu metrunum. Sinna þurfi sjúklingahópinum betur og auka afköst.

Vonir standa til að í þessari viku verði húsnæði tekið í notkun sem gæti hýst allt að hundrað karlmenn sem koma til landsins einir á ferð í leit að vernd. Þetta segir aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks. Mikið kapp sé lagt á að leysa fjöldahjáparstöð af hólmi og til skoðunar að taka fleiri hús á leigu.

Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýs forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×