„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2022 07:31 Erling Haaland fær að fara í frí til Spánar og Noregs á meðan að liðsfélagar hans fara flestir á HM í Katar í næsta mánuði. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum. Haaland hefur skorað 22 mörk í 14 leikjum fyrir Manchester City fyrir endurkomuna á heimavöll Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City-menn spila sex leiki á næstu átján dögum en svo tekur við eins og hálfs mánaðar hlé fram að jólum, vegna HM í Katar. Þar verður Haaland hvergi sjáanlegur því Noregur komst ekki á HM, og fyrri hluta hlésins fær Norðmaðurinn að vera í fríi: „Hann verður í Marbella [á Spáni] eða í Noregi,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. Margir óttast kannski að Haaland verði enn öflugri eftir HM-hléið, þegar mótherjar hans verða ef til vill margir hverjir þreyttir eftir HM. „Hversu fullkominn hann verður veltur á því hvernig hann hagar sér í Marbella. Hann á hús þar. Hann mun spila golf en vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið! Þetta er í fyrsta sinn á ævi okkar sem að þetta gerist [að HM er að vetri til] svo við vitum ekki hvernig leikmennirnir koma út úr því. Ef þeir verða heimsmeistarar verða þeir mjög jákvæðir. Eða þá að þeir falla snemma út og fá meira frí. Þetta er ótrúlega þétt leikjadagskrá og þið hafið séð hvernig margir leikmenn eru að missa af HM út af þessari klikkuðu dagskrá,“ sagði Guardiola. Pep wants Haaland to lay off the carbs during the World Cup break pic.twitter.com/wks9yin7P5— ESPN FC (@ESPNFC) October 24, 2022 „Vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum“ Guardiola viðurkenndi á blaðamannafundinum í Dortmund í gær að hann hefði ekki alveg gert sér grein fyrir því að Haaland væri svo ofboðslega góður sem raun ber vitni. „Ég vissi að hann myndi ráða vel við það þegar liðið vinnur boltann hratt og að hann er óstöðvandi á 30-40 metrum. En ég vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum. Hann hefur skorað mörg mörk fyrir okkur vegna þess hvað hann hreyfir sig vel. Hann er með svo gott innsæi og það sést sérstaklega í því hvernig hann hreyfir sig. Hann færir sig frá kraðakinu og nálgast boltann. Þetta eru ekki auðveldar hreyfingar fyrir framherja. Hann er svo klár í að gera þessar hreyfingar á réttum augnablikum. Þar fyrir utan eru vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Hann er einn af þeim fyrstu til að mæta á æfingasvæðið og einn af þeim síðustu heim. Hann hugsar fullkomlega um líkama sinn. Hann er vel að sér varðandi það hvernig atvinnumaður þarf að lifa og ég held að hann ætli sér bara að verða betri,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Haaland hefur skorað 22 mörk í 14 leikjum fyrir Manchester City fyrir endurkomuna á heimavöll Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City-menn spila sex leiki á næstu átján dögum en svo tekur við eins og hálfs mánaðar hlé fram að jólum, vegna HM í Katar. Þar verður Haaland hvergi sjáanlegur því Noregur komst ekki á HM, og fyrri hluta hlésins fær Norðmaðurinn að vera í fríi: „Hann verður í Marbella [á Spáni] eða í Noregi,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. Margir óttast kannski að Haaland verði enn öflugri eftir HM-hléið, þegar mótherjar hans verða ef til vill margir hverjir þreyttir eftir HM. „Hversu fullkominn hann verður veltur á því hvernig hann hagar sér í Marbella. Hann á hús þar. Hann mun spila golf en vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið! Þetta er í fyrsta sinn á ævi okkar sem að þetta gerist [að HM er að vetri til] svo við vitum ekki hvernig leikmennirnir koma út úr því. Ef þeir verða heimsmeistarar verða þeir mjög jákvæðir. Eða þá að þeir falla snemma út og fá meira frí. Þetta er ótrúlega þétt leikjadagskrá og þið hafið séð hvernig margir leikmenn eru að missa af HM út af þessari klikkuðu dagskrá,“ sagði Guardiola. Pep wants Haaland to lay off the carbs during the World Cup break pic.twitter.com/wks9yin7P5— ESPN FC (@ESPNFC) October 24, 2022 „Vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum“ Guardiola viðurkenndi á blaðamannafundinum í Dortmund í gær að hann hefði ekki alveg gert sér grein fyrir því að Haaland væri svo ofboðslega góður sem raun ber vitni. „Ég vissi að hann myndi ráða vel við það þegar liðið vinnur boltann hratt og að hann er óstöðvandi á 30-40 metrum. En ég vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum. Hann hefur skorað mörg mörk fyrir okkur vegna þess hvað hann hreyfir sig vel. Hann er með svo gott innsæi og það sést sérstaklega í því hvernig hann hreyfir sig. Hann færir sig frá kraðakinu og nálgast boltann. Þetta eru ekki auðveldar hreyfingar fyrir framherja. Hann er svo klár í að gera þessar hreyfingar á réttum augnablikum. Þar fyrir utan eru vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Hann er einn af þeim fyrstu til að mæta á æfingasvæðið og einn af þeim síðustu heim. Hann hugsar fullkomlega um líkama sinn. Hann er vel að sér varðandi það hvernig atvinnumaður þarf að lifa og ég held að hann ætli sér bara að verða betri,“ sagði Guardiola.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira