Snorri Steinn: Spennandi að sjá hvort okkar leikstíll virki á þessu sviði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 12:30 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert Val að Íslandsmeisturum undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Það er stórt kvöld fram undan fyrir Íslandsmeistara Vals þegar þeir taka á móti ungverska stórliðinu Ferencváros í fyrsta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Það er langt síðan íslenskt handboltalið var í riðlakeppni í Evrópukeppni og nú reynir á Íslandsmeistaranna að sína sig og sanna á stóru sviði. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 í Origo höllinni á Hlíðarenda og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Stöð 2 Sport fyrir leikinn hefst klukkan 18.15. Valur og Ferencváros eru tvo af sex liðum í riðlinum en hin eru SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi, PAUC Handball frá Frakklandi, Ystads IF frá Svíþjóð og BM Benidorm frá Spáni. Þurfum að geta gert bæði í einu „Eðlilega hefur verið spenningur en við höfðum ekki viljað og ekki getað sett fókusinn á þetta. Ég lagði áherslu á það að við erum í deildinni til þess að ná árangri þar líka. Við þurfum að geta gert bæði í einu og það gekk bara þokkalega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali við Ingva Þór Sæmundsson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Klippa: Snorri Steinn: Forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu „Það er mjög gott að geta loksins farið að tala um þetta og einbeita sér að þessu. Æfa fyrir þetta og leggja línurnar fyrir svona leik. Ég finn það bara á strákunum og sjálfum mér að þetta er stærra í sniðum en deildarleikur. Það er mjög gaman og forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu,“ sagði Snorri Steinn. Ferencváros er öflugt lið með mikla breidd en fáum við að sjá Valsliðið spila sinn leik og keyra á Ungverjana. Hlaupa og hlaupa eins og þeir gera vanalega. Okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa „Já, ég ætla að gera það. Ég tók mjög snemma ákvörðun um það að vera ekkert að bakka með það. Þá frekar fæ ég það í hnakkann og kannski þarf ég einhvern tímanna að leiðrétta einhverja hluti eða draga úr því í leikjunum sjálfum. Þetta er bara okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa. Það er spennandi að sjá hvort hann virki á þessu sviði og þá hvað við þurfum að laga ef það er ekki að ganga,“ sagði Snorri Steinn. Vísir/Hulda Margrét „Við erum að fara spila við fullt af liðum sem keyra jafnmikið og við. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikirnir þróast,“ sagði Snorri Steinn en er undirbúningurinn á leikdegi eitthvað frábrugðinn. „Nei í sjálfu sér ekki. Kannski. Ég var með langan vídeófund í gær en að sama skapi er það aðeins auðveldara því menn eru móttækilegri fyrir þessu heldur en fyrir einhverjum deildarleik þegar þú þekkir liðin betur og hefur spilað margoft við þau. Það er kannski eini punkturinn sem var öðruvísi,“ sagði Snorri Steinn en bætti svo við: Það er ekki fyrir hvern deildarleik „Konan mín kom með smá bakkelsi fyrir þá og það er ekki fyrir hvern deildarleik. Það voru rúnstykki, ávextir og smá nammi,“ sagði Snorri Steinn brosandi. En horfir Snorri Steinn á þetta sem glugga fyrir hann sem ungan þjálfara eins og leikmenn gera eflaust? Vísir/Hulda Margrét „Nei, nei, eiginlega ekki en ég er alveg meðvitaður um það að þetta er gluggi fyrir alla. Ég hef áður sagt það að ég er ekki að horfa í kringum mig. Ég læt það bara gerast. Það þarf engan sérfræðing í að sjá það ef við náum í einhver úrslit eða einhver leikmaður slær í gegn í þessari deild þá geri ég ráð fyrir því að viðkomandi fái símtal. Það er ekki þar með sagt að það sé það rétta,“ sagði Snorri Steinn. „Mér finnst bara geggjað að ég að fara að þjálfa uppeldisfélagið mitt í þessari keppni. Það er stórt fyrir mig og ég er stoltur af því. Ég ætla að reyna að njóta þess og maður nýtur þess með því að ná í góð úrslit,“ sagði Snorri Steinn. Mér finnst betra að setja háleit markmið Valsmenn ætla sér upp úr riðlinum þótt að það sé mjög krefjandi markið. Er samt ekki gott að hafa markmið? „Ég sagði það allra fyrst við strákana að það sé nauðsynlegt að setja okkur markmið og krefjandi markmið. Það getur vel verið að þetta sé skot langt yfir markið hjá mér að setja okkur þetta markmið. Mér finnst betra að setja háleit markmið og ná því ekki. Þá bara lærir maður af því og fer yfir það hvað þarf til að ná því ef þú kemst aftur í þessa stöðu. Þú verður að hafa að einhverju að keppa og okkur finnst það ekki markmið að vera með eða enda í fimmta sæti í riðlinum,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Það er langt síðan íslenskt handboltalið var í riðlakeppni í Evrópukeppni og nú reynir á Íslandsmeistaranna að sína sig og sanna á stóru sviði. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 í Origo höllinni á Hlíðarenda og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Stöð 2 Sport fyrir leikinn hefst klukkan 18.15. Valur og Ferencváros eru tvo af sex liðum í riðlinum en hin eru SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi, PAUC Handball frá Frakklandi, Ystads IF frá Svíþjóð og BM Benidorm frá Spáni. Þurfum að geta gert bæði í einu „Eðlilega hefur verið spenningur en við höfðum ekki viljað og ekki getað sett fókusinn á þetta. Ég lagði áherslu á það að við erum í deildinni til þess að ná árangri þar líka. Við þurfum að geta gert bæði í einu og það gekk bara þokkalega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali við Ingva Þór Sæmundsson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Klippa: Snorri Steinn: Forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu „Það er mjög gott að geta loksins farið að tala um þetta og einbeita sér að þessu. Æfa fyrir þetta og leggja línurnar fyrir svona leik. Ég finn það bara á strákunum og sjálfum mér að þetta er stærra í sniðum en deildarleikur. Það er mjög gaman og forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu,“ sagði Snorri Steinn. Ferencváros er öflugt lið með mikla breidd en fáum við að sjá Valsliðið spila sinn leik og keyra á Ungverjana. Hlaupa og hlaupa eins og þeir gera vanalega. Okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa „Já, ég ætla að gera það. Ég tók mjög snemma ákvörðun um það að vera ekkert að bakka með það. Þá frekar fæ ég það í hnakkann og kannski þarf ég einhvern tímanna að leiðrétta einhverja hluti eða draga úr því í leikjunum sjálfum. Þetta er bara okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa. Það er spennandi að sjá hvort hann virki á þessu sviði og þá hvað við þurfum að laga ef það er ekki að ganga,“ sagði Snorri Steinn. Vísir/Hulda Margrét „Við erum að fara spila við fullt af liðum sem keyra jafnmikið og við. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikirnir þróast,“ sagði Snorri Steinn en er undirbúningurinn á leikdegi eitthvað frábrugðinn. „Nei í sjálfu sér ekki. Kannski. Ég var með langan vídeófund í gær en að sama skapi er það aðeins auðveldara því menn eru móttækilegri fyrir þessu heldur en fyrir einhverjum deildarleik þegar þú þekkir liðin betur og hefur spilað margoft við þau. Það er kannski eini punkturinn sem var öðruvísi,“ sagði Snorri Steinn en bætti svo við: Það er ekki fyrir hvern deildarleik „Konan mín kom með smá bakkelsi fyrir þá og það er ekki fyrir hvern deildarleik. Það voru rúnstykki, ávextir og smá nammi,“ sagði Snorri Steinn brosandi. En horfir Snorri Steinn á þetta sem glugga fyrir hann sem ungan þjálfara eins og leikmenn gera eflaust? Vísir/Hulda Margrét „Nei, nei, eiginlega ekki en ég er alveg meðvitaður um það að þetta er gluggi fyrir alla. Ég hef áður sagt það að ég er ekki að horfa í kringum mig. Ég læt það bara gerast. Það þarf engan sérfræðing í að sjá það ef við náum í einhver úrslit eða einhver leikmaður slær í gegn í þessari deild þá geri ég ráð fyrir því að viðkomandi fái símtal. Það er ekki þar með sagt að það sé það rétta,“ sagði Snorri Steinn. „Mér finnst bara geggjað að ég að fara að þjálfa uppeldisfélagið mitt í þessari keppni. Það er stórt fyrir mig og ég er stoltur af því. Ég ætla að reyna að njóta þess og maður nýtur þess með því að ná í góð úrslit,“ sagði Snorri Steinn. Mér finnst betra að setja háleit markmið Valsmenn ætla sér upp úr riðlinum þótt að það sé mjög krefjandi markið. Er samt ekki gott að hafa markmið? „Ég sagði það allra fyrst við strákana að það sé nauðsynlegt að setja okkur markmið og krefjandi markmið. Það getur vel verið að þetta sé skot langt yfir markið hjá mér að setja okkur þetta markmið. Mér finnst betra að setja háleit markmið og ná því ekki. Þá bara lærir maður af því og fer yfir það hvað þarf til að ná því ef þú kemst aftur í þessa stöðu. Þú verður að hafa að einhverju að keppa og okkur finnst það ekki markmið að vera með eða enda í fimmta sæti í riðlinum,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira