Snorri Steinn: Spennandi að sjá hvort okkar leikstíll virki á þessu sviði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 12:30 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert Val að Íslandsmeisturum undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Það er stórt kvöld fram undan fyrir Íslandsmeistara Vals þegar þeir taka á móti ungverska stórliðinu Ferencváros í fyrsta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Það er langt síðan íslenskt handboltalið var í riðlakeppni í Evrópukeppni og nú reynir á Íslandsmeistaranna að sína sig og sanna á stóru sviði. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 í Origo höllinni á Hlíðarenda og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Stöð 2 Sport fyrir leikinn hefst klukkan 18.15. Valur og Ferencváros eru tvo af sex liðum í riðlinum en hin eru SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi, PAUC Handball frá Frakklandi, Ystads IF frá Svíþjóð og BM Benidorm frá Spáni. Þurfum að geta gert bæði í einu „Eðlilega hefur verið spenningur en við höfðum ekki viljað og ekki getað sett fókusinn á þetta. Ég lagði áherslu á það að við erum í deildinni til þess að ná árangri þar líka. Við þurfum að geta gert bæði í einu og það gekk bara þokkalega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali við Ingva Þór Sæmundsson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Klippa: Snorri Steinn: Forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu „Það er mjög gott að geta loksins farið að tala um þetta og einbeita sér að þessu. Æfa fyrir þetta og leggja línurnar fyrir svona leik. Ég finn það bara á strákunum og sjálfum mér að þetta er stærra í sniðum en deildarleikur. Það er mjög gaman og forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu,“ sagði Snorri Steinn. Ferencváros er öflugt lið með mikla breidd en fáum við að sjá Valsliðið spila sinn leik og keyra á Ungverjana. Hlaupa og hlaupa eins og þeir gera vanalega. Okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa „Já, ég ætla að gera það. Ég tók mjög snemma ákvörðun um það að vera ekkert að bakka með það. Þá frekar fæ ég það í hnakkann og kannski þarf ég einhvern tímanna að leiðrétta einhverja hluti eða draga úr því í leikjunum sjálfum. Þetta er bara okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa. Það er spennandi að sjá hvort hann virki á þessu sviði og þá hvað við þurfum að laga ef það er ekki að ganga,“ sagði Snorri Steinn. Vísir/Hulda Margrét „Við erum að fara spila við fullt af liðum sem keyra jafnmikið og við. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikirnir þróast,“ sagði Snorri Steinn en er undirbúningurinn á leikdegi eitthvað frábrugðinn. „Nei í sjálfu sér ekki. Kannski. Ég var með langan vídeófund í gær en að sama skapi er það aðeins auðveldara því menn eru móttækilegri fyrir þessu heldur en fyrir einhverjum deildarleik þegar þú þekkir liðin betur og hefur spilað margoft við þau. Það er kannski eini punkturinn sem var öðruvísi,“ sagði Snorri Steinn en bætti svo við: Það er ekki fyrir hvern deildarleik „Konan mín kom með smá bakkelsi fyrir þá og það er ekki fyrir hvern deildarleik. Það voru rúnstykki, ávextir og smá nammi,“ sagði Snorri Steinn brosandi. En horfir Snorri Steinn á þetta sem glugga fyrir hann sem ungan þjálfara eins og leikmenn gera eflaust? Vísir/Hulda Margrét „Nei, nei, eiginlega ekki en ég er alveg meðvitaður um það að þetta er gluggi fyrir alla. Ég hef áður sagt það að ég er ekki að horfa í kringum mig. Ég læt það bara gerast. Það þarf engan sérfræðing í að sjá það ef við náum í einhver úrslit eða einhver leikmaður slær í gegn í þessari deild þá geri ég ráð fyrir því að viðkomandi fái símtal. Það er ekki þar með sagt að það sé það rétta,“ sagði Snorri Steinn. „Mér finnst bara geggjað að ég að fara að þjálfa uppeldisfélagið mitt í þessari keppni. Það er stórt fyrir mig og ég er stoltur af því. Ég ætla að reyna að njóta þess og maður nýtur þess með því að ná í góð úrslit,“ sagði Snorri Steinn. Mér finnst betra að setja háleit markmið Valsmenn ætla sér upp úr riðlinum þótt að það sé mjög krefjandi markið. Er samt ekki gott að hafa markmið? „Ég sagði það allra fyrst við strákana að það sé nauðsynlegt að setja okkur markmið og krefjandi markmið. Það getur vel verið að þetta sé skot langt yfir markið hjá mér að setja okkur þetta markmið. Mér finnst betra að setja háleit markmið og ná því ekki. Þá bara lærir maður af því og fer yfir það hvað þarf til að ná því ef þú kemst aftur í þessa stöðu. Þú verður að hafa að einhverju að keppa og okkur finnst það ekki markmið að vera með eða enda í fimmta sæti í riðlinum,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Það er langt síðan íslenskt handboltalið var í riðlakeppni í Evrópukeppni og nú reynir á Íslandsmeistaranna að sína sig og sanna á stóru sviði. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 í Origo höllinni á Hlíðarenda og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Stöð 2 Sport fyrir leikinn hefst klukkan 18.15. Valur og Ferencváros eru tvo af sex liðum í riðlinum en hin eru SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi, PAUC Handball frá Frakklandi, Ystads IF frá Svíþjóð og BM Benidorm frá Spáni. Þurfum að geta gert bæði í einu „Eðlilega hefur verið spenningur en við höfðum ekki viljað og ekki getað sett fókusinn á þetta. Ég lagði áherslu á það að við erum í deildinni til þess að ná árangri þar líka. Við þurfum að geta gert bæði í einu og það gekk bara þokkalega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali við Ingva Þór Sæmundsson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Klippa: Snorri Steinn: Forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu „Það er mjög gott að geta loksins farið að tala um þetta og einbeita sér að þessu. Æfa fyrir þetta og leggja línurnar fyrir svona leik. Ég finn það bara á strákunum og sjálfum mér að þetta er stærra í sniðum en deildarleikur. Það er mjög gaman og forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu,“ sagði Snorri Steinn. Ferencváros er öflugt lið með mikla breidd en fáum við að sjá Valsliðið spila sinn leik og keyra á Ungverjana. Hlaupa og hlaupa eins og þeir gera vanalega. Okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa „Já, ég ætla að gera það. Ég tók mjög snemma ákvörðun um það að vera ekkert að bakka með það. Þá frekar fæ ég það í hnakkann og kannski þarf ég einhvern tímanna að leiðrétta einhverja hluti eða draga úr því í leikjunum sjálfum. Þetta er bara okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa. Það er spennandi að sjá hvort hann virki á þessu sviði og þá hvað við þurfum að laga ef það er ekki að ganga,“ sagði Snorri Steinn. Vísir/Hulda Margrét „Við erum að fara spila við fullt af liðum sem keyra jafnmikið og við. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikirnir þróast,“ sagði Snorri Steinn en er undirbúningurinn á leikdegi eitthvað frábrugðinn. „Nei í sjálfu sér ekki. Kannski. Ég var með langan vídeófund í gær en að sama skapi er það aðeins auðveldara því menn eru móttækilegri fyrir þessu heldur en fyrir einhverjum deildarleik þegar þú þekkir liðin betur og hefur spilað margoft við þau. Það er kannski eini punkturinn sem var öðruvísi,“ sagði Snorri Steinn en bætti svo við: Það er ekki fyrir hvern deildarleik „Konan mín kom með smá bakkelsi fyrir þá og það er ekki fyrir hvern deildarleik. Það voru rúnstykki, ávextir og smá nammi,“ sagði Snorri Steinn brosandi. En horfir Snorri Steinn á þetta sem glugga fyrir hann sem ungan þjálfara eins og leikmenn gera eflaust? Vísir/Hulda Margrét „Nei, nei, eiginlega ekki en ég er alveg meðvitaður um það að þetta er gluggi fyrir alla. Ég hef áður sagt það að ég er ekki að horfa í kringum mig. Ég læt það bara gerast. Það þarf engan sérfræðing í að sjá það ef við náum í einhver úrslit eða einhver leikmaður slær í gegn í þessari deild þá geri ég ráð fyrir því að viðkomandi fái símtal. Það er ekki þar með sagt að það sé það rétta,“ sagði Snorri Steinn. „Mér finnst bara geggjað að ég að fara að þjálfa uppeldisfélagið mitt í þessari keppni. Það er stórt fyrir mig og ég er stoltur af því. Ég ætla að reyna að njóta þess og maður nýtur þess með því að ná í góð úrslit,“ sagði Snorri Steinn. Mér finnst betra að setja háleit markmið Valsmenn ætla sér upp úr riðlinum þótt að það sé mjög krefjandi markið. Er samt ekki gott að hafa markmið? „Ég sagði það allra fyrst við strákana að það sé nauðsynlegt að setja okkur markmið og krefjandi markmið. Það getur vel verið að þetta sé skot langt yfir markið hjá mér að setja okkur þetta markmið. Mér finnst betra að setja háleit markmið og ná því ekki. Þá bara lærir maður af því og fer yfir það hvað þarf til að ná því ef þú kemst aftur í þessa stöðu. Þú verður að hafa að einhverju að keppa og okkur finnst það ekki markmið að vera með eða enda í fimmta sæti í riðlinum,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira