Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 09:00 Stjörnurnar í PSG voru í stuði gegn Maccabi Haifa í gærkvöld. Getty/Jean Catuffe Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar fóru á kostum þegar PSG vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í París í gær og Kai Havertz skoraði sannkallað perlumark í dýrmætum 2-1 sigri Chelsea gegn Salzburg. Nú hafa Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Dortmund, PSG og Benfica öll tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin, þó að ein umferð sé eftir í þeirra riðlum. Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri PSG í gær, og Mbappé skoraði einnig tvö og lagði upp eitt gegn ráðalausum gestunum. Klippa: PSG - Maccabi Haifa Draumur Juventus um að komast upp úr sínum riðli fjaraði út í Portúgal þar sem Benfica vann 4-3 sigur. Juventus gaf sér von með mörkum fra Arkadiusz Milik og Weston McKennie þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Juventus er því komið í baráttu við Maccabi um 3. sæti riðilsins, sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Klippa: Benfica - Juventus Þrír Íslendingar komu við sögu í leik FC Kaupmannahafnar gegn Sevilla á Spáni en danska liðinu mistókst enn á ný að skora og tapaði leiknum 3-0. Klippa: Sevilla - FCK Í hinum leiknum í G-riðli tryggðu Manchester City og Dortmund sér tvö efstu sætin með markalausu jafntefli. Dortmund fékk þó dauðafæri til að komast yfir og Riyad Mahrez fékk svo víti fyrir City sem var varið. Klippa: Dortmund - Man. City Í E-riðli er fram undan úrslitaleikur á milli Salzburg og AC Milan um að fylgja Chelsea upp úr riðlinum. Mateo Kovacic og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigrinum í Austurríki í gær og var mark Havertz sérstaklega glæsilegt, eins og fyrr segir. Klippa: Salzburg - Chelsea AC Milan vann Dinamo Zagreb á útivelli, 4-0. Rafael Leao stal senunni með marki eftir magnaðan sprett, auk þess að leggja upp annað, í leik sem Robert Ljubicic vill gleyma sem fyrst en hann fékk dæmt á sig víti og skoraði sjálfsmark. Klippa: Zagreb - Milan Í F-riðli mætast Shaktar Donetsk og RB Leipzig í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í 16-liða úrslitum. Real Madrid gæti enn misst toppsætið eftir að hafa tapað 3-2 gegn Leipzig í gærkvöld. Klippa: Leipzig - Real Madrid Celtic og Shaktar gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og þar með er ljóst að Celtic endar neðst í F-riðli, sama hvernig liðinu vegnar gegn Real Madrid í lokaumferðinni. Klippa: Celtic - Shaktar Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira
Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar fóru á kostum þegar PSG vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í París í gær og Kai Havertz skoraði sannkallað perlumark í dýrmætum 2-1 sigri Chelsea gegn Salzburg. Nú hafa Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Dortmund, PSG og Benfica öll tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin, þó að ein umferð sé eftir í þeirra riðlum. Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri PSG í gær, og Mbappé skoraði einnig tvö og lagði upp eitt gegn ráðalausum gestunum. Klippa: PSG - Maccabi Haifa Draumur Juventus um að komast upp úr sínum riðli fjaraði út í Portúgal þar sem Benfica vann 4-3 sigur. Juventus gaf sér von með mörkum fra Arkadiusz Milik og Weston McKennie þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Juventus er því komið í baráttu við Maccabi um 3. sæti riðilsins, sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Klippa: Benfica - Juventus Þrír Íslendingar komu við sögu í leik FC Kaupmannahafnar gegn Sevilla á Spáni en danska liðinu mistókst enn á ný að skora og tapaði leiknum 3-0. Klippa: Sevilla - FCK Í hinum leiknum í G-riðli tryggðu Manchester City og Dortmund sér tvö efstu sætin með markalausu jafntefli. Dortmund fékk þó dauðafæri til að komast yfir og Riyad Mahrez fékk svo víti fyrir City sem var varið. Klippa: Dortmund - Man. City Í E-riðli er fram undan úrslitaleikur á milli Salzburg og AC Milan um að fylgja Chelsea upp úr riðlinum. Mateo Kovacic og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigrinum í Austurríki í gær og var mark Havertz sérstaklega glæsilegt, eins og fyrr segir. Klippa: Salzburg - Chelsea AC Milan vann Dinamo Zagreb á útivelli, 4-0. Rafael Leao stal senunni með marki eftir magnaðan sprett, auk þess að leggja upp annað, í leik sem Robert Ljubicic vill gleyma sem fyrst en hann fékk dæmt á sig víti og skoraði sjálfsmark. Klippa: Zagreb - Milan Í F-riðli mætast Shaktar Donetsk og RB Leipzig í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í 16-liða úrslitum. Real Madrid gæti enn misst toppsætið eftir að hafa tapað 3-2 gegn Leipzig í gærkvöld. Klippa: Leipzig - Real Madrid Celtic og Shaktar gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og þar með er ljóst að Celtic endar neðst í F-riðli, sama hvernig liðinu vegnar gegn Real Madrid í lokaumferðinni. Klippa: Celtic - Shaktar Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira