Engin ástæða til að refsa Henderson eða Gabriel Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 12:00 Dómarinn Michael Oliver mættur til að ræða við þá Gabriel og Jordan Henderson sem skiptust á orðum í leik Arsenal og Liverpool 9. október. Getty/Charlotte Wilson Enska knattspyrnusambandið hefur nú lokið rannsókn sinni á orðaskiptum Jordans Henderson og Gabriel, í leik Liverpool og Arsenal á dögunum, og komist að þeirri niðurstöðu að hvorugum verði refsað. Gabriel, varnarmaður Arsenal, var sagður reiður yfir einhverju sem Henderson sagði og voru jafnvel leiddar að því líkur að fyrirliði Liverpool hefði látið rasísk ummæli falla. Rifrildi þeirra átti sér stað rétt eftir að dómarinn Michael Oliver hafði dæmt vítaspyrnuna sem Bukayo Saka skoraði úr og tryggði Arsenal 3-2 sigur í leiknum. Í rannsókn enska knattspyrnusambandsins var rætt við sex aðra leikmenn sem voru nærri Gabriel og Henderson, og varð niðurstaðan sú að engin orð hefðu fallið sem væru refsiverð. „Enska knattspyrnusambandinu barst kvörtun vegna atviks hjá tveimur leikmönnum í þessum leik. Sambandið réðist því í gagngera rannsókn. Í rannsókninni var meðal annars fenginn vitnisburður þess sem kvartaði og þess sem ásakaður var, sem og frá sex leikmönnum sem voru nærri atvikinu. Þá voru myndbönd frá mismunandi sjónarhornum skoðuð og leitað til óháðra sérfræðinga í málvísindum,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins. „Ekkert af vitnunum heyrði þau ummæli sem ásökunin byggði á, og hinn ásakaði neitaði allan tímann staðfastlega að þau hefðu fallið,“ segir í yfirlýsingunni. Sambandið telur ásakanirnar hafa verið settar fram í góðri trú en telur jafnframt að þær hafi reynst ástæðulausar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Gabriel, varnarmaður Arsenal, var sagður reiður yfir einhverju sem Henderson sagði og voru jafnvel leiddar að því líkur að fyrirliði Liverpool hefði látið rasísk ummæli falla. Rifrildi þeirra átti sér stað rétt eftir að dómarinn Michael Oliver hafði dæmt vítaspyrnuna sem Bukayo Saka skoraði úr og tryggði Arsenal 3-2 sigur í leiknum. Í rannsókn enska knattspyrnusambandsins var rætt við sex aðra leikmenn sem voru nærri Gabriel og Henderson, og varð niðurstaðan sú að engin orð hefðu fallið sem væru refsiverð. „Enska knattspyrnusambandinu barst kvörtun vegna atviks hjá tveimur leikmönnum í þessum leik. Sambandið réðist því í gagngera rannsókn. Í rannsókninni var meðal annars fenginn vitnisburður þess sem kvartaði og þess sem ásakaður var, sem og frá sex leikmönnum sem voru nærri atvikinu. Þá voru myndbönd frá mismunandi sjónarhornum skoðuð og leitað til óháðra sérfræðinga í málvísindum,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins. „Ekkert af vitnunum heyrði þau ummæli sem ásökunin byggði á, og hinn ásakaði neitaði allan tímann staðfastlega að þau hefðu fallið,“ segir í yfirlýsingunni. Sambandið telur ásakanirnar hafa verið settar fram í góðri trú en telur jafnframt að þær hafi reynst ástæðulausar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira