Bjartsýnn á enn fleiri tækifæri með aðalliði FC Kaupmannahafnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 22:31 Orri Steinn Óskarsson í baráttunni við Alex Telles, bakvörð Sevilla. Jose Breton/Getty Images „Skemmtilegt að vita að maður fengi sénsinn í svona stórum leik,“ sagði hinn 18 ára gamli Orri Steinn Óskarsson um innkomu sína í leik FC Kaupmannahafnar og Sevilla í Meistaradeild Evrópu sem fram fór í Andalúsíu á þriðjudagskvöld. Orri Steinn varð þar með yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni. „Við vorum undir, krefjandi staða fyrir liðið og þurftum að sækja mark. Þá var gott að sjá að ég er einn af þeim sóknarmönnum sem hann [Jacob Neestrup, þjálfari liðsins] treystir á og heldur að geti breytt leiknum. Það var mjög góð tilfinning,“ bætti Orri Steinn við um innkomu sína. Því miður tapaði FC Kaupmannahöfn á endanum 3-0 þrátt fyrir að sína góða frammistöðu framan af leik. „Svo fékk maður fullt af skilaboðum frá nánustu og fólkinu úr heimabænum sem er stolt af mér. Það var gott að sjá. Maður kemur úr fjögur þúsund manna bæ á Íslandi þannig þetta er mjög stórt,“ sagði framherjinn en hann ólst upp á Seltjarnarnesi áður en hann flutti til Kaupmannahafnar árið 2020. „Það var mjög gaman að fá fyrsta Meistaradeildarleikinn á sama dag og pabbi átti afmæli. Hann var mjög glaður, góður dagur fyrir hann í gær. Hann hefur alveg verið verri, það er mjög létt yfir honum þessa dagana,“ sagði framherjinn jafnframt en faðir hans Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Óskar Hrafn fagnaði 49 ára afmæli sínu á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Eftir að Neestrup tók við stjórnartaumunum hjá aðalliði félagsins hefur Orri Steinn fengið enn fleiri tækifæri þar. Þeir þekkjast vel en Neestrup þjálfaði áður yngri lið FCK og hefur því séð hvers Orri Steinn er megnugur fyrir framan markið. „Ég er búinn að fá fullt af mínútum síðan Jacob tók við. Hann gerði það ljóst frá fyrsta degi að hann hefði mjög mikla trú á mér og vill ekki að ég sé leikmaður sem sé bara á bekknum. Ég fékk 120 mínútur í bikarnum sem var eiginlega bara fyrsti alvöru leikurinn minn í fullorðinsfótbolta. Hann hefur mikla trú á mér og ég sé fram á mörg tækifæri hjá honum.“ Þó Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson séu ekki mikið eldri en Orri Steinn þá horfir hann upp til þeirra enda báðir í stóru hlutverki hjá FCK. „Frábært að hafa þá sem tvo góða vini mína. Þeir hjálpa mér mikið utan vallar sem og innan. Ég get horft upp til þeirra og hvað þeir hafa gert síðasta árið, hvernig þeir haga sér inn á vellinum. Þeir eru með aðeins meiri reynslu en ég og maður getur lært mikið af þeim, það hjálpar að sjálfsögðu.“ Vonast til að liðið fari að snúa blaðinu við heima fyrir Meisturunum hefur ekki gengið sem skildi það sem af er leiktíð í Danmörku. Liðið hefur verið að glíma við gríðarleg meiðsli og leikmannahópurinn því í yngri kantinum þessa dagana. Sem stendur er liðið í 8. sæti, tíu stigum á eftir toppliði Nordsjælland þegar öll lið deildarinnar hafa leikið 14 leiki. „Þetta hefur svo sem verið smá sagan síðustu tíu leiki. Við höfum verið miklu betri aðilinn, nema kannski gegn Manchester City úti – það segir sig sjálft. Höfum átt helling af færum en síðan hefur þetta alltaf verið stöngin út. Við nýtum ekki færin okkar og hitt liðið refsar.“ „Við höfum nær alltaf verið með yfirhöndina í leiknum og verið að stjórna leikjunum, sérstaklega í deildinni en það er svo sem aðeins erfiðara í Meistaradeildinni. Þessi lið í Meistaradeildinni refsa náttúrulega mjög hart ef við byrjum sækja meira þannig það gefur aðra mynd en þetta virkilega er,“ sagði Orri Steinn að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Orri Steinn bjartsýnn á að fá enn fleiri tækifæri Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
„Við vorum undir, krefjandi staða fyrir liðið og þurftum að sækja mark. Þá var gott að sjá að ég er einn af þeim sóknarmönnum sem hann [Jacob Neestrup, þjálfari liðsins] treystir á og heldur að geti breytt leiknum. Það var mjög góð tilfinning,“ bætti Orri Steinn við um innkomu sína. Því miður tapaði FC Kaupmannahöfn á endanum 3-0 þrátt fyrir að sína góða frammistöðu framan af leik. „Svo fékk maður fullt af skilaboðum frá nánustu og fólkinu úr heimabænum sem er stolt af mér. Það var gott að sjá. Maður kemur úr fjögur þúsund manna bæ á Íslandi þannig þetta er mjög stórt,“ sagði framherjinn en hann ólst upp á Seltjarnarnesi áður en hann flutti til Kaupmannahafnar árið 2020. „Það var mjög gaman að fá fyrsta Meistaradeildarleikinn á sama dag og pabbi átti afmæli. Hann var mjög glaður, góður dagur fyrir hann í gær. Hann hefur alveg verið verri, það er mjög létt yfir honum þessa dagana,“ sagði framherjinn jafnframt en faðir hans Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Óskar Hrafn fagnaði 49 ára afmæli sínu á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Eftir að Neestrup tók við stjórnartaumunum hjá aðalliði félagsins hefur Orri Steinn fengið enn fleiri tækifæri þar. Þeir þekkjast vel en Neestrup þjálfaði áður yngri lið FCK og hefur því séð hvers Orri Steinn er megnugur fyrir framan markið. „Ég er búinn að fá fullt af mínútum síðan Jacob tók við. Hann gerði það ljóst frá fyrsta degi að hann hefði mjög mikla trú á mér og vill ekki að ég sé leikmaður sem sé bara á bekknum. Ég fékk 120 mínútur í bikarnum sem var eiginlega bara fyrsti alvöru leikurinn minn í fullorðinsfótbolta. Hann hefur mikla trú á mér og ég sé fram á mörg tækifæri hjá honum.“ Þó Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson séu ekki mikið eldri en Orri Steinn þá horfir hann upp til þeirra enda báðir í stóru hlutverki hjá FCK. „Frábært að hafa þá sem tvo góða vini mína. Þeir hjálpa mér mikið utan vallar sem og innan. Ég get horft upp til þeirra og hvað þeir hafa gert síðasta árið, hvernig þeir haga sér inn á vellinum. Þeir eru með aðeins meiri reynslu en ég og maður getur lært mikið af þeim, það hjálpar að sjálfsögðu.“ Vonast til að liðið fari að snúa blaðinu við heima fyrir Meisturunum hefur ekki gengið sem skildi það sem af er leiktíð í Danmörku. Liðið hefur verið að glíma við gríðarleg meiðsli og leikmannahópurinn því í yngri kantinum þessa dagana. Sem stendur er liðið í 8. sæti, tíu stigum á eftir toppliði Nordsjælland þegar öll lið deildarinnar hafa leikið 14 leiki. „Þetta hefur svo sem verið smá sagan síðustu tíu leiki. Við höfum verið miklu betri aðilinn, nema kannski gegn Manchester City úti – það segir sig sjálft. Höfum átt helling af færum en síðan hefur þetta alltaf verið stöngin út. Við nýtum ekki færin okkar og hitt liðið refsar.“ „Við höfum nær alltaf verið með yfirhöndina í leiknum og verið að stjórna leikjunum, sérstaklega í deildinni en það er svo sem aðeins erfiðara í Meistaradeildinni. Þessi lið í Meistaradeildinni refsa náttúrulega mjög hart ef við byrjum sækja meira þannig það gefur aðra mynd en þetta virkilega er,“ sagði Orri Steinn að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Orri Steinn bjartsýnn á að fá enn fleiri tækifæri
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn