Bjartsýnn á enn fleiri tækifæri með aðalliði FC Kaupmannahafnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 22:31 Orri Steinn Óskarsson í baráttunni við Alex Telles, bakvörð Sevilla. Jose Breton/Getty Images „Skemmtilegt að vita að maður fengi sénsinn í svona stórum leik,“ sagði hinn 18 ára gamli Orri Steinn Óskarsson um innkomu sína í leik FC Kaupmannahafnar og Sevilla í Meistaradeild Evrópu sem fram fór í Andalúsíu á þriðjudagskvöld. Orri Steinn varð þar með yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni. „Við vorum undir, krefjandi staða fyrir liðið og þurftum að sækja mark. Þá var gott að sjá að ég er einn af þeim sóknarmönnum sem hann [Jacob Neestrup, þjálfari liðsins] treystir á og heldur að geti breytt leiknum. Það var mjög góð tilfinning,“ bætti Orri Steinn við um innkomu sína. Því miður tapaði FC Kaupmannahöfn á endanum 3-0 þrátt fyrir að sína góða frammistöðu framan af leik. „Svo fékk maður fullt af skilaboðum frá nánustu og fólkinu úr heimabænum sem er stolt af mér. Það var gott að sjá. Maður kemur úr fjögur þúsund manna bæ á Íslandi þannig þetta er mjög stórt,“ sagði framherjinn en hann ólst upp á Seltjarnarnesi áður en hann flutti til Kaupmannahafnar árið 2020. „Það var mjög gaman að fá fyrsta Meistaradeildarleikinn á sama dag og pabbi átti afmæli. Hann var mjög glaður, góður dagur fyrir hann í gær. Hann hefur alveg verið verri, það er mjög létt yfir honum þessa dagana,“ sagði framherjinn jafnframt en faðir hans Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Óskar Hrafn fagnaði 49 ára afmæli sínu á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Eftir að Neestrup tók við stjórnartaumunum hjá aðalliði félagsins hefur Orri Steinn fengið enn fleiri tækifæri þar. Þeir þekkjast vel en Neestrup þjálfaði áður yngri lið FCK og hefur því séð hvers Orri Steinn er megnugur fyrir framan markið. „Ég er búinn að fá fullt af mínútum síðan Jacob tók við. Hann gerði það ljóst frá fyrsta degi að hann hefði mjög mikla trú á mér og vill ekki að ég sé leikmaður sem sé bara á bekknum. Ég fékk 120 mínútur í bikarnum sem var eiginlega bara fyrsti alvöru leikurinn minn í fullorðinsfótbolta. Hann hefur mikla trú á mér og ég sé fram á mörg tækifæri hjá honum.“ Þó Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson séu ekki mikið eldri en Orri Steinn þá horfir hann upp til þeirra enda báðir í stóru hlutverki hjá FCK. „Frábært að hafa þá sem tvo góða vini mína. Þeir hjálpa mér mikið utan vallar sem og innan. Ég get horft upp til þeirra og hvað þeir hafa gert síðasta árið, hvernig þeir haga sér inn á vellinum. Þeir eru með aðeins meiri reynslu en ég og maður getur lært mikið af þeim, það hjálpar að sjálfsögðu.“ Vonast til að liðið fari að snúa blaðinu við heima fyrir Meisturunum hefur ekki gengið sem skildi það sem af er leiktíð í Danmörku. Liðið hefur verið að glíma við gríðarleg meiðsli og leikmannahópurinn því í yngri kantinum þessa dagana. Sem stendur er liðið í 8. sæti, tíu stigum á eftir toppliði Nordsjælland þegar öll lið deildarinnar hafa leikið 14 leiki. „Þetta hefur svo sem verið smá sagan síðustu tíu leiki. Við höfum verið miklu betri aðilinn, nema kannski gegn Manchester City úti – það segir sig sjálft. Höfum átt helling af færum en síðan hefur þetta alltaf verið stöngin út. Við nýtum ekki færin okkar og hitt liðið refsar.“ „Við höfum nær alltaf verið með yfirhöndina í leiknum og verið að stjórna leikjunum, sérstaklega í deildinni en það er svo sem aðeins erfiðara í Meistaradeildinni. Þessi lið í Meistaradeildinni refsa náttúrulega mjög hart ef við byrjum sækja meira þannig það gefur aðra mynd en þetta virkilega er,“ sagði Orri Steinn að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Orri Steinn bjartsýnn á að fá enn fleiri tækifæri Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
„Við vorum undir, krefjandi staða fyrir liðið og þurftum að sækja mark. Þá var gott að sjá að ég er einn af þeim sóknarmönnum sem hann [Jacob Neestrup, þjálfari liðsins] treystir á og heldur að geti breytt leiknum. Það var mjög góð tilfinning,“ bætti Orri Steinn við um innkomu sína. Því miður tapaði FC Kaupmannahöfn á endanum 3-0 þrátt fyrir að sína góða frammistöðu framan af leik. „Svo fékk maður fullt af skilaboðum frá nánustu og fólkinu úr heimabænum sem er stolt af mér. Það var gott að sjá. Maður kemur úr fjögur þúsund manna bæ á Íslandi þannig þetta er mjög stórt,“ sagði framherjinn en hann ólst upp á Seltjarnarnesi áður en hann flutti til Kaupmannahafnar árið 2020. „Það var mjög gaman að fá fyrsta Meistaradeildarleikinn á sama dag og pabbi átti afmæli. Hann var mjög glaður, góður dagur fyrir hann í gær. Hann hefur alveg verið verri, það er mjög létt yfir honum þessa dagana,“ sagði framherjinn jafnframt en faðir hans Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Óskar Hrafn fagnaði 49 ára afmæli sínu á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Eftir að Neestrup tók við stjórnartaumunum hjá aðalliði félagsins hefur Orri Steinn fengið enn fleiri tækifæri þar. Þeir þekkjast vel en Neestrup þjálfaði áður yngri lið FCK og hefur því séð hvers Orri Steinn er megnugur fyrir framan markið. „Ég er búinn að fá fullt af mínútum síðan Jacob tók við. Hann gerði það ljóst frá fyrsta degi að hann hefði mjög mikla trú á mér og vill ekki að ég sé leikmaður sem sé bara á bekknum. Ég fékk 120 mínútur í bikarnum sem var eiginlega bara fyrsti alvöru leikurinn minn í fullorðinsfótbolta. Hann hefur mikla trú á mér og ég sé fram á mörg tækifæri hjá honum.“ Þó Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson séu ekki mikið eldri en Orri Steinn þá horfir hann upp til þeirra enda báðir í stóru hlutverki hjá FCK. „Frábært að hafa þá sem tvo góða vini mína. Þeir hjálpa mér mikið utan vallar sem og innan. Ég get horft upp til þeirra og hvað þeir hafa gert síðasta árið, hvernig þeir haga sér inn á vellinum. Þeir eru með aðeins meiri reynslu en ég og maður getur lært mikið af þeim, það hjálpar að sjálfsögðu.“ Vonast til að liðið fari að snúa blaðinu við heima fyrir Meisturunum hefur ekki gengið sem skildi það sem af er leiktíð í Danmörku. Liðið hefur verið að glíma við gríðarleg meiðsli og leikmannahópurinn því í yngri kantinum þessa dagana. Sem stendur er liðið í 8. sæti, tíu stigum á eftir toppliði Nordsjælland þegar öll lið deildarinnar hafa leikið 14 leiki. „Þetta hefur svo sem verið smá sagan síðustu tíu leiki. Við höfum verið miklu betri aðilinn, nema kannski gegn Manchester City úti – það segir sig sjálft. Höfum átt helling af færum en síðan hefur þetta alltaf verið stöngin út. Við nýtum ekki færin okkar og hitt liðið refsar.“ „Við höfum nær alltaf verið með yfirhöndina í leiknum og verið að stjórna leikjunum, sérstaklega í deildinni en það er svo sem aðeins erfiðara í Meistaradeildinni. Þessi lið í Meistaradeildinni refsa náttúrulega mjög hart ef við byrjum sækja meira þannig það gefur aðra mynd en þetta virkilega er,“ sagði Orri Steinn að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Orri Steinn bjartsýnn á að fá enn fleiri tækifæri
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu