Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 18:45 Leikmenn Inter höfðu margar ástæður til að fagna í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. Fyrir leik Brugge og Porto var búist við hörkuleik en um var að ræða liðin í efstu tveimur sætum B-riðils. Það kom hins vegar annað á daginn þar sem gestirnir reyndust mun sterkari aðilinn. Mehdi Taremi kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Tvö mörk með stuttu millibili þegar tæp klukkustund var liðin gerðu svo endanlega út um leikinn. Evanilson skoraði fyrra og Stephen Eustáquio það síðara. Taremi bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Porto þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu þó mörkin ekki og Porto vann öruggan 4-0 útisigur. Brugge er sem stendur með tíu stig og mætir Bayer Leverkusen í lokaumferðinni. Porto er með níu stig og mætir Atlético Madríd í lokaumferðinni. Atl. Madríd og Leverkusen mætast í kvöld en fyrrnefnda liðið er með fjögur stig á meðan Þjóðverjarnir reka lestina með þrjú stig. RESULTS Inter qualify for round of 16 in style Porto through if Atlético don't win tonight...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Leikurinn í Mílanó var ekki beint spennandi en Plzeň var á botni riðilsins og hefur ekki sýnt mikið það sem af er keppni. Það tók heimamenn 35 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Henrik Mkhitaryan og skömmu síðar var staðan orðin 2-0. Markahrókurinn Edin Džeko með markið og heimamenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Džeko bætti við öðru marki sínu áður en varamaðurinn Romelu Lukaku fullkomnaði 4-0 sigur Inter undir lok leiks. Sem stendur er Bayern München á toppi C-riðils með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Þar á eftir kemur Inter með tíu stig á meðan Barcelona situr í 3. sæti með aðeins fjögur stig og er á leiðina í Evrópudeildina annað tímabilið í röð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Fyrir leik Brugge og Porto var búist við hörkuleik en um var að ræða liðin í efstu tveimur sætum B-riðils. Það kom hins vegar annað á daginn þar sem gestirnir reyndust mun sterkari aðilinn. Mehdi Taremi kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Tvö mörk með stuttu millibili þegar tæp klukkustund var liðin gerðu svo endanlega út um leikinn. Evanilson skoraði fyrra og Stephen Eustáquio það síðara. Taremi bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Porto þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu þó mörkin ekki og Porto vann öruggan 4-0 útisigur. Brugge er sem stendur með tíu stig og mætir Bayer Leverkusen í lokaumferðinni. Porto er með níu stig og mætir Atlético Madríd í lokaumferðinni. Atl. Madríd og Leverkusen mætast í kvöld en fyrrnefnda liðið er með fjögur stig á meðan Þjóðverjarnir reka lestina með þrjú stig. RESULTS Inter qualify for round of 16 in style Porto through if Atlético don't win tonight...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Leikurinn í Mílanó var ekki beint spennandi en Plzeň var á botni riðilsins og hefur ekki sýnt mikið það sem af er keppni. Það tók heimamenn 35 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Henrik Mkhitaryan og skömmu síðar var staðan orðin 2-0. Markahrókurinn Edin Džeko með markið og heimamenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Džeko bætti við öðru marki sínu áður en varamaðurinn Romelu Lukaku fullkomnaði 4-0 sigur Inter undir lok leiks. Sem stendur er Bayern München á toppi C-riðils með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Þar á eftir kemur Inter með tíu stig á meðan Barcelona situr í 3. sæti með aðeins fjögur stig og er á leiðina í Evrópudeildina annað tímabilið í röð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira