Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 18:45 Leikmenn Inter höfðu margar ástæður til að fagna í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. Fyrir leik Brugge og Porto var búist við hörkuleik en um var að ræða liðin í efstu tveimur sætum B-riðils. Það kom hins vegar annað á daginn þar sem gestirnir reyndust mun sterkari aðilinn. Mehdi Taremi kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Tvö mörk með stuttu millibili þegar tæp klukkustund var liðin gerðu svo endanlega út um leikinn. Evanilson skoraði fyrra og Stephen Eustáquio það síðara. Taremi bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Porto þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu þó mörkin ekki og Porto vann öruggan 4-0 útisigur. Brugge er sem stendur með tíu stig og mætir Bayer Leverkusen í lokaumferðinni. Porto er með níu stig og mætir Atlético Madríd í lokaumferðinni. Atl. Madríd og Leverkusen mætast í kvöld en fyrrnefnda liðið er með fjögur stig á meðan Þjóðverjarnir reka lestina með þrjú stig. RESULTS Inter qualify for round of 16 in style Porto through if Atlético don't win tonight...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Leikurinn í Mílanó var ekki beint spennandi en Plzeň var á botni riðilsins og hefur ekki sýnt mikið það sem af er keppni. Það tók heimamenn 35 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Henrik Mkhitaryan og skömmu síðar var staðan orðin 2-0. Markahrókurinn Edin Džeko með markið og heimamenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Džeko bætti við öðru marki sínu áður en varamaðurinn Romelu Lukaku fullkomnaði 4-0 sigur Inter undir lok leiks. Sem stendur er Bayern München á toppi C-riðils með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Þar á eftir kemur Inter með tíu stig á meðan Barcelona situr í 3. sæti með aðeins fjögur stig og er á leiðina í Evrópudeildina annað tímabilið í röð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Fyrir leik Brugge og Porto var búist við hörkuleik en um var að ræða liðin í efstu tveimur sætum B-riðils. Það kom hins vegar annað á daginn þar sem gestirnir reyndust mun sterkari aðilinn. Mehdi Taremi kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Tvö mörk með stuttu millibili þegar tæp klukkustund var liðin gerðu svo endanlega út um leikinn. Evanilson skoraði fyrra og Stephen Eustáquio það síðara. Taremi bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Porto þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu þó mörkin ekki og Porto vann öruggan 4-0 útisigur. Brugge er sem stendur með tíu stig og mætir Bayer Leverkusen í lokaumferðinni. Porto er með níu stig og mætir Atlético Madríd í lokaumferðinni. Atl. Madríd og Leverkusen mætast í kvöld en fyrrnefnda liðið er með fjögur stig á meðan Þjóðverjarnir reka lestina með þrjú stig. RESULTS Inter qualify for round of 16 in style Porto through if Atlético don't win tonight...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Leikurinn í Mílanó var ekki beint spennandi en Plzeň var á botni riðilsins og hefur ekki sýnt mikið það sem af er keppni. Það tók heimamenn 35 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Henrik Mkhitaryan og skömmu síðar var staðan orðin 2-0. Markahrókurinn Edin Džeko með markið og heimamenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Džeko bætti við öðru marki sínu áður en varamaðurinn Romelu Lukaku fullkomnaði 4-0 sigur Inter undir lok leiks. Sem stendur er Bayern München á toppi C-riðils með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Þar á eftir kemur Inter með tíu stig á meðan Barcelona situr í 3. sæti með aðeins fjögur stig og er á leiðina í Evrópudeildina annað tímabilið í röð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira