Mannúð eða fordómafullur hræðsluáróður Davor Purusic skrifar 26. október 2022 22:00 Íslendingar hafa sammælst um að stefna þjóðarinnar gagnvart hælisleitendum og flóttafólki skuli rekin á grundvelli mannúðar. Við erum samfélag sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa einstaklingum í neyð, veita þeim skjól þegar þeir þurfa á skjóli að halda. Við höfum verið stolt af afstöðu okkar á þessu sviði. Mannúð okkar hefur verið fyrirmynd annarra þjóða langt út fyrir nágrannaþjóðir okkar í Norður-Evrópu. Því er sárt að fylgjast með því að hópur íhaldssamra Íslendinga skuli hafa ákveðið að nýta sér hægri uppsveiflu í hinum vestræna heimi til að gera atlögu að því að lögfesta sjónarmið um útlendingahræðslu og fordóma gagnvart fólki úr framandi menningarheimi á Íslandi. Með því móti reynir þessi hópur að notfæra sér mannlegt eðli okkar gagnvart því að hræðast hið óþekkta, fara í vörn og halda að okkur höndum. Með frumvarpi til breytinga á útlendingalögum hefur dómsmálaráðherra ýtt úr vör nýrri nálgun í garð hælisleitenda. Þar leitar hann hvorki meira né minna en í smiðju fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að endurtaka ósannandi nógu oft til að freista þess að endurtekningin verði að sannleika þess fólks sem hafi ekki tíma til að kynna sér staðreyndir málsins í kjölinn. Ráðherra hefur ráðist á kærunefnd útlendingamála vegna afstöðu nefndarinnar til mannréttinda almennra borgara í Venesúela. Hann heldur því fram að dæmi séu um að fólk hafi keypt sér vegabréf í Venesúela til að fá vernd í Evrópu. Þessu til stuðnings vitnar ráðherra í umfjöllun í ónefndum fjölmiðlum einhverstaðar í heiminum. Tímafrek leit á alnetinu hefur ekki skilað þessum upplýsingum til undirritaðs. Staðreyndin er sú að fjöldi fólks í Venesúela er á grundvelli uppruna síns með tvöfalt ríkisfang. Af einhverri ástæðu hefur ráðherra séð ástæðu til að sá tortryggni í garð þessa hóps. Að sama skapi virðist hann hafa gleymt því að þáverandi dómsmálaráðherra tók ákvörðun um að veita öllum ríkisborgurum Venesúela viðbótarvernd vegna ástandsins þar í landi fyrir þremur árum. Útlendingastofnun hefur byggt niðurstöður sínar á þeirri ákvörðun allt frá því ákvörðunin var tekin. Athygli er vakin á því að ákvörðunin var m.a byggð á upplýsingum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Venesúela. Svipaða afstöðu tóku stjórnvöld í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Nú hefur dómsmálaráðuneytið breytt afstöðu sinni vegna fjölda umsækjanda frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Þessi stefnubreyting ráðuneytisins er ekki byggð á upplýsingum um betra ástand í Venesúela heldur vilja ráðherra til að fækka hælisleitendum hvað sem það kostar. Svo virðist svo vera sem kærunefnd útlendingamála hafi brotið af sér með því að fara ekki eftir fyrirmælum ráðherra í blindni heldur að fylgja afstöðu téðar Flóttamannastofnunar um ástandið í Venesúela. Því ber svo að halda til haga að ráðherra tók sjálfur ákvörðun um að veita öllum sem koma hingað frá Úkraínu vernd án frekari athugunar og mats á einstaklingsbundnum aðstæðum þeirra eins og íslensk lög kveða á um. Ráðherra hefur talað að Schengen-samstarfið sé í hættu vegna þess að samstarfsþjóðir Íslendinga séu ósáttar við íslenska löggjöf. Enn og aftur fer ráðherra með ósannindi en núna um tilefni kvartana samstarfsþjóðanna. Yfirvöld í Svíþjóð, Þýskalandi og á Spáni hafa kvartað yfir vinnubrögðum lögreglunnar við flutning flóttamanna frá Íslandi eftir að þeim hefur verið vísað úr landi. Kvartað er yfir því að íslenskir lögreglumenn skilji hælisleitendur eftir á alþjóðlegum svæðum flugvalla án þess að gera viðvart lögregluyfirvöldum í viðkomandi landi. Í einstaka tilfellum gleymist að afhenda fólki skilríki og önnur fylgdargögn þannig að fólkið stendur uppi allslaust, m.a. með þeim afleiðingum að móttökuríkið á erfitt með að hefja vinnslu mála þeirra með eðlilegum hætti. Athugasemdum og beiðnum um að gögn séu send til viðkomandi móttökuríkis er ekki svarað að hálfu íslenskra stjórnvalda. Þegar allt annað bregst hafa fulltrúar þessa landa sett sér í samband við talsmenn hælisleitenda til að afla viðeigandi upplýsinga. Ráðherra hefur, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, galopnað dyr Íslendinga fyrir hælisleitendum frá Úkraínu og boðið þá velkomnum hingað til Íslands sem er virðingarverð afstaða og við öll styðjum heilshugar. Hins vegar hefur ráðherra og stjórnvöld almennt lítið gert til að undirbúa sig undir komu þeirra. Þegar fjöldinn fer vaxandi reynir svo ráðherra að draga í land með því að útmála ákveðinn hóp hælisleitanda sem glæpamenn – hingað komna til þess eins að misnota íslenskt velferðarkerfi. Boðaðar breytingar á útlendingalögum eru alls ekki nauðsynlegar úrbætur á úrvinnslu umsókna um alþjóðlega vernd eins og reynt er að gefa til kynna heldur tilraun til að lögfesta hér á landi stefnu íslenskra íhaldsafla um andúð gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Ekkert af fyrirhuguðum breytingum á lögunum miðar að því að bæta og flýta fyrir afgreiðslu umsókna nema með frekari skerðingum réttinda þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Með sama hætti vekur furðu að ráðherra skuli leggja fram fullbúna tillögu, staðhæfa að þannig muni hún fara í gegnum þingið en halda því svo fram að hann sé tilbúinn í umræðu. Er nema von að spurt sé: Umræðu um hvað? Gott væri að ráðherra legði fram tillögur um skilvirkari vinnureglur Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglunnar sem fyrstu skref í rétta átt. Einnig er mikilvægt að téðum ríkisstofnunum verði gert að fylgja settum lagareglum við afgreiðslu umsókna sem unnið er með. Það er óásættanlegt að afgreiðsla umsókna um alþjóðlega vernd taki margar mánuði og eina uppgefna skýringin á töfunum sé að umsækjandi tefji fyrir afgreiðslunni – líklega bara með því að vera til. Að lokum er nauðsynlegt að vekja athygli á því að forsætisráðherra hefur valið að henda sér á vagninn með því að styðja dómsmálaráðherra og bera á borð ósannindi um vinnureglur undirstofnana ríkisins. Forsætisráðherra hélt því fram í viðtali í Morgunblaðinu þann 31. maí 2022 að íslensk stjórnvöld sendu ekki ríkisborgarar Nígeríu til baka til heimaríkis síns. Þessi fullyrðing er ekki sannleikanum samkvæmt því ekkert lát hefur verið á flutningi hælisleitenda til Nígeríu. Til að laga kerfið þarf að breyta kerfinu, styrkja innviði og tryggja að leikmenn fylgi settum reglum. Sú leið að svipta einstaklinga grundvallarmannréttindum í þeirri von að þeir komi ekki hingað vegna hræðslu við móttökur er ekki rétta leiðin til að laga kerfið. Hugsanlega vilja Íslendingar víkja frá mannúðlegri stefnu sinni gagnvart fólki á flótta og taka upp viðmið í anda fordómafulls hræðsluáróðurs. Slíkt má þó aldrei gerast í pólitískri spennutreyju. Lokaorð verður að vera þjóðarinnar en ekki einstaklings sem fylgir athugasemdalaust pólitískar tískubylgjur augnablikksins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sammælst um að stefna þjóðarinnar gagnvart hælisleitendum og flóttafólki skuli rekin á grundvelli mannúðar. Við erum samfélag sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa einstaklingum í neyð, veita þeim skjól þegar þeir þurfa á skjóli að halda. Við höfum verið stolt af afstöðu okkar á þessu sviði. Mannúð okkar hefur verið fyrirmynd annarra þjóða langt út fyrir nágrannaþjóðir okkar í Norður-Evrópu. Því er sárt að fylgjast með því að hópur íhaldssamra Íslendinga skuli hafa ákveðið að nýta sér hægri uppsveiflu í hinum vestræna heimi til að gera atlögu að því að lögfesta sjónarmið um útlendingahræðslu og fordóma gagnvart fólki úr framandi menningarheimi á Íslandi. Með því móti reynir þessi hópur að notfæra sér mannlegt eðli okkar gagnvart því að hræðast hið óþekkta, fara í vörn og halda að okkur höndum. Með frumvarpi til breytinga á útlendingalögum hefur dómsmálaráðherra ýtt úr vör nýrri nálgun í garð hælisleitenda. Þar leitar hann hvorki meira né minna en í smiðju fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að endurtaka ósannandi nógu oft til að freista þess að endurtekningin verði að sannleika þess fólks sem hafi ekki tíma til að kynna sér staðreyndir málsins í kjölinn. Ráðherra hefur ráðist á kærunefnd útlendingamála vegna afstöðu nefndarinnar til mannréttinda almennra borgara í Venesúela. Hann heldur því fram að dæmi séu um að fólk hafi keypt sér vegabréf í Venesúela til að fá vernd í Evrópu. Þessu til stuðnings vitnar ráðherra í umfjöllun í ónefndum fjölmiðlum einhverstaðar í heiminum. Tímafrek leit á alnetinu hefur ekki skilað þessum upplýsingum til undirritaðs. Staðreyndin er sú að fjöldi fólks í Venesúela er á grundvelli uppruna síns með tvöfalt ríkisfang. Af einhverri ástæðu hefur ráðherra séð ástæðu til að sá tortryggni í garð þessa hóps. Að sama skapi virðist hann hafa gleymt því að þáverandi dómsmálaráðherra tók ákvörðun um að veita öllum ríkisborgurum Venesúela viðbótarvernd vegna ástandsins þar í landi fyrir þremur árum. Útlendingastofnun hefur byggt niðurstöður sínar á þeirri ákvörðun allt frá því ákvörðunin var tekin. Athygli er vakin á því að ákvörðunin var m.a byggð á upplýsingum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Venesúela. Svipaða afstöðu tóku stjórnvöld í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Nú hefur dómsmálaráðuneytið breytt afstöðu sinni vegna fjölda umsækjanda frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Þessi stefnubreyting ráðuneytisins er ekki byggð á upplýsingum um betra ástand í Venesúela heldur vilja ráðherra til að fækka hælisleitendum hvað sem það kostar. Svo virðist svo vera sem kærunefnd útlendingamála hafi brotið af sér með því að fara ekki eftir fyrirmælum ráðherra í blindni heldur að fylgja afstöðu téðar Flóttamannastofnunar um ástandið í Venesúela. Því ber svo að halda til haga að ráðherra tók sjálfur ákvörðun um að veita öllum sem koma hingað frá Úkraínu vernd án frekari athugunar og mats á einstaklingsbundnum aðstæðum þeirra eins og íslensk lög kveða á um. Ráðherra hefur talað að Schengen-samstarfið sé í hættu vegna þess að samstarfsþjóðir Íslendinga séu ósáttar við íslenska löggjöf. Enn og aftur fer ráðherra með ósannindi en núna um tilefni kvartana samstarfsþjóðanna. Yfirvöld í Svíþjóð, Þýskalandi og á Spáni hafa kvartað yfir vinnubrögðum lögreglunnar við flutning flóttamanna frá Íslandi eftir að þeim hefur verið vísað úr landi. Kvartað er yfir því að íslenskir lögreglumenn skilji hælisleitendur eftir á alþjóðlegum svæðum flugvalla án þess að gera viðvart lögregluyfirvöldum í viðkomandi landi. Í einstaka tilfellum gleymist að afhenda fólki skilríki og önnur fylgdargögn þannig að fólkið stendur uppi allslaust, m.a. með þeim afleiðingum að móttökuríkið á erfitt með að hefja vinnslu mála þeirra með eðlilegum hætti. Athugasemdum og beiðnum um að gögn séu send til viðkomandi móttökuríkis er ekki svarað að hálfu íslenskra stjórnvalda. Þegar allt annað bregst hafa fulltrúar þessa landa sett sér í samband við talsmenn hælisleitenda til að afla viðeigandi upplýsinga. Ráðherra hefur, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, galopnað dyr Íslendinga fyrir hælisleitendum frá Úkraínu og boðið þá velkomnum hingað til Íslands sem er virðingarverð afstaða og við öll styðjum heilshugar. Hins vegar hefur ráðherra og stjórnvöld almennt lítið gert til að undirbúa sig undir komu þeirra. Þegar fjöldinn fer vaxandi reynir svo ráðherra að draga í land með því að útmála ákveðinn hóp hælisleitanda sem glæpamenn – hingað komna til þess eins að misnota íslenskt velferðarkerfi. Boðaðar breytingar á útlendingalögum eru alls ekki nauðsynlegar úrbætur á úrvinnslu umsókna um alþjóðlega vernd eins og reynt er að gefa til kynna heldur tilraun til að lögfesta hér á landi stefnu íslenskra íhaldsafla um andúð gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Ekkert af fyrirhuguðum breytingum á lögunum miðar að því að bæta og flýta fyrir afgreiðslu umsókna nema með frekari skerðingum réttinda þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Með sama hætti vekur furðu að ráðherra skuli leggja fram fullbúna tillögu, staðhæfa að þannig muni hún fara í gegnum þingið en halda því svo fram að hann sé tilbúinn í umræðu. Er nema von að spurt sé: Umræðu um hvað? Gott væri að ráðherra legði fram tillögur um skilvirkari vinnureglur Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglunnar sem fyrstu skref í rétta átt. Einnig er mikilvægt að téðum ríkisstofnunum verði gert að fylgja settum lagareglum við afgreiðslu umsókna sem unnið er með. Það er óásættanlegt að afgreiðsla umsókna um alþjóðlega vernd taki margar mánuði og eina uppgefna skýringin á töfunum sé að umsækjandi tefji fyrir afgreiðslunni – líklega bara með því að vera til. Að lokum er nauðsynlegt að vekja athygli á því að forsætisráðherra hefur valið að henda sér á vagninn með því að styðja dómsmálaráðherra og bera á borð ósannindi um vinnureglur undirstofnana ríkisins. Forsætisráðherra hélt því fram í viðtali í Morgunblaðinu þann 31. maí 2022 að íslensk stjórnvöld sendu ekki ríkisborgarar Nígeríu til baka til heimaríkis síns. Þessi fullyrðing er ekki sannleikanum samkvæmt því ekkert lát hefur verið á flutningi hælisleitenda til Nígeríu. Til að laga kerfið þarf að breyta kerfinu, styrkja innviði og tryggja að leikmenn fylgi settum reglum. Sú leið að svipta einstaklinga grundvallarmannréttindum í þeirri von að þeir komi ekki hingað vegna hræðslu við móttökur er ekki rétta leiðin til að laga kerfið. Hugsanlega vilja Íslendingar víkja frá mannúðlegri stefnu sinni gagnvart fólki á flótta og taka upp viðmið í anda fordómafulls hræðsluáróðurs. Slíkt má þó aldrei gerast í pólitískri spennutreyju. Lokaorð verður að vera þjóðarinnar en ekki einstaklings sem fylgir athugasemdalaust pólitískar tískubylgjur augnablikksins. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar