Conte segir myndbandsdómgæslu vera að skemma leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 23:30 Antonio Conte lét dómarann sem rak hann af velli og VAR heyra það á blaðamannafundi eftir leik. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, var rekinn af velli eftir að það sem hefði reynst sigurmark Tottenham gegn Sporting í Meistaradeild Evrópu var dæmt af. Conte sparaði ekki stóru orðin að leik loknum. Tottenham er í harðri baráttu um að komast upp úr D-riðli en sigur í kvöld hefði komið liðinu í einkar góða stöðu. Eftir að lenda undir náðu heimamenn að jafna metin og Harry Kane hélt hann hefði skorað sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Markið var skoðað í bak og fyrir af myndbandsdómurum leiksins og á endanum var ákveðið að Kane væri rangstæður. Conte brást hinn versti við og var í kjölfarið sendur upp í stúku. 3 - Spurs boss Antonio Conte has just three wins from his last 12 home matches in the UEFA Champions League (D7 L2), a run that encompasses spells with Chelsea and Inter. Turgid. pic.twitter.com/c5RvQB2ftG— OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2022 Conte svaraði aðeins einni spurningu á blaðamannafundi sínum eftir leik en talaði þó í rúmlega tvær mínútur. „Út af öllu fólkinu sem kom inn á völlinn ákvað dómarinn að senda mig af velli. Ég held að þarna sé augnablik þar sem þú gætir verið aðeins klókari og áttað þig á að þú hafir tekið af löglegt mark af því markið var löglegt af því boltinn er fyrir framan Kane.“ Conte got a red card after Harry Kane's winner was disallowed pic.twitter.com/9KZvTFYCos— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2022 „Þið vitið að ég tjái mig ekki um ákvarðanir dómara en myndbandsdómgæslan (e. VAR) á þessari leiktíð – og ég veit ekki af hverju – milli ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar þá erum við ekki svo heppnir,“ sagði Conte áður en hann fór að tjá sig um vítaspyrnur og hversu margar þeirra væru teknar aftur ef markvörðurinn hreyfði sig. „Ég tel að myndbandsdómgæslan sé að valda miklum skaða og ég væri til í að sjá dæmt mark af öðru stóru liði í mikilvægum leik á heimavelli. Ég vil sjá hvort myndbandsdómgæslan sé jafn hugrökk og taki sömu ákvörðun,“ sagði Conte og taldi greinilega að mark líkt og það sem Tottenham skoraði í kvöld yrði ekki dæmt af stórliðum Evrópu. „Þið verðið að afsaka, ég er í uppnámi. Stundum getur maður sætt sig við aðstæður sem er ekki gott því ég sé ekki sanngirni í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte believes VAR is doing a lot of damage following Harry Kane s controversial disallowed goal against Sporting.#THFC | #UCL pic.twitter.com/sxWXCBT1Sz— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 26, 2022 „Eftir frammistöðu okkar í síðari hálfleik taldi ég að við hefðum átt að vinna leikinn. En nú, eftir þessa ákvörðun þá þurfum við að bíða þangað til eftir lokaleik riðlakeppninnar. Þessi ákvörðun orsakaði mikinn skaða, ég vona að félagið skilji það og tali svo við þau sem þarf að tala við. Annars er það bara þjálfarinn að tjá sig. Ég held að félagið verði að vera sterkt af því að þessi ákvörðun leiðir af sér mikinn skaða. Við vitum ekki hvað gerist í næstu viku,“ sagði Conte að lokum. Staðan í D-riðli er þannig að Tottenham er á toppnum með 8 stig. Sporting og Eintracht Frankfurt eru með 7 stig í öðru og þriðja sæti á meðan Marseill er á botninum með 6 stig. Tottenham heimsækir Marseille í lokaumferðinni á meðan Sporting tekur á móti Frankfurt. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Tottenham er í harðri baráttu um að komast upp úr D-riðli en sigur í kvöld hefði komið liðinu í einkar góða stöðu. Eftir að lenda undir náðu heimamenn að jafna metin og Harry Kane hélt hann hefði skorað sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Markið var skoðað í bak og fyrir af myndbandsdómurum leiksins og á endanum var ákveðið að Kane væri rangstæður. Conte brást hinn versti við og var í kjölfarið sendur upp í stúku. 3 - Spurs boss Antonio Conte has just three wins from his last 12 home matches in the UEFA Champions League (D7 L2), a run that encompasses spells with Chelsea and Inter. Turgid. pic.twitter.com/c5RvQB2ftG— OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2022 Conte svaraði aðeins einni spurningu á blaðamannafundi sínum eftir leik en talaði þó í rúmlega tvær mínútur. „Út af öllu fólkinu sem kom inn á völlinn ákvað dómarinn að senda mig af velli. Ég held að þarna sé augnablik þar sem þú gætir verið aðeins klókari og áttað þig á að þú hafir tekið af löglegt mark af því markið var löglegt af því boltinn er fyrir framan Kane.“ Conte got a red card after Harry Kane's winner was disallowed pic.twitter.com/9KZvTFYCos— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2022 „Þið vitið að ég tjái mig ekki um ákvarðanir dómara en myndbandsdómgæslan (e. VAR) á þessari leiktíð – og ég veit ekki af hverju – milli ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar þá erum við ekki svo heppnir,“ sagði Conte áður en hann fór að tjá sig um vítaspyrnur og hversu margar þeirra væru teknar aftur ef markvörðurinn hreyfði sig. „Ég tel að myndbandsdómgæslan sé að valda miklum skaða og ég væri til í að sjá dæmt mark af öðru stóru liði í mikilvægum leik á heimavelli. Ég vil sjá hvort myndbandsdómgæslan sé jafn hugrökk og taki sömu ákvörðun,“ sagði Conte og taldi greinilega að mark líkt og það sem Tottenham skoraði í kvöld yrði ekki dæmt af stórliðum Evrópu. „Þið verðið að afsaka, ég er í uppnámi. Stundum getur maður sætt sig við aðstæður sem er ekki gott því ég sé ekki sanngirni í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte believes VAR is doing a lot of damage following Harry Kane s controversial disallowed goal against Sporting.#THFC | #UCL pic.twitter.com/sxWXCBT1Sz— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 26, 2022 „Eftir frammistöðu okkar í síðari hálfleik taldi ég að við hefðum átt að vinna leikinn. En nú, eftir þessa ákvörðun þá þurfum við að bíða þangað til eftir lokaleik riðlakeppninnar. Þessi ákvörðun orsakaði mikinn skaða, ég vona að félagið skilji það og tali svo við þau sem þarf að tala við. Annars er það bara þjálfarinn að tjá sig. Ég held að félagið verði að vera sterkt af því að þessi ákvörðun leiðir af sér mikinn skaða. Við vitum ekki hvað gerist í næstu viku,“ sagði Conte að lokum. Staðan í D-riðli er þannig að Tottenham er á toppnum með 8 stig. Sporting og Eintracht Frankfurt eru með 7 stig í öðru og þriðja sæti á meðan Marseill er á botninum með 6 stig. Tottenham heimsækir Marseille í lokaumferðinni á meðan Sporting tekur á móti Frankfurt. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn