„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 08:00 Valsarar fögnuðu fræknum sigri gegn Ferencváros í fyrrakvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals. Valsmenn unnu 43-39 sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi en lögðu grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik sem endaði 22-15. „Þetta er alla vega með því stærra sem við höfum séð síðustu ár. Íslenskt lið hefur ekki verið með í þessum stóru keppnum en núna fengu Valsararnir tækifæri til að vera með beint í riðlakeppninni, og taka þennan fyrsta leik svona,“ segir Ásgeir um þennan fyrsta leik af tíu hjá Val í riðlakeppninni. Gestirnir frá Ungverjalandi virtust á stórum köflum ekki hafa nein svör við ógnarhröðum leik Valsmanna: „Maður hefur sjaldan séð aðra eins yfirkeyrslu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það var alveg augljóst að Valsararnir voru búnir að vinna sína heimavinnu mikið betur en ungverska liðið. Það er ekkert nýtt að spila hratt. Það er ekkert nýtt að hlaupa mikið. En að ná að hlaupa svona mikið og halda mistökunum í lágmarki, það er eitthvað sem við höfum ekki séð neitt lið gera jafnvel og þeir eru að gera í dag,“ segir Ásgeir. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Benidorm á Spáni á þriðjudaginn og liðið tekur svo á móti sterku liði Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. Ásgeir segir að búast megi við betur undirbúnum andstæðingum í þessum leikjum: „Þeir [Valsarar] koma ekki mjög oft á óvart í röð. Það eru allir að skoða alla og þau lið sem þeir koma til með að spila við átta sig á því hvað planið er. Við sáum teikn á lofti í seinni hálfleiknum um það hvernig Ungverjarnir reyndu að hægja á þessu, og bregðast við þessum hröðu upphlaupum. En það er hægt að tala rosalega mikið um hraða á æfingum og í undirbúningi, en svo er þetta ákveðinn veggur þegar þú mætir í leik. Það er það sem ég held að hafi gerst [í fyrrakvöld]. Það var mögulega búið að segja þeim þetta en þegar þú ert kominn á parketið, í fullum gangi, þá er þetta sennilega meira en þú býst við,“ segir Ásgeir. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Valsmenn unnu 43-39 sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi en lögðu grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik sem endaði 22-15. „Þetta er alla vega með því stærra sem við höfum séð síðustu ár. Íslenskt lið hefur ekki verið með í þessum stóru keppnum en núna fengu Valsararnir tækifæri til að vera með beint í riðlakeppninni, og taka þennan fyrsta leik svona,“ segir Ásgeir um þennan fyrsta leik af tíu hjá Val í riðlakeppninni. Gestirnir frá Ungverjalandi virtust á stórum köflum ekki hafa nein svör við ógnarhröðum leik Valsmanna: „Maður hefur sjaldan séð aðra eins yfirkeyrslu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það var alveg augljóst að Valsararnir voru búnir að vinna sína heimavinnu mikið betur en ungverska liðið. Það er ekkert nýtt að spila hratt. Það er ekkert nýtt að hlaupa mikið. En að ná að hlaupa svona mikið og halda mistökunum í lágmarki, það er eitthvað sem við höfum ekki séð neitt lið gera jafnvel og þeir eru að gera í dag,“ segir Ásgeir. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Benidorm á Spáni á þriðjudaginn og liðið tekur svo á móti sterku liði Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. Ásgeir segir að búast megi við betur undirbúnum andstæðingum í þessum leikjum: „Þeir [Valsarar] koma ekki mjög oft á óvart í röð. Það eru allir að skoða alla og þau lið sem þeir koma til með að spila við átta sig á því hvað planið er. Við sáum teikn á lofti í seinni hálfleiknum um það hvernig Ungverjarnir reyndu að hægja á þessu, og bregðast við þessum hröðu upphlaupum. En það er hægt að tala rosalega mikið um hraða á æfingum og í undirbúningi, en svo er þetta ákveðinn veggur þegar þú mætir í leik. Það er það sem ég held að hafi gerst [í fyrrakvöld]. Það var mögulega búið að segja þeim þetta en þegar þú ert kominn á parketið, í fullum gangi, þá er þetta sennilega meira en þú býst við,“ segir Ásgeir.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira