Ekki hægt að ræða fundinn vegna almannahagsmuna Sunna Sæmundsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. október 2022 13:30 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sat fyrir svörum um Samherjamálið í dag. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir almannahagsmuni koma í veg fyrir að hann geti upplýst um efni fundarins sem aðstoðarmaður hans sat um Samherjamálið með namibískri sendinefnd. Hann hafnar gagnrýni yfirmanns vinnuhóps OECD gegn mútum um að staða rannsóknarinnar sé nánast vandræðaleg fyrir Ísland. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um Samherjamálið á Alþingi í morgun með því að vísa til orða Drago Kos, yfirmanns vinnuhóps OECD gegn mútum, sem sagði í viðtali við fréttastofu í sumar það nánast vera vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði ekki rétt að ræða þetta mál á Alþingi. „Þótt einhver pólitískur vinnuhópur í OECD eða pólitískir andstæðingar hér á þingi telji eitthvað vandræðalegt er ekki þar með sagt að svo sé. Eina sem mér finnst vandræðalegt er að þingmenn vilji ræða rannsókn einstaks sakamáls á Alþingi Íslendinga og kröfu um að stjórnvöld grípi inn í.“ Eyjólfur Ármansson, þingmaður Flokks fólksins, gerði athugasemd við orð ráðherrans um að vinnuhópur OECD gegn mútum sé pólitískur. „Ég hef nú tekið sjálfur þátt í starfi OECD vegna aðgerða gegn peningaþvætti og ég get fullyrt það við hæstvirtan ráðherra og þingheim að þar eru gæði og vinnubrögð af hæsta standard sem til er. Og OECD er ein öflugasta stofnun hvað varðar gæði stjórnsýslu og vinnubrögð sem til er í heiminum,“ sagði Eyjólfur. Fundur Brynjars Níelssonar með namibískri sendinefnd sem var hér á landi vegna Samherjamálsins kom til umræðu á þinginu í dag. Ráðherra sagði fundarefnið varða almannahagsmuni.Vísir/Vilhelm Jón var jafnframt spurður út í fund sem Brynjar Níeslsson, aðstoðarmaður hans, sat með namibískri sendinefnd um Samherjamálið, í sumar. Dugi ekki að hringja bjöllunni samdægurs Namibísku embættismennirnir voru staddir hér á landi til þess að hitta íslenska rannsakendur á Samherjamálinu svokallaða. Þeir funduðu meðal annars með Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara. Nokkuð hefur verið fjallað um fundinn en erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um hvað var rætt á þessum fundi. Brynjar hefur áður sagt að lítill fyrirvari hafi verið á beiðni um fund með ráðherra. Jón sagði beiðni um síðdegisfund hafa borist snemma morguns. Dagskráin hafi þá þegar verið þétt og hann hafi einfaldlega ekki komið fundinum við. Því hafi Brynjar setið fundinn. „Svo er það venja þegar menn telja sig vera í opinberum embættisgjörðum til annarra landa að þeir mæli sér mót á fyrir fram ákveðnum tíma en hringi hreinlega ekki bjöllunni eða banki á dyrnar í ráðuneytinu svona fyrirvaralaust. Þannig var það í þessu máli að fundarbeiðni barst að morgni um fund síðdegis sama dags af hálfu þessa namibíska fulltrúa sem hér var og ég gat ekki orðið við þeim fundi,“ sagði Jón. Telur það frekar í þágu Namibíu að um fundinn gildi þagnargildi Þá sagði Jón ekki hægt að upplýsa um efni hans á grundvelli almannahagsmuna. „Hvað varðar umræðuefni fundarins verður það ekki upplýst og þá vísa ég til þeirra laga sem um þetta fjalla. Samkvæmt því er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast þess, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Og þannig var það á þessum fundi að ég tel það vera frekar í þágu þess ríkis sem óskaði eftir fundinum að það gildi um hann ákveðið þagnargildi.“ Þingheimur hefur áður óskað eftir upplýsingum um efni fundarins og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hefur sent formlega fyrirspurn á ráðherra um málið. Henni hefur ekki verið svarað en þar er meðal annars spurt á hvaða forsendum Brynjar hafi ekki viljað tjá sig um fundinn. Brynjar hefur áður sagt fundinn hafa verið óformlegan og því neitað að tjá sig um efni hans, sem hefur sætt mikilli gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig einnig í pontu undir dagskrárliðnum og sagði hina ótrúlegustu þögn ríkja um þætti málsins. Þar á meðal umræddan fund Brynjars með namibísku sendinefndinni. „Það er ekkert óalgengt að ráðherrar, eins og annað fólk, séu uppteknir þegar óskað er eftir fundi með skömmum fyrirvara. En það er hins vegar sem betur fer ekki algengt að í kjölfarið hefjist atburðarás eins og sú sem fjölmiðlar lýstu í kjölfar þess að aðstoðarmaður ráðherra fundaði með sendinefnd ásamt lykilfólki úr ráðuneytinu,“ sagði Hanna Katrín. Vonast eftir skýrari svörum Þá vísaði hún einnig í fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, til dómsmálaráðherra um fundinn, þar sem kallað var eftir nánari upplýsingum um hverjir hafi setið fundinn, hvaða mál hafi verið til umræðu og af hverju aðstoðarmaður hans hafi neitað að tjá sig um fundinn. Vonaðist Hanna Katrín eftir skýrari svörum við þeirri fyrirspurn en Jón hafði veitt í pontu í dag. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Hér hefur hæstvirtur ráðherra lýst því yfir að það hafi verið gert vegna almannahagsmuna sem er býsna áhugavert. En við sjáum hvað setur vegna þess að við bíðum enn þá eftir skriflegu svari og vonandi verður það eitthvað ítarlegra.“ Samherjaskjölin Namibía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu. 8. ágúst 2022 13:42 Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. 8. júní 2022 12:16 Brynjar segir umdeildan fund með Namibíumönnum hinn furðulegasta Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra segir ómögulegt fyrir sig að átta sig á því hvers eðlis umdeildur fundur með Namibíumönnum var. 2. ágúst 2022 10:24 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um Samherjamálið á Alþingi í morgun með því að vísa til orða Drago Kos, yfirmanns vinnuhóps OECD gegn mútum, sem sagði í viðtali við fréttastofu í sumar það nánast vera vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði ekki rétt að ræða þetta mál á Alþingi. „Þótt einhver pólitískur vinnuhópur í OECD eða pólitískir andstæðingar hér á þingi telji eitthvað vandræðalegt er ekki þar með sagt að svo sé. Eina sem mér finnst vandræðalegt er að þingmenn vilji ræða rannsókn einstaks sakamáls á Alþingi Íslendinga og kröfu um að stjórnvöld grípi inn í.“ Eyjólfur Ármansson, þingmaður Flokks fólksins, gerði athugasemd við orð ráðherrans um að vinnuhópur OECD gegn mútum sé pólitískur. „Ég hef nú tekið sjálfur þátt í starfi OECD vegna aðgerða gegn peningaþvætti og ég get fullyrt það við hæstvirtan ráðherra og þingheim að þar eru gæði og vinnubrögð af hæsta standard sem til er. Og OECD er ein öflugasta stofnun hvað varðar gæði stjórnsýslu og vinnubrögð sem til er í heiminum,“ sagði Eyjólfur. Fundur Brynjars Níelssonar með namibískri sendinefnd sem var hér á landi vegna Samherjamálsins kom til umræðu á þinginu í dag. Ráðherra sagði fundarefnið varða almannahagsmuni.Vísir/Vilhelm Jón var jafnframt spurður út í fund sem Brynjar Níeslsson, aðstoðarmaður hans, sat með namibískri sendinefnd um Samherjamálið, í sumar. Dugi ekki að hringja bjöllunni samdægurs Namibísku embættismennirnir voru staddir hér á landi til þess að hitta íslenska rannsakendur á Samherjamálinu svokallaða. Þeir funduðu meðal annars með Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara. Nokkuð hefur verið fjallað um fundinn en erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um hvað var rætt á þessum fundi. Brynjar hefur áður sagt að lítill fyrirvari hafi verið á beiðni um fund með ráðherra. Jón sagði beiðni um síðdegisfund hafa borist snemma morguns. Dagskráin hafi þá þegar verið þétt og hann hafi einfaldlega ekki komið fundinum við. Því hafi Brynjar setið fundinn. „Svo er það venja þegar menn telja sig vera í opinberum embættisgjörðum til annarra landa að þeir mæli sér mót á fyrir fram ákveðnum tíma en hringi hreinlega ekki bjöllunni eða banki á dyrnar í ráðuneytinu svona fyrirvaralaust. Þannig var það í þessu máli að fundarbeiðni barst að morgni um fund síðdegis sama dags af hálfu þessa namibíska fulltrúa sem hér var og ég gat ekki orðið við þeim fundi,“ sagði Jón. Telur það frekar í þágu Namibíu að um fundinn gildi þagnargildi Þá sagði Jón ekki hægt að upplýsa um efni hans á grundvelli almannahagsmuna. „Hvað varðar umræðuefni fundarins verður það ekki upplýst og þá vísa ég til þeirra laga sem um þetta fjalla. Samkvæmt því er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast þess, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Og þannig var það á þessum fundi að ég tel það vera frekar í þágu þess ríkis sem óskaði eftir fundinum að það gildi um hann ákveðið þagnargildi.“ Þingheimur hefur áður óskað eftir upplýsingum um efni fundarins og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hefur sent formlega fyrirspurn á ráðherra um málið. Henni hefur ekki verið svarað en þar er meðal annars spurt á hvaða forsendum Brynjar hafi ekki viljað tjá sig um fundinn. Brynjar hefur áður sagt fundinn hafa verið óformlegan og því neitað að tjá sig um efni hans, sem hefur sætt mikilli gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig einnig í pontu undir dagskrárliðnum og sagði hina ótrúlegustu þögn ríkja um þætti málsins. Þar á meðal umræddan fund Brynjars með namibísku sendinefndinni. „Það er ekkert óalgengt að ráðherrar, eins og annað fólk, séu uppteknir þegar óskað er eftir fundi með skömmum fyrirvara. En það er hins vegar sem betur fer ekki algengt að í kjölfarið hefjist atburðarás eins og sú sem fjölmiðlar lýstu í kjölfar þess að aðstoðarmaður ráðherra fundaði með sendinefnd ásamt lykilfólki úr ráðuneytinu,“ sagði Hanna Katrín. Vonast eftir skýrari svörum Þá vísaði hún einnig í fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, til dómsmálaráðherra um fundinn, þar sem kallað var eftir nánari upplýsingum um hverjir hafi setið fundinn, hvaða mál hafi verið til umræðu og af hverju aðstoðarmaður hans hafi neitað að tjá sig um fundinn. Vonaðist Hanna Katrín eftir skýrari svörum við þeirri fyrirspurn en Jón hafði veitt í pontu í dag. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Hér hefur hæstvirtur ráðherra lýst því yfir að það hafi verið gert vegna almannahagsmuna sem er býsna áhugavert. En við sjáum hvað setur vegna þess að við bíðum enn þá eftir skriflegu svari og vonandi verður það eitthvað ítarlegra.“
Samherjaskjölin Namibía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu. 8. ágúst 2022 13:42 Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. 8. júní 2022 12:16 Brynjar segir umdeildan fund með Namibíumönnum hinn furðulegasta Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra segir ómögulegt fyrir sig að átta sig á því hvers eðlis umdeildur fundur með Namibíumönnum var. 2. ágúst 2022 10:24 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu. 8. ágúst 2022 13:42
Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. 8. júní 2022 12:16
Brynjar segir umdeildan fund með Namibíumönnum hinn furðulegasta Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra segir ómögulegt fyrir sig að átta sig á því hvers eðlis umdeildur fundur með Namibíumönnum var. 2. ágúst 2022 10:24