Viðar í banni í kvöld vegna háttsemi sinnar Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 15:02 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, fór yfir strikið eftir leik gegn Njarðvík að mati aganefndar KKÍ. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson fær ekki að stýra Hetti í leiknum við Tindastól í kvöld vegna þeirra orða sem hann lét falla eftir tapið gegn Njarðvík, í Subway-deild karla í körfubolta fyrir tveimur vikum. Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ lét Viðar ummæli falla, í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport, sem eru til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks og sýndi með því ósæmilega framkomu á opinberum vettvangi. Körfuknattleikssamband Íslands krafðist þess einnig að ábyrgð Hattar yrði skoðuð en aganefndin taldi ekki ástæðu til að refsa félaginu. Ummælin sem kæra KKÍ byggði á voru sérstaklega þessi: „Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu.“ „þetta er skítaframkoma“ „Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum eins og prinsessur.“ „Við erum fimm á móti átta.“ Í greinargerð frá lögmanni Viðars var farið fram á að hann yrði sýknaður en til vara að hann hlyti aðeins ávítur eða áminningu, en ekki leikbann. Einnig eru í greinargerðinni útskýringar Viðars á þeim ummælum sem hann lét falla og á það bent að málfrelsi ríki á Íslandi. Hann fallist þó á að ummæli hans sé hægt að skilja á óheppilegan hátt og ætli að reyna að gæta meiri varkárni framvegis, þó að hann samþykki ekki að tekinn sé af honum réttur til að gagnrýna þegar við á. Í niðurstöðu aganefndar segir að gagnrýni á starfsemi KKÍ, dómara og leikmenn muni ætíð vera heimil en að slík gagnrýni þurfi að vera málefnaleg og ekki til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Sú hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli og ummæli Viðars verið skaðleg. „Þegar ummæli kærða eru skoðuð í heild sinni verður ekki annað séð en að með þeim hafi kærði vegið ómaklega að heilindum dómara leiksins með ásökunum um vanvirðingu og skítaframkomu, sem hann skýrði svo nánar með því að fullyrða að annað liðið hafi verið varið eins og prinsessur. Einnig vóg kærði ómaklega að Körfuknattleikssambandi Íslands og öðrum er koma að körfuknattleik í landinu með ummælum sínum um vanvirðingu og skítaframkomu,“ segir í úrskurðinum en hann er hægt að skoða í heild sinni hér. Subway-deild karla Höttur Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ lét Viðar ummæli falla, í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport, sem eru til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks og sýndi með því ósæmilega framkomu á opinberum vettvangi. Körfuknattleikssamband Íslands krafðist þess einnig að ábyrgð Hattar yrði skoðuð en aganefndin taldi ekki ástæðu til að refsa félaginu. Ummælin sem kæra KKÍ byggði á voru sérstaklega þessi: „Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu.“ „þetta er skítaframkoma“ „Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum eins og prinsessur.“ „Við erum fimm á móti átta.“ Í greinargerð frá lögmanni Viðars var farið fram á að hann yrði sýknaður en til vara að hann hlyti aðeins ávítur eða áminningu, en ekki leikbann. Einnig eru í greinargerðinni útskýringar Viðars á þeim ummælum sem hann lét falla og á það bent að málfrelsi ríki á Íslandi. Hann fallist þó á að ummæli hans sé hægt að skilja á óheppilegan hátt og ætli að reyna að gæta meiri varkárni framvegis, þó að hann samþykki ekki að tekinn sé af honum réttur til að gagnrýna þegar við á. Í niðurstöðu aganefndar segir að gagnrýni á starfsemi KKÍ, dómara og leikmenn muni ætíð vera heimil en að slík gagnrýni þurfi að vera málefnaleg og ekki til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Sú hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli og ummæli Viðars verið skaðleg. „Þegar ummæli kærða eru skoðuð í heild sinni verður ekki annað séð en að með þeim hafi kærði vegið ómaklega að heilindum dómara leiksins með ásökunum um vanvirðingu og skítaframkomu, sem hann skýrði svo nánar með því að fullyrða að annað liðið hafi verið varið eins og prinsessur. Einnig vóg kærði ómaklega að Körfuknattleikssambandi Íslands og öðrum er koma að körfuknattleik í landinu með ummælum sínum um vanvirðingu og skítaframkomu,“ segir í úrskurðinum en hann er hægt að skoða í heild sinni hér.
Subway-deild karla Höttur Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum