Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. október 2022 14:37 Félagsfundur Ferðafélagsins fer fram klukkan 20.00 í kvöld. Kristín I. Pálsdóttir hyggjst leggja fram vantrauststillögu gegn stjórn á fundinum. Vísir/Arnar Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín er í hópi þeirra félagsmanna sem ekki hugnast viðbrögð núverandi stjórnar við ofbeldis og áreitnismálum. Á dögunum sendi hún stjórn nokkrar spurningar um viðbrögð við kynferðis-og áreitnismálum sem hefðu komið upp. Í stað þess að fá skriflegt svar var hún boðuð á fund stjórnar. „Þar fékk ég bara staðfestingu á því að þau mál sem ég hef verið að leggja áherslu á hafa ekki verið meðhöndluð með réttum hætti og er í rauninni alls ekki lokið eins og þau segja í sinni yfirlýsingu.“ Þá varð hún á fundinum þess áskynja að stjórnin liti þessi mál ekki alvarlegum augum. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur og áreitni er bæði í jafnréttislögum og hegningarlögum skilgreind og þar kemur líka fram að félögum ber að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir áreitni í félagastarfi þannig að þetta eru alvarleg mál og ég skynjaði það að þessu væri ekki tekið nógu alvarlega hjá stjórninni.“ Kristín bindur vonir við að fólk sem vill breytingar í félaginu mæti á félagsfundinn í kvöld og taki afstöðu. En hvað gerist ef tillagan verður felld? „Þá mun ég náttúrulega bara segja mig úr félaginu. Þá er þetta bara alveg búið fyrir mér.“ Heldurðu að aðrir muni fylgja? „Já, það finnst mér mjög líklegt og ekki síst konur. […] Konur vilja vera þar sem hugað er að þeirra öryggi. Ef það er ekki áhugi á því og ef tillagan er felld að þá er það náttúrulega bara vísbending um að það sé ekki verið að taka öryggi farþega ferðafélagsins alvarlega.“ Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín er í hópi þeirra félagsmanna sem ekki hugnast viðbrögð núverandi stjórnar við ofbeldis og áreitnismálum. Á dögunum sendi hún stjórn nokkrar spurningar um viðbrögð við kynferðis-og áreitnismálum sem hefðu komið upp. Í stað þess að fá skriflegt svar var hún boðuð á fund stjórnar. „Þar fékk ég bara staðfestingu á því að þau mál sem ég hef verið að leggja áherslu á hafa ekki verið meðhöndluð með réttum hætti og er í rauninni alls ekki lokið eins og þau segja í sinni yfirlýsingu.“ Þá varð hún á fundinum þess áskynja að stjórnin liti þessi mál ekki alvarlegum augum. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur og áreitni er bæði í jafnréttislögum og hegningarlögum skilgreind og þar kemur líka fram að félögum ber að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir áreitni í félagastarfi þannig að þetta eru alvarleg mál og ég skynjaði það að þessu væri ekki tekið nógu alvarlega hjá stjórninni.“ Kristín bindur vonir við að fólk sem vill breytingar í félaginu mæti á félagsfundinn í kvöld og taki afstöðu. En hvað gerist ef tillagan verður felld? „Þá mun ég náttúrulega bara segja mig úr félaginu. Þá er þetta bara alveg búið fyrir mér.“ Heldurðu að aðrir muni fylgja? „Já, það finnst mér mjög líklegt og ekki síst konur. […] Konur vilja vera þar sem hugað er að þeirra öryggi. Ef það er ekki áhugi á því og ef tillagan er felld að þá er það náttúrulega bara vísbending um að það sé ekki verið að taka öryggi farþega ferðafélagsins alvarlega.“
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59
Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51
Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29