Guðlaugur Þór Þórðarson segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins frétta það fyrstan allra ákveði hann að bjóða sig fram gegn honum á landsfundi í næstu viku. Formaðurinn hlakkar til að leggja árangur flokksins í ríkisstjórn fyrir landsfundarfulltrúa. Við rýnum í ólgu innan Sjálfstæðisflokksins í fréttatímanum.
Þá verður rætt við þingmann Samfylkingar sem vill að tannréttingar verði gerðar gjaldfrjálsar. Umboðsmaður barna segir dæmi um að foreldrar þurfi að neita börnum sínum um þær vegna kostnaðar.
Þá verðum við í beinni frá London þar sem risastór kynningarviðburður á íslenskri ferðaþjónustu fer nú fram og svo verður Magnús Hlynur fréttamaður okkar á Suðurlandi einnig í beinni frá draugahúsi í Þorlákshöfn sem búið er að koma upp vegna hrekkjavökunnar.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.