Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard, en hann fékk Sigtrygg á láni til liðsins fyrir skemmstu.
Heimamenn í Alpla Hard náðu fljótt tökum á leiknum og leiddu með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 16-10.
Heimamenn juku forskot sitt hratt í síðari hálfleik og náði mest 17 marka forystu í stöðunni 35-18. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og niðurstaðan varð 16 marka sigur, 35-19.
Alpla Hard trónir nú á toppnum í svissnesku úrvalsdeildinni með 15 stig eftir átta leiki, einu stigi meira en Krems sem situr í öðru sæti. Bärnbach/Köflachsitur hins vegar í tíunda sæti með aðeins þrjú stig.
Þá unnu Íslendingaliðin Holstebro og Skjern góða sigra í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta á sama tíma. Holstebro vann þriggja marka sigur gegn SönderjyskE 34-31, en Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðarþjálfari liðsins, og Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir Skjern er liðið vann tveggja marka endurkomusigur gegn Skanderborg, 28-30.