Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik komust heimamenn þegar Willum Þór kom boltanum í netið eftir sendingu Bobby Adekanye. Aðeins tveimur mínútum síðar endurgreiddi Willum Þór greiðan með því að leggja boltann á Bobby sem skilaði honum í netið. Staðan 2-0 í hálfleik.
Heimamenn gerðu út um leikinn með þriðja marki sínu áður en gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiks, lokatölur 3-1 GA Eagles í vil.
Sigurinn þýðir að Willum Þór og félagar eru komnir upp í 10. sæti með 13 stig.