Þórir breytti sóknarleiknum í kringum hálfleikinn og þá fór að koma betra flot á boltann. Varnarleikurinn þéttist eftir því sem leið á og segir Þórir samspil varnarleiks og sóknarleiks hafi verið grunnurinn að góðum níu marka sigri.
„Við vorum ekki nógu áræðnir sóknarlega, við vorum að sækja á aðra staði og gerðum þetta betur. Vörnin kom smátt og smátt og við náðum að þétta þar og fá markvörslu. Það var grunnur að þessu.“
Vörnin stóð vel allan leikinn og var það grunnurinn að sigrinum segir Þórir.
„Við stóðum þetta ágætlega til að byrja með sóknarlega. Þeir fengu höndina upp nokkrum sinnum en náðu og skora einhver tvö, þrjú mörk í byrjun leiks í gegnum það þegar að höndin var komin upp. Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu.“
Næsti leikur er við Val og segir Þórir það vera krefjandi verkefni sem að þeir þurfa að undirbúa sig vel undir.
„Það er klárlega krefjandi verkefni en við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik eins og við gerðum fyrir þennan leik og mæta klárir í þann leik.“