Lula kjörinn forseti Brasilíu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. október 2022 23:32 Hér má sjá Lula heilsa stuðningsfólki sínu eftir að hann mætti á kjörstað fyrr í dag. AP/Andre Penner Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. Lula og Bolsonaro eru mjög ólíkir stjórnmálamenn, en Lula bíður ærið verkefni þar sem meirihluti þingsins er trúr Bolsonaro og gæti torveldað Lula mjög að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti víða um Brasilíu þegar fréttir bárust af því að það stefndi í sigur Lula. Hér má sjá hóp stuðningsmanna í São Paolo. Lula just surpasses Bolsonaro, and Brazilians at this bar in São Paulo are ecstatic pic.twitter.com/Leh7rGGNlw— Sofia Bettiza (@SofiaBettiza) October 30, 2022 Lula gegndi embætti forseta Brasilíu frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðan hreinsaður af þeim ásökunum, en ekki fyrr en hann hafði eytt tæpum sex hundruð dögum í fangaklefa. Nokkrum augnablikum áður en tilkynnt var að Lula hefði sigrað Bolsonaro tísti hann einu orði, „lýðræði“ á Twitter-reikningi sínum ásamt því að leggja áherslu á framfarir með myndbirtingu sinni. Tístið má sjá hér að neðan. Democracia. pic.twitter.com/zvnBbnQ3HG— Lula 13 (@LulaOficial) October 30, 2022 Lula vann fyrri umferð kosninganna fyrir tveimur vikum en skoðanakannanir bentu til að í þeirri seinni yrði mjótt á munum llíkt og varð raunin. Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur sinn og óttast margir að hann muni ekki gera það, heldur halda því fram að rangt hafi verið haft við. Brasilía Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Lula og Bolsonaro eru mjög ólíkir stjórnmálamenn, en Lula bíður ærið verkefni þar sem meirihluti þingsins er trúr Bolsonaro og gæti torveldað Lula mjög að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti víða um Brasilíu þegar fréttir bárust af því að það stefndi í sigur Lula. Hér má sjá hóp stuðningsmanna í São Paolo. Lula just surpasses Bolsonaro, and Brazilians at this bar in São Paulo are ecstatic pic.twitter.com/Leh7rGGNlw— Sofia Bettiza (@SofiaBettiza) October 30, 2022 Lula gegndi embætti forseta Brasilíu frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðan hreinsaður af þeim ásökunum, en ekki fyrr en hann hafði eytt tæpum sex hundruð dögum í fangaklefa. Nokkrum augnablikum áður en tilkynnt var að Lula hefði sigrað Bolsonaro tísti hann einu orði, „lýðræði“ á Twitter-reikningi sínum ásamt því að leggja áherslu á framfarir með myndbirtingu sinni. Tístið má sjá hér að neðan. Democracia. pic.twitter.com/zvnBbnQ3HG— Lula 13 (@LulaOficial) October 30, 2022 Lula vann fyrri umferð kosninganna fyrir tveimur vikum en skoðanakannanir bentu til að í þeirri seinni yrði mjótt á munum llíkt og varð raunin. Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur sinn og óttast margir að hann muni ekki gera það, heldur halda því fram að rangt hafi verið haft við.
Brasilía Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43