Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 23:01 Þjálfari Liverpool fór um víðan völl á blaðamannafundi kvöldsins. Nick Potts/Getty Images „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. Var Klopp þarna að svara spurningu varðandi ummæli um að sigurmark Leeds United í leik liðanna á dögunum væri að halda fyrir honum vöku. Klopp var í kjölfarið spurður út í hvað hann vildi sjá frá liði sínu gegn Napoli annað kvöld. „Eftir allt sem ég hef sagt hér á undan þá spyrðu mig að þessu núna. Berjast, heldur þú að ég vilji sjá okkur rúlla boltanum á milli manna, taka hælspyrnur og bakfallsspyrnur? Auðvitað ekki. Við verðum að leggja hart að okkur og við munum gera það. Við verðum að sjá til þess að strákarnir sem munu spila leikinn sé tilbúnir og við munum gera það. Svo sjáum við til hvað við fáum út úr því.“ "You're all right and I'm wrong..." Liverpool boss Jurgen Klopp laughs off claims that his side have lacked "fight" this season pic.twitter.com/DIgHa3vlxm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 31, 2022 „Vandamálið er að Napoli mun berjast líka, en það er fínt. Þetta er Meistaradeild Evrópu, hæsta mögulega getustig. Lið sem er í toppformi. Við höfum verið í sömu aðstöðu svo ég er ekki afbrýðisamur. Við þurfum að vera andstæðingur sem þeir vilja ekki spila við,“ bætti Þjóðverjinn við. Blaðamaður sagði þá að það væri ljóst að Liverpool hefði ekki sýnt þann baráttuanda sem Klopp talar um í öllum leikjum tímabilsins. Hvernig ætlar hann að tryggja að hann sé til staðar á morgun? „Í hvaða leikjum sýndum við ekki baráttuanda?“ spurði Klopp um hæl og dró djúpt andann. „[Nottingham] Forest mögulega,“ sagði blaðamaður áður en Klopp fékk orðið á nýjan leik. „Svona er – aftur – líf okkar. Þið hafið öll rétt fyrir ykkur og ég hef rangt fyrir mér, svoleiðis er það. Að segja að við höfum ekki barist gegn Forest er … ekki rétt. Þú tapar leiknum og þá segir fólk að hafir ekki lagt nægilega mikið á þig. “ „Gegn Forest hlupum við á vegg og fengum á okkur algjörlega óþarft mark. Við hefðum getað spilað betur, við hefðum getað gert margt betur en strákarnir börðust. Þetta var ekki leikur þar sem þú gast hlaupið meira en andstæðingurinn því við vorum með boltann allan tímann en hlupum á vegg.“ „Baráttan er til staðar. Við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram. Baráttuandi er ekki okkar vandamál á þessari stundu. Þessi hópur hefur ekki breyst og að sama skapi hef ég ekki breyst en allt í einu halda allir að við séum ekki að leggja okkur fram.“ „Ég ætlast ekki til að þið hugsið meira um aðstæðurnar okkar en ég geri, ekki að það væri hægt hvort eð er. Líf mitt í kringum [liðið] er í raun og veru vinnan. Ég var vanur að segja að blaðamannafundir væru eins og frí, ég get ekki sagt það lengur því að svara spurningum ykkar þegar maður tapar er mjög erfitt. Það er kvöl og pína að þurfa að hugsa um tapleik á nýjan leik þegar maður svarar spurningum. Það er hluti af starfinu en ég kíkti á launamiðann minn og það er það sem ég fæ borgað fyrir að gera, frekar vel meira að segja,“ sagði Klopp að endingu á blaðamannafundi kvöldsins. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Sjá meira
Var Klopp þarna að svara spurningu varðandi ummæli um að sigurmark Leeds United í leik liðanna á dögunum væri að halda fyrir honum vöku. Klopp var í kjölfarið spurður út í hvað hann vildi sjá frá liði sínu gegn Napoli annað kvöld. „Eftir allt sem ég hef sagt hér á undan þá spyrðu mig að þessu núna. Berjast, heldur þú að ég vilji sjá okkur rúlla boltanum á milli manna, taka hælspyrnur og bakfallsspyrnur? Auðvitað ekki. Við verðum að leggja hart að okkur og við munum gera það. Við verðum að sjá til þess að strákarnir sem munu spila leikinn sé tilbúnir og við munum gera það. Svo sjáum við til hvað við fáum út úr því.“ "You're all right and I'm wrong..." Liverpool boss Jurgen Klopp laughs off claims that his side have lacked "fight" this season pic.twitter.com/DIgHa3vlxm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 31, 2022 „Vandamálið er að Napoli mun berjast líka, en það er fínt. Þetta er Meistaradeild Evrópu, hæsta mögulega getustig. Lið sem er í toppformi. Við höfum verið í sömu aðstöðu svo ég er ekki afbrýðisamur. Við þurfum að vera andstæðingur sem þeir vilja ekki spila við,“ bætti Þjóðverjinn við. Blaðamaður sagði þá að það væri ljóst að Liverpool hefði ekki sýnt þann baráttuanda sem Klopp talar um í öllum leikjum tímabilsins. Hvernig ætlar hann að tryggja að hann sé til staðar á morgun? „Í hvaða leikjum sýndum við ekki baráttuanda?“ spurði Klopp um hæl og dró djúpt andann. „[Nottingham] Forest mögulega,“ sagði blaðamaður áður en Klopp fékk orðið á nýjan leik. „Svona er – aftur – líf okkar. Þið hafið öll rétt fyrir ykkur og ég hef rangt fyrir mér, svoleiðis er það. Að segja að við höfum ekki barist gegn Forest er … ekki rétt. Þú tapar leiknum og þá segir fólk að hafir ekki lagt nægilega mikið á þig. “ „Gegn Forest hlupum við á vegg og fengum á okkur algjörlega óþarft mark. Við hefðum getað spilað betur, við hefðum getað gert margt betur en strákarnir börðust. Þetta var ekki leikur þar sem þú gast hlaupið meira en andstæðingurinn því við vorum með boltann allan tímann en hlupum á vegg.“ „Baráttan er til staðar. Við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram. Baráttuandi er ekki okkar vandamál á þessari stundu. Þessi hópur hefur ekki breyst og að sama skapi hef ég ekki breyst en allt í einu halda allir að við séum ekki að leggja okkur fram.“ „Ég ætlast ekki til að þið hugsið meira um aðstæðurnar okkar en ég geri, ekki að það væri hægt hvort eð er. Líf mitt í kringum [liðið] er í raun og veru vinnan. Ég var vanur að segja að blaðamannafundir væru eins og frí, ég get ekki sagt það lengur því að svara spurningum ykkar þegar maður tapar er mjög erfitt. Það er kvöl og pína að þurfa að hugsa um tapleik á nýjan leik þegar maður svarar spurningum. Það er hluti af starfinu en ég kíkti á launamiðann minn og það er það sem ég fæ borgað fyrir að gera, frekar vel meira að segja,“ sagði Klopp að endingu á blaðamannafundi kvöldsins.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn