„Hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 12:00 Valsmenn fagna sigri á móti Ferencváros í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís deild karla, þekkir ágætlega til BM Benidorm liðsins sem er að fara spila við Val í Evrópudeildinni í kvöld. Einar mætti BM Benidorm í æfingaferð til Spánar fyrir tímabilið. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um mótherja kvöldsins en leikur BM Benidorm og Vals hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. BM Benidorm tapaði með fimm mörkum á móti SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins en á sama tíma unnu Valsmenn fjögurra marka sigur á ungverska liðinu Ferencvárosi TC. Verður mjög erfiður leikur Valur lék einstaklega vel í fyrsta leik sínum en Benidorm er snúinn andstæðingur. „Þetta er mjög flott lið. Þeir eru vel þjálfaðir, spila vel saman og þekkja hvern annan mjög vel. Þetta er bara hörku lið og ég held að þetta verði mjög erfiður leikur,“ sagði Einar Jónsson. „Miðað við úrslitin undanfarin ár þá eru þeir mjög sterkir á heimavelli og þetta verður því erfiður leikur fyrir Val,“ sagði Einar en hvað þurfa Valsmenn að varast. Spiluðu frábæran leik síðast „Ég held að þeir þurfi bara að einbeita sér að sjálfum sér. Þeir spiluðu frábæran leik síðast á móti Ferencváros og eru bara með frábært lið. Þeir hafa sín einkenni og þurfa stóla svolítið á það,“ sagði Einar. Einar Jónsson, þjálfari FramHulda Margrét „Ég held að Benidorm geti lent í vandræðum með að hlaupa með Valsliðinu en ef þetta fer mikið í að vera sex á sex á hálfum velli þá held ég að Benidorm hafi betur. Eg Valur nær upp tempóinu þá vinna þeir þennan leik. Þeir þurfa kannski að varast að láta þá ekki draga sig niður á þeirra tempó,“ sagði Einar. Spánverjarnir spila mikið sjö á móti sex en eru þeir erfiðir þar? „Þeir eru klókir og þekkja hvern annan rosalega vel. Þeir gerðu það á móti Flensburg og hafa verið að gera það annars slagið. Þeir gerðu það ekki á móti okkur í æfingarleiknum fyrir mótið. Maður sá að þeir þekkja hvern annan mjög vel og eru mjög klókir,“ sagði Einar. Klippa: Einar Jóns um lið BM Benidorm sem mætir Val Spánverjarnir eru klókir Gauði spurði Einar hvort að hann haldi að Valur tapi þessum leik stórt. „Ég vona að Valur vinni en það fer svolítið eftir því hvernig leikurinn þróast. Erum við að fara að sjá þennan gríðarlega hraða sem við sáum í leiknum á móti Ferencváros. Ég held ekki því Spánverjarnir eru klókir og geta dregið niður hraðann,“ sagði Einar. „Ég held að Valur vinni með svona þremur til fimm mörkum. Ég er rosalega bjartsýnn,“ sagði Einar. Þáttaka Vals í Evrópukeppninni hefur þýðingu fyrir handboltann hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið. Það er ekki mikið búið, bara einn leikur, en hann var gjörsamlega frábær. Valsliðið hefur sýnt það síðustu ár að það er algjörlega stórkostlegt,“ sagði Einar. „Það er gaman að sjá okkar besta lið vera að máta sig við toppliðin á Spáni, Þýskalandi og fleiri löndum. Það er líka smá pressa á Snorra og liðinu að skila góðri frammistöðu. Við viljum sjá að við séum á svipuðum stað og þessi lið sem þeir eru að spila við. Ég veit að það er mjög erfitt,“ sagði Einar. Það má sjá allt viðtal Gaupa við Einar Jónsson um Benidorm liðið hér í myndbandinu fyrir ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Einar mætti BM Benidorm í æfingaferð til Spánar fyrir tímabilið. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um mótherja kvöldsins en leikur BM Benidorm og Vals hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. BM Benidorm tapaði með fimm mörkum á móti SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins en á sama tíma unnu Valsmenn fjögurra marka sigur á ungverska liðinu Ferencvárosi TC. Verður mjög erfiður leikur Valur lék einstaklega vel í fyrsta leik sínum en Benidorm er snúinn andstæðingur. „Þetta er mjög flott lið. Þeir eru vel þjálfaðir, spila vel saman og þekkja hvern annan mjög vel. Þetta er bara hörku lið og ég held að þetta verði mjög erfiður leikur,“ sagði Einar Jónsson. „Miðað við úrslitin undanfarin ár þá eru þeir mjög sterkir á heimavelli og þetta verður því erfiður leikur fyrir Val,“ sagði Einar en hvað þurfa Valsmenn að varast. Spiluðu frábæran leik síðast „Ég held að þeir þurfi bara að einbeita sér að sjálfum sér. Þeir spiluðu frábæran leik síðast á móti Ferencváros og eru bara með frábært lið. Þeir hafa sín einkenni og þurfa stóla svolítið á það,“ sagði Einar. Einar Jónsson, þjálfari FramHulda Margrét „Ég held að Benidorm geti lent í vandræðum með að hlaupa með Valsliðinu en ef þetta fer mikið í að vera sex á sex á hálfum velli þá held ég að Benidorm hafi betur. Eg Valur nær upp tempóinu þá vinna þeir þennan leik. Þeir þurfa kannski að varast að láta þá ekki draga sig niður á þeirra tempó,“ sagði Einar. Spánverjarnir spila mikið sjö á móti sex en eru þeir erfiðir þar? „Þeir eru klókir og þekkja hvern annan rosalega vel. Þeir gerðu það á móti Flensburg og hafa verið að gera það annars slagið. Þeir gerðu það ekki á móti okkur í æfingarleiknum fyrir mótið. Maður sá að þeir þekkja hvern annan mjög vel og eru mjög klókir,“ sagði Einar. Klippa: Einar Jóns um lið BM Benidorm sem mætir Val Spánverjarnir eru klókir Gauði spurði Einar hvort að hann haldi að Valur tapi þessum leik stórt. „Ég vona að Valur vinni en það fer svolítið eftir því hvernig leikurinn þróast. Erum við að fara að sjá þennan gríðarlega hraða sem við sáum í leiknum á móti Ferencváros. Ég held ekki því Spánverjarnir eru klókir og geta dregið niður hraðann,“ sagði Einar. „Ég held að Valur vinni með svona þremur til fimm mörkum. Ég er rosalega bjartsýnn,“ sagði Einar. Þáttaka Vals í Evrópukeppninni hefur þýðingu fyrir handboltann hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið. Það er ekki mikið búið, bara einn leikur, en hann var gjörsamlega frábær. Valsliðið hefur sýnt það síðustu ár að það er algjörlega stórkostlegt,“ sagði Einar. „Það er gaman að sjá okkar besta lið vera að máta sig við toppliðin á Spáni, Þýskalandi og fleiri löndum. Það er líka smá pressa á Snorra og liðinu að skila góðri frammistöðu. Við viljum sjá að við séum á svipuðum stað og þessi lið sem þeir eru að spila við. Ég veit að það er mjög erfitt,“ sagði Einar. Það má sjá allt viðtal Gaupa við Einar Jónsson um Benidorm liðið hér í myndbandinu fyrir ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira