Ásthildur nýr stjórnarformaður Empower Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2022 08:56 Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Dögg Thomsen, Ásthildur Otharsdóttir og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson. Ólafur Már Svavarsson Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower. Hún tekur við stjórnarformennsku sem fulltrúi Frumtaks Ventures sem leiddi 300 milljóna króna fjármögnun í Empower til að byggja upp hugbúnaðarlausnina, Empower Now. Frá þessu segir í tilkynningu en auk Ásthildar sitja í stjórn þau Dögg Thomsen, ein stofnenda og í framkvæmdastjórn Empower og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson frumkvöðull og hugbúnaðarsérfræðingur. „Hugbúnaðurinn styður fyrirtæki og stofnanir við að ná betri árangri á sviði jafnréttis og fjölbreytni með mælaborði, markmiðasetningu og örfræðslu. Fyrirhugað er að setja hugbúnaðinn á alþjóðamarkað haustið 2023. Ásthildur er meðeigandi og fjárfestingastjóri hjá Frumtak Ventures. Áður var hún stjórnarformaður félagsins frá 2015-2021. Ásthildur hefur gegnt stjórnarsetu um árabil í ýmsum félögum og í dag er hún stjórnarformaður Controlant, Kaptio og 50skills, auk Empower. Hún var stjórnarformaður Marel á árunum 2014-2021 og sat í stjórn áður frá árinu 2010. Ásthildur var í stjórn Icelandair Group á árunum 2012-2019 og sat í háskólaráði Háskóla Íslands frá 2016-2022. Áður leiddi Ásthildur viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjármögnun, og starfaði sem rekstrarráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafélaginu Accenture. Ásthildur er með MBA frá Rotterdam School of Management og próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ásamt stjórnarsetu í fyrirtækjum í eignasafni Frumtaks situr hún í stjórn Íslandsstofu og ráðgjafaráði Boards Impact Forum. Dögg Thomsen er meðstofnandi Empower og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún hefur yfir 25 ára reynslu sem alþjóðlegur ráðgjafi í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Ameríku og Asíu á sviði stjórnunar og stefnumótunar, markaðs- og samskiptamála, vörumerkjaþróunar, notendaviðmóts og upplifunarhönnunar. Hún hefur unnið með fjölda alþjóðlegra vörumerkja, eins og Barclays, Montblanc, Emirates Women, What's On, The Dubai Mall, WEF og Nobu. Dögg hefur setið í stjórnum félaga í Englandi og Dubai. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson er tæknifrumkvöðull með yfir 10 ára reynslu af farsímaleikjagerð. Jóhann var áður tæknistjóri Plain Vanilla Games og stofnandi leikjafyrirtækjanna Teatime og Dexoris. Hjá þessum fyrirtækjum leiddi Jóhann hönnun tækniarkitektúrs og byggði upp hugbúnaðarteymi, m.a. fyrir leikina QuizUp og Trivia Royale sem urðu á meðal vinsælustu spurningaleikja heims, en þeir náðu báðir fyrsta sæti bandarísku App Store. Jóhann hefur setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækisins Mussila og í ráðgjafaráði Eyris Vaxtar síðan 2021. Jóhann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Transition Labs, sem flytur til landsins sum af flottustu verkefnum heims á sviði græns iðnaðar og loftslagslausna,“ segir í tilkynningunni. Empower var stofnað árið 2020. Vistaskipti Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en auk Ásthildar sitja í stjórn þau Dögg Thomsen, ein stofnenda og í framkvæmdastjórn Empower og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson frumkvöðull og hugbúnaðarsérfræðingur. „Hugbúnaðurinn styður fyrirtæki og stofnanir við að ná betri árangri á sviði jafnréttis og fjölbreytni með mælaborði, markmiðasetningu og örfræðslu. Fyrirhugað er að setja hugbúnaðinn á alþjóðamarkað haustið 2023. Ásthildur er meðeigandi og fjárfestingastjóri hjá Frumtak Ventures. Áður var hún stjórnarformaður félagsins frá 2015-2021. Ásthildur hefur gegnt stjórnarsetu um árabil í ýmsum félögum og í dag er hún stjórnarformaður Controlant, Kaptio og 50skills, auk Empower. Hún var stjórnarformaður Marel á árunum 2014-2021 og sat í stjórn áður frá árinu 2010. Ásthildur var í stjórn Icelandair Group á árunum 2012-2019 og sat í háskólaráði Háskóla Íslands frá 2016-2022. Áður leiddi Ásthildur viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjármögnun, og starfaði sem rekstrarráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafélaginu Accenture. Ásthildur er með MBA frá Rotterdam School of Management og próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ásamt stjórnarsetu í fyrirtækjum í eignasafni Frumtaks situr hún í stjórn Íslandsstofu og ráðgjafaráði Boards Impact Forum. Dögg Thomsen er meðstofnandi Empower og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún hefur yfir 25 ára reynslu sem alþjóðlegur ráðgjafi í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Ameríku og Asíu á sviði stjórnunar og stefnumótunar, markaðs- og samskiptamála, vörumerkjaþróunar, notendaviðmóts og upplifunarhönnunar. Hún hefur unnið með fjölda alþjóðlegra vörumerkja, eins og Barclays, Montblanc, Emirates Women, What's On, The Dubai Mall, WEF og Nobu. Dögg hefur setið í stjórnum félaga í Englandi og Dubai. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson er tæknifrumkvöðull með yfir 10 ára reynslu af farsímaleikjagerð. Jóhann var áður tæknistjóri Plain Vanilla Games og stofnandi leikjafyrirtækjanna Teatime og Dexoris. Hjá þessum fyrirtækjum leiddi Jóhann hönnun tækniarkitektúrs og byggði upp hugbúnaðarteymi, m.a. fyrir leikina QuizUp og Trivia Royale sem urðu á meðal vinsælustu spurningaleikja heims, en þeir náðu báðir fyrsta sæti bandarísku App Store. Jóhann hefur setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækisins Mussila og í ráðgjafaráði Eyris Vaxtar síðan 2021. Jóhann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Transition Labs, sem flytur til landsins sum af flottustu verkefnum heims á sviði græns iðnaðar og loftslagslausna,“ segir í tilkynningunni. Empower var stofnað árið 2020.
Vistaskipti Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira