Á villigötum í Áslandi 4 Davíð Arnar Stefánsson skrifar 1. nóvember 2022 13:00 Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag. Í fljótu bragði það sem einkennir gott nútíma skipulag og í samræmi við stefnu bæjarins. Það er auðvitað einnig gott mál. Eða hvað? Ef að er að gáð kemur í ljós að skipulagið er hvorki heildrænt eða vistvænt. Því síður er það í samræmi við ríkjandi hugmyndir eða stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Í fyrsta lagi ætti að leggja áherslu á að þétta byggðina í bænum fremur en að dreifa henni frekar en nú er. Það er heildræn sýn. Með því móti má nýta innviði eins og gatnakerfi, grunn- og leikskóla. Um leið fjölga íbúum í Hafnarfirði án þess að fara í stórfellda og kostnaðarsama uppbyggingu innviða á borð við umerðamannvirki og vegaframkvæmdir, eins og segir í greinargerð starfshóps um þéttingu byggðar í bænum (2016). Gera má ráð fyrir að gatnagerð verði sérstaklega kostnaðarsöm vegna þess mikla hæðarmun og halla sem er í hverfinu. Í öðru lagi þá er ekki ekki gert ráð fyrir verslun eða annarri þjónustu fyrir utan leikskóla. Það er úrelt hugmynd og engan veginn í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar þar sem segir um íbúðabyggð að eðlilegt sé að þar sé þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslanir, hreinlegur iðnaður, þjónustustarfsemi ofl. Jafnframt segir í bæklingi Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag þéttbýlis (2014) að mælt sé með að „…staðsetja þjónustukjarna miðlægt í hverfum, með byggð í 400–800 metra radíus umhverfis. Það samsvarar um 5–10 mínútna göngufjarlægð. Þannig styður byggðamynstrið við möguleika íbúa á að ganga eða hjóla milli heimilis, verslunar, vinnustaðar eða annarrar þjónustu”. Og í þriðja lagi er hverfið byggt á bíla-drifinni og gamaldags hugmyndum um útþennslu byggðarinnar og úthverfavæðingu. Nær væri að styðja við „…uppbyggingu grænna innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamöngur að samkeppnishæfum ferðamáta og stuðla að því að íbúar þurfi síður að reiða sig á einkabíl í daglegum erindum“, eins og segir í Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins (2022). Í því sambandi er rétt að benda á að börn sem koma til með búa í þessum áfanga munu sækja Áslandskóla og börn í næsta áfanga munu sækja Skarðshlíðarskóla, sem er talsvert ferðalag, einkum í því landslagi sem þarna er og allra veðra von á þessum slóðum. Íbúar í Hafnarfirði verða að gera þá kröfu að skipulagsvinna sé vel unnin og í takti við nútíma kröfur og bestu mögulegu þekkingu. Jafnframt að skipulagið sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um þróun byggðarinnar, hagkvæmni þess í rekstri og lífsgæði íbúanna. Þótt mikið liggi við að fjölga og aulýsa íbúðir í bænum þá má það ekki koma niður á lífsgæðum íbúanna. Réttast væri að taka niður auglýsinguna, setjast aftur við teikniborðið, og vinna nýtt og betra skipulag fyrir Ásland 4. Það sama á eiginlega einnig við um Hamranes, sem nú er í byggingu, en þar virðist sagan vera að endurtaka sig – einungis íbúðir og engin þjónusta – þrátt fyrir loforð um annað. Allt í allt verða hverfin Ásland 1,2,3 og 4 með ekkert aðgengi að þjónustu og verslun. Við það bætist Skarðshlíð og innri Vellirnir sem telja 5-8 þúsund íbúa. Á meðan bærinn hugsar sinn gang mætti ljúka skipulagi á Hrauni Vestur (s.k. „5 mínútna hverfi“) og hrinda því í framkvæmd – blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, þar sem fyrir eru helstu innviðir, vegir og skólar, og í nálægð við almenningssamgöngur og Borgarlínu. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag. Í fljótu bragði það sem einkennir gott nútíma skipulag og í samræmi við stefnu bæjarins. Það er auðvitað einnig gott mál. Eða hvað? Ef að er að gáð kemur í ljós að skipulagið er hvorki heildrænt eða vistvænt. Því síður er það í samræmi við ríkjandi hugmyndir eða stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Í fyrsta lagi ætti að leggja áherslu á að þétta byggðina í bænum fremur en að dreifa henni frekar en nú er. Það er heildræn sýn. Með því móti má nýta innviði eins og gatnakerfi, grunn- og leikskóla. Um leið fjölga íbúum í Hafnarfirði án þess að fara í stórfellda og kostnaðarsama uppbyggingu innviða á borð við umerðamannvirki og vegaframkvæmdir, eins og segir í greinargerð starfshóps um þéttingu byggðar í bænum (2016). Gera má ráð fyrir að gatnagerð verði sérstaklega kostnaðarsöm vegna þess mikla hæðarmun og halla sem er í hverfinu. Í öðru lagi þá er ekki ekki gert ráð fyrir verslun eða annarri þjónustu fyrir utan leikskóla. Það er úrelt hugmynd og engan veginn í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar þar sem segir um íbúðabyggð að eðlilegt sé að þar sé þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslanir, hreinlegur iðnaður, þjónustustarfsemi ofl. Jafnframt segir í bæklingi Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag þéttbýlis (2014) að mælt sé með að „…staðsetja þjónustukjarna miðlægt í hverfum, með byggð í 400–800 metra radíus umhverfis. Það samsvarar um 5–10 mínútna göngufjarlægð. Þannig styður byggðamynstrið við möguleika íbúa á að ganga eða hjóla milli heimilis, verslunar, vinnustaðar eða annarrar þjónustu”. Og í þriðja lagi er hverfið byggt á bíla-drifinni og gamaldags hugmyndum um útþennslu byggðarinnar og úthverfavæðingu. Nær væri að styðja við „…uppbyggingu grænna innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamöngur að samkeppnishæfum ferðamáta og stuðla að því að íbúar þurfi síður að reiða sig á einkabíl í daglegum erindum“, eins og segir í Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins (2022). Í því sambandi er rétt að benda á að börn sem koma til með búa í þessum áfanga munu sækja Áslandskóla og börn í næsta áfanga munu sækja Skarðshlíðarskóla, sem er talsvert ferðalag, einkum í því landslagi sem þarna er og allra veðra von á þessum slóðum. Íbúar í Hafnarfirði verða að gera þá kröfu að skipulagsvinna sé vel unnin og í takti við nútíma kröfur og bestu mögulegu þekkingu. Jafnframt að skipulagið sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um þróun byggðarinnar, hagkvæmni þess í rekstri og lífsgæði íbúanna. Þótt mikið liggi við að fjölga og aulýsa íbúðir í bænum þá má það ekki koma niður á lífsgæðum íbúanna. Réttast væri að taka niður auglýsinguna, setjast aftur við teikniborðið, og vinna nýtt og betra skipulag fyrir Ásland 4. Það sama á eiginlega einnig við um Hamranes, sem nú er í byggingu, en þar virðist sagan vera að endurtaka sig – einungis íbúðir og engin þjónusta – þrátt fyrir loforð um annað. Allt í allt verða hverfin Ásland 1,2,3 og 4 með ekkert aðgengi að þjónustu og verslun. Við það bætist Skarðshlíð og innri Vellirnir sem telja 5-8 þúsund íbúa. Á meðan bærinn hugsar sinn gang mætti ljúka skipulagi á Hrauni Vestur (s.k. „5 mínútna hverfi“) og hrinda því í framkvæmd – blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, þar sem fyrir eru helstu innviðir, vegir og skólar, og í nálægð við almenningssamgöngur og Borgarlínu. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar