Í hugleiðingum veðurfræðings segir að hiti verði á bilinu núll til sjö stig, mildast syðst.
Það verður heldur hægari vindur á morgun og lítilsháttar rigning á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart sunnanlands.
Snýst í austanátt á föstudag með stöku skúrum eða slydduéljum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðan 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast við suðurströndina.
Á föstudag: Norðaustan og austan 5-13. Stöku skúrir, en þurrt vestanlands. Vaxandi austanátt á sunnan- og vestanverðu landinu um kvöldið. Hiti 0 til 7 stig.
Á laugardag: Ákveðin austanátt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið norðvestanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag: Austlæg átt, rigning með köflum og milt veður.
Á þriðjudag: Breytileg átt og víða dálítil rigning.