Segjast þrungnir reynslu og neita að sleppa höndum af stýrinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 13:02 Spurðir að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um í brúnni, vísuðu Bjarni og Guðlaugur báðir til reynslu sinnar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hyggst bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins um helgina, voru báðir spurðir að því í Pallborðinu á Vísi í gær hvort það væri kominn tími á breytingar. „Ég hef skipað hérna tvo yngstu kvenráðherra Íslandssögunnar, sem sýnir fram á að við erum með ungt forystufólk sem er tilbúið að koma inn. Við treystum konum til þess að taka ábyrgð í stjórnmálum og við treystum ungu fólki til að taka á sig mikla ábyrgð,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um fólk í forystunni. Tilefnið voru ummæli sem Bjarni lét falla í viðtalsþætti á Hringbraut, þar sem hann talaði um mikilvægi „blæbrigða“ og endurnýjunar. „Ég hef notið trausts til þess að leiða og ég er einfaldlega á þeim stað í lífinu að ég hef aldrei verið reynslumeiri, ég hef aldrei haft jafn sterka skoðun á því hvernig ég vil halda áfram og ég er nýbúinn að setja saman stjórnarsáttmála sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og við erum í miðju verki við að hrinda honum í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Guðlaugur var spurður út í aðsenda grein sem birtist á Vísi í gærmorgun, undir fyrirsögninni „Fjölbreyttari málverk í Valhöll“. Þar sagði Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, „ung sjálfstæðiskona“, eins og hún titlaði sig, að tími kvenna væri kominn. Nefndi hún sérstaklega í þessu samhengi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. „Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir,“ sagði Katrín. Guðlaugur sagði þetta undir flokksmönnum komið en hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að styðja konur og meðal annars stigið til hliðar þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram gegn honum í ritaraembætti flokksins. „Nú, fyrsti kvenformaður SUS naut míns stuðnings og tók við af mér og ég beitti mér mjög mikið fyrir framgangi kvenna í ungliðahreyfingunni á sínum tíma. Þannig að ég get borið mín störf hvað þetta varðar saman við hvern sem er og komist vel frá því. En síðan náttúrulega er það hins vegar bara þannig að, eins og Bjarni var að vísa til, við eigum það nú öll sameiginlegt að því lengra sem við lifum þá erum við alltaf reynslumeiri.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Ég hef skipað hérna tvo yngstu kvenráðherra Íslandssögunnar, sem sýnir fram á að við erum með ungt forystufólk sem er tilbúið að koma inn. Við treystum konum til þess að taka ábyrgð í stjórnmálum og við treystum ungu fólki til að taka á sig mikla ábyrgð,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um fólk í forystunni. Tilefnið voru ummæli sem Bjarni lét falla í viðtalsþætti á Hringbraut, þar sem hann talaði um mikilvægi „blæbrigða“ og endurnýjunar. „Ég hef notið trausts til þess að leiða og ég er einfaldlega á þeim stað í lífinu að ég hef aldrei verið reynslumeiri, ég hef aldrei haft jafn sterka skoðun á því hvernig ég vil halda áfram og ég er nýbúinn að setja saman stjórnarsáttmála sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og við erum í miðju verki við að hrinda honum í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Guðlaugur var spurður út í aðsenda grein sem birtist á Vísi í gærmorgun, undir fyrirsögninni „Fjölbreyttari málverk í Valhöll“. Þar sagði Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, „ung sjálfstæðiskona“, eins og hún titlaði sig, að tími kvenna væri kominn. Nefndi hún sérstaklega í þessu samhengi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. „Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir,“ sagði Katrín. Guðlaugur sagði þetta undir flokksmönnum komið en hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að styðja konur og meðal annars stigið til hliðar þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram gegn honum í ritaraembætti flokksins. „Nú, fyrsti kvenformaður SUS naut míns stuðnings og tók við af mér og ég beitti mér mjög mikið fyrir framgangi kvenna í ungliðahreyfingunni á sínum tíma. Þannig að ég get borið mín störf hvað þetta varðar saman við hvern sem er og komist vel frá því. En síðan náttúrulega er það hins vegar bara þannig að, eins og Bjarni var að vísa til, við eigum það nú öll sameiginlegt að því lengra sem við lifum þá erum við alltaf reynslumeiri.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent