Sigfús ekki hissa á velgengni Vals og hefur mikla trú á Snorra Steini Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 07:00 Sigfús Sigurðsson var hrifinn af framimstöðu Vals gegn Benidorm. Vísir/Skjáskot Velgengni Vals í Evrópudeildinni hefur ekki farið framhjá neinum handboltaáhugamanni. Sigfús Sigurðsson, fyrrum línumaður Vals og landsliðsins til margra ára, fylgdist að sjálfsögðu með Valsliðinu þegar liðið gerði góða ferð til Benidorm í Evrópudeildinni í handknattleik í vikunni. „Ég sat heima og horfði á þetta og var nú á tauginni. Mér fannst þetta virkilega flott hjá þeim. Þeir voru þolinmóðir og þeir spiluðu grautleiðinlegan bolta Spánverjarnir,“ sagði Sigfús í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann í gær. Eins og frægt er orðið unnu Valsmenn frábæran sigur gegn spænska liðinu á þriðjudagskvöld. Sigurinn var annar sigur þeirra í keppninni í jafnmörgum leikjum og hafa þeir komið mörgum á óvart með frábærri spilamennsku. Klippa: Fúsi hrósar Völsurum „Mér fannst frammistaðan hjá Val mjög þroskuð ef það er hægt að orða það þannig. Þeir voru þolinmóðir og gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ bætti Sigfús við þar sem hann var staddur fyrir utan Fiskbúð Fúsa sem hann rekur sjálfur. Hann sagðist þó ekki vera með nein tilboð í tilefni sigurs Vals. „Nei, fólk fær bara að hitta mig,“ sagði Sigfús með bros á vör. Sigfús segir að sigur Vals sé virkilega stór en Benidorm liðið er geysisterkt á heimavelli og tapar varla leik þar í deildarkeppninni. Sigfús lék sjálfur á Spáni á sínum tíma. „Það eru þrjú, fjögur eða fimm topplið og svo eru önnur aðeins lakari. En spænska deildin er talin á meðal þriggja sterkustu deilda í heimi þannig að þetta er virkilega stór sigur. Þetta eru engir aukvisar.“ Sigfús segist ekki hafa búist við að Valsliðið yrði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. „Þegar þú ferð í svona riðil þá reiknar þú með að vinna flesta heimaleikina og ef þú ætlar að fara áfram og vera í góðri stöðu þá er gott að vinna útileiki eða ná í stig. Ég sá möguleika á móti Svíunum (Ystad), gegn Ungverjunum (FTC) eða Benidorm eins og þeir gerðu í gær.“ „Flensburg er aðeins annað númer, allavega heima fyrir. Maður hefur reynslu af að spila gegn þeim og þeir eru rosa sterkir heima fyrir. Það er spurning hvernig þeir takast á við það ef Valsarar ná að spila vörn og keyra á þá. Þetta kom mér á óvart en samt ekki.“ Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sigfús í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals en Sigfús og Snorri voru samherjar í fjöldamörg ár í landsliðinu. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Ég sat heima og horfði á þetta og var nú á tauginni. Mér fannst þetta virkilega flott hjá þeim. Þeir voru þolinmóðir og þeir spiluðu grautleiðinlegan bolta Spánverjarnir,“ sagði Sigfús í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann í gær. Eins og frægt er orðið unnu Valsmenn frábæran sigur gegn spænska liðinu á þriðjudagskvöld. Sigurinn var annar sigur þeirra í keppninni í jafnmörgum leikjum og hafa þeir komið mörgum á óvart með frábærri spilamennsku. Klippa: Fúsi hrósar Völsurum „Mér fannst frammistaðan hjá Val mjög þroskuð ef það er hægt að orða það þannig. Þeir voru þolinmóðir og gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ bætti Sigfús við þar sem hann var staddur fyrir utan Fiskbúð Fúsa sem hann rekur sjálfur. Hann sagðist þó ekki vera með nein tilboð í tilefni sigurs Vals. „Nei, fólk fær bara að hitta mig,“ sagði Sigfús með bros á vör. Sigfús segir að sigur Vals sé virkilega stór en Benidorm liðið er geysisterkt á heimavelli og tapar varla leik þar í deildarkeppninni. Sigfús lék sjálfur á Spáni á sínum tíma. „Það eru þrjú, fjögur eða fimm topplið og svo eru önnur aðeins lakari. En spænska deildin er talin á meðal þriggja sterkustu deilda í heimi þannig að þetta er virkilega stór sigur. Þetta eru engir aukvisar.“ Sigfús segist ekki hafa búist við að Valsliðið yrði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. „Þegar þú ferð í svona riðil þá reiknar þú með að vinna flesta heimaleikina og ef þú ætlar að fara áfram og vera í góðri stöðu þá er gott að vinna útileiki eða ná í stig. Ég sá möguleika á móti Svíunum (Ystad), gegn Ungverjunum (FTC) eða Benidorm eins og þeir gerðu í gær.“ „Flensburg er aðeins annað númer, allavega heima fyrir. Maður hefur reynslu af að spila gegn þeim og þeir eru rosa sterkir heima fyrir. Það er spurning hvernig þeir takast á við það ef Valsarar ná að spila vörn og keyra á þá. Þetta kom mér á óvart en samt ekki.“ Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sigfús í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals en Sigfús og Snorri voru samherjar í fjöldamörg ár í landsliðinu.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira