Eftir leiki gærdagsins er endanlega ljóst hvaða sextán lið verða með í útsláttarkeppninni sem hefst í febrúar. Fyrir dráttinn á mánudag er þeim skipt í tvo styrkleikaflokka, eftir því hvort þau enduðu í 1. eða 2. sæti síns riðils.
Efri flokkur: Napoli, Porto, Bayern München, Tottenham, Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Benfica.
Neðri flokkur: Liverpool, Club Brugge, Inter, Frankfurt, AC Milan, Leipzig, Dortmund, PSG.
Lið úr sama flokki geta ekki dregist saman og lið frá sama landi geta heldur ekki dregist saman, í 16-liða úrslitunum. Þetta ræður því að mismiklar líkur eru á því að lið dragist saman.
Þannig er til að mynda líklegast að Liverpool og Bayern dragist saman, eða 37,12% líkur. Úr því að Liverpool getur ekki mætt ensku liðunum þremur í efri flokknum koma aðeins Bayern, Porto, Real Madrid og Benfica til greina sem andstæðingar Liverpool. Að sama skapi getur Bayern ekki dregist gegn þýsku liðunum Frankfurt, Leipzig og Dortmund sem eru í flokki með Liverpool.
Stærðfræðingurinn Julien Guyon er á meðal þeirra sem reiknað hafa út líkurnar fyrir dráttinn og hér að neðan má sjá líkurnar á hverju einvígi fyrir sig.
Here are the EXACT #draw #probabilities for the round of 16 of the #ChampionsLeague. Bayern-Liverpool most likely matchup; Porto-PSG and Benfica-Brugge least likely pic.twitter.com/V5yB2SmPhq
— Julien Guyon (@julienguyon1977) November 2, 2022