Zlatan skammar Mbappé: „Ert ekki stærri en PSG“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2022 15:30 Zlatan Ibrahimovic gefur framkomu og hegðun Kylians Mbappé ekki „like“. getty/Piero Cruciatti Einhver myndi segja að það kæmi kannski úr hörðustu átt að Zlatan Ibrahimovic gagnrýndi fótboltamann fyrir að vera með of stórt egó. En Svíinn setti það ekki fyrir sig þegar hann skammaði Kylian Mbappé fyrir hrokafulla hegðun. Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Paris Saint-Germain í maí. Talið er samningurinn sé 540 milljóna punda virði. Auk þess á Mbappé að geta haft áhrif á ákvarðanir sem PSG tekur, til dæmis varðandi leikmannakaup. Þrátt fyrir þetta ku Mbappé ekki vera sáttur hjá PSG og vill yfirgefa félagið. Zlatan skilur ekki hvað franska landsliðsmanninum gengur til. „Mbappé er kominn í stöðu þar sem hann er mikilvægari en félagið. En þú ættir aldrei að gera stærri en félag því þú ert það ekki,“ sagði Zlatan við Canal+ í Frakklandi. Zlatan fór mikinn í viðtalinu og sagði ekkert varið í frönsku úrvalsdeildina síðan hann yfirgaf landið 2016, ekki einu sinni þótt Mbappé, Neymar og Lionel Messi leiki allir með PSG. „Síðan ég fór frá Frakklandi hefur allt hrunið. Það er ekkert til að tala um lengur,“ sagði Zlatan. „Frakkland þarfnast mín. Ég þarf Frakkland ekki. Það hjálpar ekki að hafa Mbappé, Neymar og Messi.“ Þótt það gusti um Mbappé utan vallar stendur hann sig inni á vellinum og hefur skorað átján mörk í átján leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Eitt þeirra kom í 1-2 sigri PSG á Juventus í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. PSG á eftir að leika tvo leiki áður en deildir heimsins fara í frí vegna HM í Katar. PSG mætir Lorient á útivelli á sunnudaginn og tekur svo á móti Auxerre um þarnæstu helgi. Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Paris Saint-Germain í maí. Talið er samningurinn sé 540 milljóna punda virði. Auk þess á Mbappé að geta haft áhrif á ákvarðanir sem PSG tekur, til dæmis varðandi leikmannakaup. Þrátt fyrir þetta ku Mbappé ekki vera sáttur hjá PSG og vill yfirgefa félagið. Zlatan skilur ekki hvað franska landsliðsmanninum gengur til. „Mbappé er kominn í stöðu þar sem hann er mikilvægari en félagið. En þú ættir aldrei að gera stærri en félag því þú ert það ekki,“ sagði Zlatan við Canal+ í Frakklandi. Zlatan fór mikinn í viðtalinu og sagði ekkert varið í frönsku úrvalsdeildina síðan hann yfirgaf landið 2016, ekki einu sinni þótt Mbappé, Neymar og Lionel Messi leiki allir með PSG. „Síðan ég fór frá Frakklandi hefur allt hrunið. Það er ekkert til að tala um lengur,“ sagði Zlatan. „Frakkland þarfnast mín. Ég þarf Frakkland ekki. Það hjálpar ekki að hafa Mbappé, Neymar og Messi.“ Þótt það gusti um Mbappé utan vallar stendur hann sig inni á vellinum og hefur skorað átján mörk í átján leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Eitt þeirra kom í 1-2 sigri PSG á Juventus í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. PSG á eftir að leika tvo leiki áður en deildir heimsins fara í frí vegna HM í Katar. PSG mætir Lorient á útivelli á sunnudaginn og tekur svo á móti Auxerre um þarnæstu helgi.
Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira