„Eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 16:31 Jakob er rétthafi höfundarverks Svövu Jakobsdóttur og hennar eini erfingi. Alþingi/Aðsend Sonur Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, er kominn með samning RÚV og Storytel í hendurnar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann kveðst ósáttur með að RÚV hafi gert samning við Storytel um Gunnlaðarsögu að sér forspurðum og „hirt vænan part“ af höfundaréttargreiðslunni, líkt og hann kemst að orði. Jakob Jónsson er eini erfingi Svövu Jakobsdóttur, heitinnar, sem er ein af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Hann er rétthafi höfundarverks Svövu. Það kom honum í opna skjöldu þegar Rithöfundasambandið benti honum á að RÚV hefði gert samning við hljóð- og rafbókafyrirtækið Storytel um Gunnlaðarsögu. Um er að ræða hljóðritun á sögunni í lestri höfundar. Hvorki Storytel né RÚV vildu sýna Jakobi samningin sem gerður var um Gunnlaðarsögu og þurfti til úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og er samningurinn nú kominn í hendur Jakobs. „Ég var alveg óafvitandi um það að Ríkisútvarpið væri í rauninni að hirða höfundarlaunin fyrir verk móður minnar sem Ríkisútvarpið hefur náttúrulega ekkert með að gera en þeir áttu náttúrulega upptökuna sem slíka vegna þess að upptakan sem Storytel varð að kaupa af Ríkisútvarpinu var upptaka sem Ríkisútvarpið hafði gert á sínum tíma þannig að þetta var flutningur höfundar á Gunnlaðarsögu en samkvæmt venju sem þá var, við erum nú að tala um ein þrjátíu, fjörutíu ár aftur í tíma, borgaði Ríkisútvarpið fyrir flutning, einn eða tvo og svo vinnu við upplesturinn.“ RÚV segist ekki finna samninginn sem gerður var við Svövu um upplesturinn. „Þarna er eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn einhverjum manni úti í bæ og ekki einu sinni skilið eftir tíkall á þröskuldinum handa mér fyrir það. Það mega menn ekki gera í nútímasamfélagi og ekki einu sinni þó menn séu ríkisstofnun.“ En máttu segja hvað Ríkisútvarpið fékk? „Ég vil ekki segja það en ég get sagt þér að Ríkisútvarpið hirti vænan part af höfundaréttagreiðslunni í þessum samningi. Þetta snýst ekki um peningana í sjálfu sér, þetta snýst um þá reglu að höfundarétturinn er í gildi í sjötíu ár eftir andlát höfundar.“ Jakob segir að nú muni hann og lögmaður hans gaumgæfa samninginn og síðan sjá hvað setur. Að ýmsu sé að hyggja áður en næstu skref eru stigin. „Stóri áfanginn er að höfundarétturinn er viðurkenndur hafa meira vægi en viðskiptahagsmunir.“ Ríkisútvarpið Bókmenntir Höfundarréttur Fjölmiðlar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Jakob Jónsson er eini erfingi Svövu Jakobsdóttur, heitinnar, sem er ein af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Hann er rétthafi höfundarverks Svövu. Það kom honum í opna skjöldu þegar Rithöfundasambandið benti honum á að RÚV hefði gert samning við hljóð- og rafbókafyrirtækið Storytel um Gunnlaðarsögu. Um er að ræða hljóðritun á sögunni í lestri höfundar. Hvorki Storytel né RÚV vildu sýna Jakobi samningin sem gerður var um Gunnlaðarsögu og þurfti til úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og er samningurinn nú kominn í hendur Jakobs. „Ég var alveg óafvitandi um það að Ríkisútvarpið væri í rauninni að hirða höfundarlaunin fyrir verk móður minnar sem Ríkisútvarpið hefur náttúrulega ekkert með að gera en þeir áttu náttúrulega upptökuna sem slíka vegna þess að upptakan sem Storytel varð að kaupa af Ríkisútvarpinu var upptaka sem Ríkisútvarpið hafði gert á sínum tíma þannig að þetta var flutningur höfundar á Gunnlaðarsögu en samkvæmt venju sem þá var, við erum nú að tala um ein þrjátíu, fjörutíu ár aftur í tíma, borgaði Ríkisútvarpið fyrir flutning, einn eða tvo og svo vinnu við upplesturinn.“ RÚV segist ekki finna samninginn sem gerður var við Svövu um upplesturinn. „Þarna er eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn einhverjum manni úti í bæ og ekki einu sinni skilið eftir tíkall á þröskuldinum handa mér fyrir það. Það mega menn ekki gera í nútímasamfélagi og ekki einu sinni þó menn séu ríkisstofnun.“ En máttu segja hvað Ríkisútvarpið fékk? „Ég vil ekki segja það en ég get sagt þér að Ríkisútvarpið hirti vænan part af höfundaréttagreiðslunni í þessum samningi. Þetta snýst ekki um peningana í sjálfu sér, þetta snýst um þá reglu að höfundarétturinn er í gildi í sjötíu ár eftir andlát höfundar.“ Jakob segir að nú muni hann og lögmaður hans gaumgæfa samninginn og síðan sjá hvað setur. Að ýmsu sé að hyggja áður en næstu skref eru stigin. „Stóri áfanginn er að höfundarétturinn er viðurkenndur hafa meira vægi en viðskiptahagsmunir.“
Ríkisútvarpið Bókmenntir Höfundarréttur Fjölmiðlar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira