FIFA sendi bréf á allar þátttökuþjóðir á HM: „Einbeitið ykkur að fótboltanum!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2022 12:31 Plís, nenniði að einbeita ykkur að fótboltanum! getty/Stephen McCarthy Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur sent bréf á öll 32 þátttökuliðin á HM í Katar þar sem þau eru beðin að einbeita sér að fótboltanum en ekki siðferðislegum álitamálum. Sky Sports hefur séð bréfið sem er undirritað af Gianni Infantino, forseta FIFA, og Fatma Samoura, framkvæmdastjóra sambandsins. Í bréfinu hvetja þau þátttökuþjóðirnar á HM til að einbeita sér að fótboltanum og „forðast að draga hann inn í hverja einustu hugmyndafræðilegu eða pólítísku deilu sem fyrirfinnst.“ Rúmar tvær vikur eru þar til HM hefst. Umræðan fyrir mótið hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot í Katar og ömurlegan og stórhættulegan aðbúnað verkafólks sem hefur fallið í valinn í þúsundatali við byggingu leikvanga fyrir HM. En forráðamenn FIFA vilja helst ekki að þessi mál séu í umræðunni skömmu áður en flautað verður til leiks á 22. heimsmeistaramótinu. „Vinsamlegast, einbeitum okkur að fótboltanum!“ segir orðrétt í bréfinu. Þar segir einnig: „Allir eru velkomnir á mótið, óháð uppruna, bakgrunni, trú, kyni, kynhneigð eða þjóðerni.“ Þetta rímar þó ekki alveg við stefnu stjórnvalda í Katar. Fyrstu leikirnir á HM fara fram 20. nóvember og mótinu lýkur svo með úrslitaleik 18. desember, á þjóðhátíðardegi Katar. HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Sky Sports hefur séð bréfið sem er undirritað af Gianni Infantino, forseta FIFA, og Fatma Samoura, framkvæmdastjóra sambandsins. Í bréfinu hvetja þau þátttökuþjóðirnar á HM til að einbeita sér að fótboltanum og „forðast að draga hann inn í hverja einustu hugmyndafræðilegu eða pólítísku deilu sem fyrirfinnst.“ Rúmar tvær vikur eru þar til HM hefst. Umræðan fyrir mótið hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot í Katar og ömurlegan og stórhættulegan aðbúnað verkafólks sem hefur fallið í valinn í þúsundatali við byggingu leikvanga fyrir HM. En forráðamenn FIFA vilja helst ekki að þessi mál séu í umræðunni skömmu áður en flautað verður til leiks á 22. heimsmeistaramótinu. „Vinsamlegast, einbeitum okkur að fótboltanum!“ segir orðrétt í bréfinu. Þar segir einnig: „Allir eru velkomnir á mótið, óháð uppruna, bakgrunni, trú, kyni, kynhneigð eða þjóðerni.“ Þetta rímar þó ekki alveg við stefnu stjórnvalda í Katar. Fyrstu leikirnir á HM fara fram 20. nóvember og mótinu lýkur svo með úrslitaleik 18. desember, á þjóðhátíðardegi Katar.
HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira