Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði Bjarki Sigurðsson skrifar 6. nóvember 2022 07:00 Völlurinn er ekki einungis fyrir eldri borgara heldur hafa ungmenni einnig fengið að prófa að pútta. Grunnskólinn á Ísafirði Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu. Árið 2007 var glæstum púttvelli komið fyrir beint fyrir framan Hlíf, íbúðir aldraða á Ísafirði. Við hliðina á vellinum má svo finna sjúkrahús bæjarins og Eyri, hjúkrunarheimili bæjarins. Völlurinn var reistur fyrir tilstillan FEBÍ og er einungis einn annan jafn glæsilegan púttvöll að finna á landinu, í Keflavík. Lengi hafa Ísfirðingar verið með það í vinnslu að byggja nýja álmu við Eyri og fjölga þannig hjúkrunarrýmum. Upphaflega þegar verkefnið var kynnt átti nýja álman að vera norðaustanmegin við húsið, þar sem nú er bílastæði. Það er þó ekki lengur planið heldur eru tillögur um að byggja annað hvort við suðausturhlið byggingarinnar eða suðvesturhliðina, þar sem púttvöllurinn er. Í kjölfar þess sem tillögurnar voru kynntar sendi FEBÍ, ásamt Kubbi, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, erindi til bæjarstjórnar. Áformum um viðbyggingu var fagnað en lýstu félögin yfir áhyggjum sínum að púttvöllur félagsins eigi að hverfa á brott. Púttvöllurinn verði látinn í friði Í samtali við fréttastofu segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður FEBÍ, að meðlimum félagsins sé brugðið. Hún efast um að bæjaryfirvöld skilji hvað það að færa völlinn felur í sér. „Ef þeir ætla að fara yfir púttvöllinn þurfa þeir að byrja á því, ekki bara að afhenda okkur nýjan púttvöll, heldur færa allar lagnir sem eru þarna undir púttvellinum. Það er skólp og rafmagn í allar áttir. Það er hundrað milljóna dæmi að færa þennan púttvöll. Við viljum að púttvöllurinn sé látinn í friði og farið sé í upprunalegu teikninguna,“ segir Sigrún. Eiga ekki til orð Þúsundir manna heimsækja völlinn ár hvert að sögn Sigrúnar. Í sumar var haldið stórt mót á vellinum þar sem fólk alls staðar af landinu kom saman og púttaði. Sigrún segir gesti mótsins ekki hafa átt orð yfir hvað Ísfirðingar ættu flottan púttvöll. Bæjarráð vísaði erindi FEBÍ og Kubbs yfir til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar verður málið tekið fyrir, væntanlega á næsta fundi sem fer fram 10. nóvember næstkomandi. Ísafjarðarbær Hjúkrunarheimili Golf Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Árið 2007 var glæstum púttvelli komið fyrir beint fyrir framan Hlíf, íbúðir aldraða á Ísafirði. Við hliðina á vellinum má svo finna sjúkrahús bæjarins og Eyri, hjúkrunarheimili bæjarins. Völlurinn var reistur fyrir tilstillan FEBÍ og er einungis einn annan jafn glæsilegan púttvöll að finna á landinu, í Keflavík. Lengi hafa Ísfirðingar verið með það í vinnslu að byggja nýja álmu við Eyri og fjölga þannig hjúkrunarrýmum. Upphaflega þegar verkefnið var kynnt átti nýja álman að vera norðaustanmegin við húsið, þar sem nú er bílastæði. Það er þó ekki lengur planið heldur eru tillögur um að byggja annað hvort við suðausturhlið byggingarinnar eða suðvesturhliðina, þar sem púttvöllurinn er. Í kjölfar þess sem tillögurnar voru kynntar sendi FEBÍ, ásamt Kubbi, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, erindi til bæjarstjórnar. Áformum um viðbyggingu var fagnað en lýstu félögin yfir áhyggjum sínum að púttvöllur félagsins eigi að hverfa á brott. Púttvöllurinn verði látinn í friði Í samtali við fréttastofu segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður FEBÍ, að meðlimum félagsins sé brugðið. Hún efast um að bæjaryfirvöld skilji hvað það að færa völlinn felur í sér. „Ef þeir ætla að fara yfir púttvöllinn þurfa þeir að byrja á því, ekki bara að afhenda okkur nýjan púttvöll, heldur færa allar lagnir sem eru þarna undir púttvellinum. Það er skólp og rafmagn í allar áttir. Það er hundrað milljóna dæmi að færa þennan púttvöll. Við viljum að púttvöllurinn sé látinn í friði og farið sé í upprunalegu teikninguna,“ segir Sigrún. Eiga ekki til orð Þúsundir manna heimsækja völlinn ár hvert að sögn Sigrúnar. Í sumar var haldið stórt mót á vellinum þar sem fólk alls staðar af landinu kom saman og púttaði. Sigrún segir gesti mótsins ekki hafa átt orð yfir hvað Ísfirðingar ættu flottan púttvöll. Bæjarráð vísaði erindi FEBÍ og Kubbs yfir til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar verður málið tekið fyrir, væntanlega á næsta fundi sem fer fram 10. nóvember næstkomandi.
Ísafjarðarbær Hjúkrunarheimili Golf Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira