Lögin ekki vandamálið heldur framkvæmdin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 20:00 Arndís Anna segir lögreglu þegar hafa gengið mjög harkalega fram í aðgerðum sínum í vikunni. Vísir/Arnar Þingmaður Pírata segir ekkert í Útlendingalögum skikka stjórnvöld til að framkvæma brottflutning með jafn mikilli hörku og gert var í vikunni. Það veki furðu að ríkisstjórnin ýti eftir nýrri útlendingalöggjöf þegar forsætisráðherra telur mikla sátt ríkja um núgildandi lög. Aðgerð lögreglu fyrr í vikunni, þar sem leit var gerð að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd. Hluti hópsins fannst ekki í aðgerðunum en fimmtán voru sendir með flugvél í gærmorgun til Grikklands. Í þeim hópi var fatlaður maður, líkt og mikið hefur verið fjallað um, en brottflutningur hans hefur vakið sérstaklega mikla reiði. Breið sátt um útlendingalögin Forsætisráðherra segir mögulega þurfa að breyta lögunum en um það hafi ekki komið margar tillögur. „Mér hefur nú heyrst almennt vera mikil samstaða um [lögin] enda voru þau samþykkt í breiðri samstöðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Að hennar mati væru það ekki endilega lögin sem væru vandamálið heldur framkvæmdin. Dómsmálaráðherra stefnir á að nýtt útlendingafrumvarp nái fram að ganga í þinginu fyrir jól. „Það er að ákveðnu leiti skondið að sjá ráðherra ríkisstjórnarinnar tala um þetta núna þar sem þau hafa gengið dálítið hart fram í að koma inn á þingið lagafrumvarpi til að breyta þessum lögum,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Harkan í takt við tal ríkisstjórnarinnar Lögin skikki stjórnvöld ekki til harkalegra aðgerða og því þurfi að breyta framkvæmdinni. „Lögin skikka sjtórnvöld ekki með neinum hætti til að flytja fólk í þessari stöðu úr landi, eða flytja nokkurn mann til Grikklands, né heldur að koma svona fram við fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu.“ Margt bendi til að endurupptökubeiðnir allra í þessum hópi fólks beri árangur. „Þetta er ekki eðlilegt á nokkurn hátt en sérstaklega óeðlilegt í þessum málum vegna þess að þau eiga það öll sameiginlegt að hafa verið mjög gagnrýnd. Þessar niðurstöður kærunefndar hafa verið gagnrýndar og eitt dómsmál er þegar unnið þannig að það er svo margt sem bendir til að þessar endurupptökubeiðnir muni bera árangur og að þessi dómsmál muni vinnast.“ Aðgerðir lögreglu fyrr í vikunni séu ekki réttlætanlegar. „Þetta er meiri harka en við höfum séð. Harkan er að aukast og er samt svolítið í takt við það hvernig ríkisstjórnin hefur verið að tala.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Aðgerð lögreglu fyrr í vikunni, þar sem leit var gerð að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd. Hluti hópsins fannst ekki í aðgerðunum en fimmtán voru sendir með flugvél í gærmorgun til Grikklands. Í þeim hópi var fatlaður maður, líkt og mikið hefur verið fjallað um, en brottflutningur hans hefur vakið sérstaklega mikla reiði. Breið sátt um útlendingalögin Forsætisráðherra segir mögulega þurfa að breyta lögunum en um það hafi ekki komið margar tillögur. „Mér hefur nú heyrst almennt vera mikil samstaða um [lögin] enda voru þau samþykkt í breiðri samstöðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Að hennar mati væru það ekki endilega lögin sem væru vandamálið heldur framkvæmdin. Dómsmálaráðherra stefnir á að nýtt útlendingafrumvarp nái fram að ganga í þinginu fyrir jól. „Það er að ákveðnu leiti skondið að sjá ráðherra ríkisstjórnarinnar tala um þetta núna þar sem þau hafa gengið dálítið hart fram í að koma inn á þingið lagafrumvarpi til að breyta þessum lögum,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Harkan í takt við tal ríkisstjórnarinnar Lögin skikki stjórnvöld ekki til harkalegra aðgerða og því þurfi að breyta framkvæmdinni. „Lögin skikka sjtórnvöld ekki með neinum hætti til að flytja fólk í þessari stöðu úr landi, eða flytja nokkurn mann til Grikklands, né heldur að koma svona fram við fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu.“ Margt bendi til að endurupptökubeiðnir allra í þessum hópi fólks beri árangur. „Þetta er ekki eðlilegt á nokkurn hátt en sérstaklega óeðlilegt í þessum málum vegna þess að þau eiga það öll sameiginlegt að hafa verið mjög gagnrýnd. Þessar niðurstöður kærunefndar hafa verið gagnrýndar og eitt dómsmál er þegar unnið þannig að það er svo margt sem bendir til að þessar endurupptökubeiðnir muni bera árangur og að þessi dómsmál muni vinnast.“ Aðgerðir lögreglu fyrr í vikunni séu ekki réttlætanlegar. „Þetta er meiri harka en við höfum séð. Harkan er að aukast og er samt svolítið í takt við það hvernig ríkisstjórnin hefur verið að tala.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
„Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44
Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33
Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“