Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 21:31 Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í vikunni af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra. Aðsend Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. Stjórnarráðið birti tilkynningu fyrr í kvöld í tilefni af aðgerðum lögreglu við brottvísun hælisleitenda aðfaranótt 3. nóvember. „Útlendingi sem fær endanlega synjun á umsókn um vernd á stjórnsýslustigi ber lögum samkvæmt að yfirgefa landið enda er hann þá í ólögmætri dvöl […] Að jafnaði stendur útlendingum í þessari stöðu til boða að fara sjálfviljugir úr landi, án aðkomu lögreglu, eftir atvikum með aðstoð stjórnvalda svo sem með greiðslu fargjalda. Fari einstaklingur ekki sjálfviljugur er flutningur úr landi í fylgd lögreglu eina úrræði stjórnvalda til að framfylgja frávísun eða brottvísun.“ Stjórnarráðið rekur aðstæður í hælisleitenda í Grikklandi og segir að stjórnvöld og dómstólar hafi hafnað því að endursendingar til Grikklands brjóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu og lög um útlendinga. Fjölskylda, sem var meðal þeirra sem vísað var úr landi í vikunni, átti von á því að skorið yrði mjög bráðlega úr því hvort þau fengju efnislega meðferð hér á landi. Stjórnarráðið áréttar að efnisleg úrlausn fresti ekki réttaráhrifum. „Þannig verður framkvæmd ákvörðunar um brottvísun eða frávísun ekki frestað með því að höfða mál fyrir dómi nema kærunefnd útlendingamála fallist á slíkt. Að sama skapi frestar það ekki framkvæmd ákvörðunar að leggja fram beiðni um endurupptöku máls.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Stjórnarráðið birti tilkynningu fyrr í kvöld í tilefni af aðgerðum lögreglu við brottvísun hælisleitenda aðfaranótt 3. nóvember. „Útlendingi sem fær endanlega synjun á umsókn um vernd á stjórnsýslustigi ber lögum samkvæmt að yfirgefa landið enda er hann þá í ólögmætri dvöl […] Að jafnaði stendur útlendingum í þessari stöðu til boða að fara sjálfviljugir úr landi, án aðkomu lögreglu, eftir atvikum með aðstoð stjórnvalda svo sem með greiðslu fargjalda. Fari einstaklingur ekki sjálfviljugur er flutningur úr landi í fylgd lögreglu eina úrræði stjórnvalda til að framfylgja frávísun eða brottvísun.“ Stjórnarráðið rekur aðstæður í hælisleitenda í Grikklandi og segir að stjórnvöld og dómstólar hafi hafnað því að endursendingar til Grikklands brjóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu og lög um útlendinga. Fjölskylda, sem var meðal þeirra sem vísað var úr landi í vikunni, átti von á því að skorið yrði mjög bráðlega úr því hvort þau fengju efnislega meðferð hér á landi. Stjórnarráðið áréttar að efnisleg úrlausn fresti ekki réttaráhrifum. „Þannig verður framkvæmd ákvörðunar um brottvísun eða frávísun ekki frestað með því að höfða mál fyrir dómi nema kærunefnd útlendingamála fallist á slíkt. Að sama skapi frestar það ekki framkvæmd ákvörðunar að leggja fram beiðni um endurupptöku máls.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26
Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55
Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50