Pep við Zlatan: „Skrifaðu aðra bók“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 16:00 Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimavic eru enn og aftur komnir í hár saman. Vísir/Getty Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimovic eru engir sérstakir vinir. Nú hefur þeim enn og aftur lent saman eftir að Ibrahimovic sagði í viðtali að egó Guardiola kæmi í veg fyrir framfarir Erling Haaland hjá Manchester City. Zlatan var í liði Barcelona árin 2009-2011 undir stjórn Guardiola og gaf Spánverjanum enga sérstaka dóma í ævisögu sinni sem hann gaf út árið 2011. „Ég öskraði: Þú ert ekki með pung. Þú kúkar á þig fyrir framan Mourinho. Farðu til helvítis,“ skrifaði Zlatan í bók sinni og hefur í seinni tíð sagt að Guardiola sé barnalegasti þjálfari sem hann hefur haft. Á dögunum fór Zlatan síðan í viðtal hjá frönsku sjónvarspsstöðinni Canal+ og fékk þar spurningar um velgengni Erling Haaland hjá Manchester City en Norðmaðurinn hefur byrjað tímabilið stórkostlega á Englandi. „Getur Guardiola gert Haaland ennþá betri? Það fer eftir egói Guardiola, ef hann leyfir Haaland að vera stærri karakter en hann sjálfur. Hann leyfði hvorki mér né öðrum leikmönnum að vera það,“ sagði Svíinn. Pep Guardiola var spurður út í þessi ummæli Zlatan á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City gegn Fulham í dag. Hann svaraði kaldhæðnislega að hann væri stærsti egóistinn hjá Englandsmeisturunum. „Hann hefur rétt fyrir sér, algjörlega rétt. Hjá þessu félagi, í þessu liði er egóið mitt stærra en frammistöður allra leikmanna. Ég er ekki ánægður með það þegar Erling skorar þrjú mörk og allt fjallar um hann. Ég verð svo öfundssjúkur. Í alvöru talað, svo öfundssjúkur.“ „Ég segi við Erling: Gerðu það, ekki skora fleiri mörk því þá skrifa The Sun og Daily Mail ekki neitt um mig. Zlatan þekkir mig vel. Hann getur kannski skrifað nýja bók því hann hefur rétt fyrir sér, egóið mitt er risastórt.“ Zlatan Ibrahimovic said Pep Guardiola's ego will hamper Erling Haaland's ability at Manchester City.Pep's response is just perfect Pep #ManCity #MCFC pic.twitter.com/4y8pJRe7re— Mike Minay (@MikeMinay) November 4, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Sjá meira
Zlatan var í liði Barcelona árin 2009-2011 undir stjórn Guardiola og gaf Spánverjanum enga sérstaka dóma í ævisögu sinni sem hann gaf út árið 2011. „Ég öskraði: Þú ert ekki með pung. Þú kúkar á þig fyrir framan Mourinho. Farðu til helvítis,“ skrifaði Zlatan í bók sinni og hefur í seinni tíð sagt að Guardiola sé barnalegasti þjálfari sem hann hefur haft. Á dögunum fór Zlatan síðan í viðtal hjá frönsku sjónvarspsstöðinni Canal+ og fékk þar spurningar um velgengni Erling Haaland hjá Manchester City en Norðmaðurinn hefur byrjað tímabilið stórkostlega á Englandi. „Getur Guardiola gert Haaland ennþá betri? Það fer eftir egói Guardiola, ef hann leyfir Haaland að vera stærri karakter en hann sjálfur. Hann leyfði hvorki mér né öðrum leikmönnum að vera það,“ sagði Svíinn. Pep Guardiola var spurður út í þessi ummæli Zlatan á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City gegn Fulham í dag. Hann svaraði kaldhæðnislega að hann væri stærsti egóistinn hjá Englandsmeisturunum. „Hann hefur rétt fyrir sér, algjörlega rétt. Hjá þessu félagi, í þessu liði er egóið mitt stærra en frammistöður allra leikmanna. Ég er ekki ánægður með það þegar Erling skorar þrjú mörk og allt fjallar um hann. Ég verð svo öfundssjúkur. Í alvöru talað, svo öfundssjúkur.“ „Ég segi við Erling: Gerðu það, ekki skora fleiri mörk því þá skrifa The Sun og Daily Mail ekki neitt um mig. Zlatan þekkir mig vel. Hann getur kannski skrifað nýja bók því hann hefur rétt fyrir sér, egóið mitt er risastórt.“ Zlatan Ibrahimovic said Pep Guardiola's ego will hamper Erling Haaland's ability at Manchester City.Pep's response is just perfect Pep #ManCity #MCFC pic.twitter.com/4y8pJRe7re— Mike Minay (@MikeMinay) November 4, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Sjá meira
Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15