Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 18:00 Annan leikinn í röð skoraði Leeds United sigurmark undir lok leiks. Daniel Chesterton/Getty Images Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. Leeds byggði á góðum sigri gegn Liverpool í síðustu umferð með stórskemmtilegum sigri í dag. Rodrigo kom heimamönnum í Leeds yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Marcus Tavernier svaraði fyrir gestina skömmu síðar og Philip Billing sá til þess að Bournemouth var 2-1 yfir í hálfleik. Dominic Solanke kom gestunum í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og virtist Bournemouth vera á leið heim með þrjú stig. Varamaðurinn Sam Greenwood var ekki sammála því en hann minnkaði muninn þegar hálftími var til leiksloka. Greenwood lagði svo upp jöfnunarmarkið sem Liam Cooper skoraði. Crysencio Summerville skoraði svo sigurmarkið, annan leikinn í röð, á 84. mínútu. Staðan orðin 4-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Leeds er komið upp í 12. sæti með 15 stig að loknum 13 leikjum. Bournemouth er í 15. sæti með 13 stig. FULL-TIME Leeds 4-3 AFC BournemouthA fantastic Leeds comeback sees them come back from 3-1 down to take all three points in a cracker, with Crysencio Summerville scoring the late winner#LEEBOU pic.twitter.com/BywoNpQuHP— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Í Nottingham var Brentford í heimsókn. Heimamenn í Forest komust yfir þökk sé marki Morgan Gibbs-White á 20. mínútu en á þriðju mínútur uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Bryan Mbeumo skoraði í fjarveru Ivan Toney og staðan 1-1 í hálfleik. Yoane Wissa kom Brentford yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma varð Zanka fyrir því óláni að skora sjálfsmark og fór það svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli. FULL-TIME Nott m Forest 2-2 BrentfordA dramatic finale sees the hosts fight back to clinch a point#NFOBRE pic.twitter.com/h2exVuXSjv— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Nottingham er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 10 stig á meðan Brentford er í 10. sæti með 16 stig. Að lokum vann Brighton 3-2 sigur á Úlfunum. Tapliðið er í 19. sæti með 10 stig á meðan Brighton er í 6. sæti með 21 stig. FULL-TIME Wolves 2-3 BrightonPascal Gross nets the winner late on following an eventful first half#WOLBHA pic.twitter.com/H88lbUapwh— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Leeds byggði á góðum sigri gegn Liverpool í síðustu umferð með stórskemmtilegum sigri í dag. Rodrigo kom heimamönnum í Leeds yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Marcus Tavernier svaraði fyrir gestina skömmu síðar og Philip Billing sá til þess að Bournemouth var 2-1 yfir í hálfleik. Dominic Solanke kom gestunum í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og virtist Bournemouth vera á leið heim með þrjú stig. Varamaðurinn Sam Greenwood var ekki sammála því en hann minnkaði muninn þegar hálftími var til leiksloka. Greenwood lagði svo upp jöfnunarmarkið sem Liam Cooper skoraði. Crysencio Summerville skoraði svo sigurmarkið, annan leikinn í röð, á 84. mínútu. Staðan orðin 4-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Leeds er komið upp í 12. sæti með 15 stig að loknum 13 leikjum. Bournemouth er í 15. sæti með 13 stig. FULL-TIME Leeds 4-3 AFC BournemouthA fantastic Leeds comeback sees them come back from 3-1 down to take all three points in a cracker, with Crysencio Summerville scoring the late winner#LEEBOU pic.twitter.com/BywoNpQuHP— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Í Nottingham var Brentford í heimsókn. Heimamenn í Forest komust yfir þökk sé marki Morgan Gibbs-White á 20. mínútu en á þriðju mínútur uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Bryan Mbeumo skoraði í fjarveru Ivan Toney og staðan 1-1 í hálfleik. Yoane Wissa kom Brentford yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma varð Zanka fyrir því óláni að skora sjálfsmark og fór það svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli. FULL-TIME Nott m Forest 2-2 BrentfordA dramatic finale sees the hosts fight back to clinch a point#NFOBRE pic.twitter.com/h2exVuXSjv— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Nottingham er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 10 stig á meðan Brentford er í 10. sæti með 16 stig. Að lokum vann Brighton 3-2 sigur á Úlfunum. Tapliðið er í 19. sæti með 10 stig á meðan Brighton er í 6. sæti með 21 stig. FULL-TIME Wolves 2-3 BrightonPascal Gross nets the winner late on following an eventful first half#WOLBHA pic.twitter.com/H88lbUapwh— Premier League (@premierleague) November 5, 2022
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15