Lærisveinar Pep Guardiola hafa nú unnið tíu heimaleiki í röð í öllum keppnum. Liðið var manni færri lungann úr leiknum gegn Fulham en fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og varamaðurinn Håland reyndist hetjan.
94:33 - At 94 minutes and 33 seconds, Erling Haaland's penalty is Manchester City's latest winning goal in the Premier League since November 2017 against Southampton, when Raheem Sterling scored on 95:04. Rescued. pic.twitter.com/EDeGqVrpp0
— OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2022
„Þetta var frábært. Ég var mjög stressaður [áður en ég tók vítið]. Þetta var eitt mest stressandi augnablik lífs míns, en frábært. Vítaspyrna á síðustu mínútu, auðvitað er maður stressaður en þetta er mögnuð tilfinning,“ sagði framherjinn við fjölmiðla eftir leik.
„Ég elska þetta. Ég hef verið meiddur í viku og þetta var mjög mikilvægur sigur.“
Manchester City fór á topp deildarinnar með sigrinum en Arsenal getur náð toppsætinu á nýjan leik með sigri á Chelsea.