Dósum stolið fyrir milljón frá Hjálparsveitinni Tintron Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2022 14:03 Jakob Guðnason, varaformaður Tintrons í Grímsnesi, sem segir að væri ekki verið að stela dósum úr dósakössum sveitarinnar fengin sveitin milljón meira í tekjur á ári. SigóSig Mikið svekkelsi er á meðan björgunarsveitarmanna í Hjálparsveitinni Tintron í Grímsnes- og Grafningshreppi því það er ítrekað verið að stela dósum úr dósagámum sveitarinnar, sem staðsettir eru á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Tintron er með nokkra stóra dósagáma staðsetta hér og þar í sveitarfélaginu og hafa þeir gefið sveitinni miklar tekjur enda mikið af sumarbústaðafólki og ferðamönnum á svæðinu, sem lætur dósir og flöskur í gámana og styrkir þar með Tintron, svo ekki sé minnst á heimamenn. Gámarnir eru samstarfsverkefni Tintron og Grænna Skáta. Jakbob Guðnason er varaformaður Tintrons. „Það eru óprúttnir aðilar að stela dósunum frá okkur, sem Græni Skátar og Tintron eru að safna hér í Grímsnesi. Þar er farið mjög reglulega, nánast hverja helgi og tæmdir hjá okkur kassarnir,“ segir Jakob. Jakob segir þetta óþolandi og mikinn tekjumissi því sveitin sé til dæmis í framkvæmdum við húsnæði sitt og að ágóðinn af dósunum hafi verið einu föstu tekjurnar. „Það hefur verið upp á síðkastið til dæmis núna tvær síðustu helgar hefur verið farið í fimm til sex gáma, bæði hjá okkur og svo á Laugarvatni. Þannig að þetta er gert skipulega, það er ekki bara einhver einn gámur tekinn, heldur er farið á allar stöðvarnar,“ bætir Jakob við. Jakob segir að dósagámarnir séu brotnir upp með því að klippa á lása oft með tilheyrandi skemmtum, sem sé þá tjón fyrir Græna skáta, sem eiga gámana. Síðan eru notuð tæki og tól til að ná dósunum upp úr gámunum. „Það er einhver grunur, lögreglan hefur aðeins verið að aðstoða okkur í þessu en við vitum ekki núna hver þetta er. Það er búið að taka nokkra aðila í sumar þar sem þetta er ekki bara bundið við okkar svæði, Grímsnesið eða Árnessýsluna, þetta er Borgarfjörðurinn og höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Jakob. Jakob segir að nú sé unnið að því að setja upp myndavélar og eftirlitskerfi við gáma þar sem það sé hægt en á öðrum stöðum er ekkert rafmagn og því ekki hægt að setja upp kerfi. En hvað er fjárhagstjónið mikið fyrir Tintron vegna stolinna dósa? „Miðað við það magn, sem er búið að vera að taka núna þá gætum við örugglega á ári verið að fá milljón meira ef það væri ekki tekið úr kössunum,“ segir varaformaður Tintrons í Grímsnes- og Grafningshreppi. Dósasöfnunin er samstarfsverkefni Hjálparsveitarinnar Tintron og Grænna skáta ( sem er í eigu Bandalags íslenskra skáta ) og er mikilvæg fjáröflun fyrir báða aðila. Hér eru gámar á einu gámasvæðinu í Grímsnes- og Grafningshreppi.Aðsend Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tintron er með nokkra stóra dósagáma staðsetta hér og þar í sveitarfélaginu og hafa þeir gefið sveitinni miklar tekjur enda mikið af sumarbústaðafólki og ferðamönnum á svæðinu, sem lætur dósir og flöskur í gámana og styrkir þar með Tintron, svo ekki sé minnst á heimamenn. Gámarnir eru samstarfsverkefni Tintron og Grænna Skáta. Jakbob Guðnason er varaformaður Tintrons. „Það eru óprúttnir aðilar að stela dósunum frá okkur, sem Græni Skátar og Tintron eru að safna hér í Grímsnesi. Þar er farið mjög reglulega, nánast hverja helgi og tæmdir hjá okkur kassarnir,“ segir Jakob. Jakob segir þetta óþolandi og mikinn tekjumissi því sveitin sé til dæmis í framkvæmdum við húsnæði sitt og að ágóðinn af dósunum hafi verið einu föstu tekjurnar. „Það hefur verið upp á síðkastið til dæmis núna tvær síðustu helgar hefur verið farið í fimm til sex gáma, bæði hjá okkur og svo á Laugarvatni. Þannig að þetta er gert skipulega, það er ekki bara einhver einn gámur tekinn, heldur er farið á allar stöðvarnar,“ bætir Jakob við. Jakob segir að dósagámarnir séu brotnir upp með því að klippa á lása oft með tilheyrandi skemmtum, sem sé þá tjón fyrir Græna skáta, sem eiga gámana. Síðan eru notuð tæki og tól til að ná dósunum upp úr gámunum. „Það er einhver grunur, lögreglan hefur aðeins verið að aðstoða okkur í þessu en við vitum ekki núna hver þetta er. Það er búið að taka nokkra aðila í sumar þar sem þetta er ekki bara bundið við okkar svæði, Grímsnesið eða Árnessýsluna, þetta er Borgarfjörðurinn og höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Jakob. Jakob segir að nú sé unnið að því að setja upp myndavélar og eftirlitskerfi við gáma þar sem það sé hægt en á öðrum stöðum er ekkert rafmagn og því ekki hægt að setja upp kerfi. En hvað er fjárhagstjónið mikið fyrir Tintron vegna stolinna dósa? „Miðað við það magn, sem er búið að vera að taka núna þá gætum við örugglega á ári verið að fá milljón meira ef það væri ekki tekið úr kössunum,“ segir varaformaður Tintrons í Grímsnes- og Grafningshreppi. Dósasöfnunin er samstarfsverkefni Hjálparsveitarinnar Tintron og Grænna skáta ( sem er í eigu Bandalags íslenskra skáta ) og er mikilvæg fjáröflun fyrir báða aðila. Hér eru gámar á einu gámasvæðinu í Grímsnes- og Grafningshreppi.Aðsend
Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira