„Það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 21:38 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var sérstaklega sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld. Stjarnan var ellefu mörkum yfir í hálfleik 21-10 en misstu forskotið niður í seinni hálfleik. Leikurinn endaði með fimm marka sigri Stjörnunnar 33-28. „Fyrri hálfleikurinn var frábær, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Rosalega einbeiting og kraftur. Það var mikið um rétta og góða hluti hjá okkur, seinni hálfleikur var skelfilegur. Það var margt lélegt og ég er fúll með það en auðvitað er ég ánægður að vinna. Við höfðum svo sem engu að tapa, ellefu mörk undir í hálfleik. Mér finnst að það eigi að vera meiri gæði, hausinn fer frá mönnum og þetta er eitthvað sem á ekkert að gerast. Þú ert að spila flottan leik og þú átt að halda áfram en það var eins og menn slökuðu aðeins á og ég er óánægður með það.“ Patrekur telur að strákarnir hafi slakað aðeins of mikið á í seinni hálfleik í ljósi þess að vera með ellefu marka forystu. Hann segist vera óánægður með það og vill að strákarnir spili góðan leik í meira en þrjátíu mínútur. „Þú ferð inn í hálfleik með ellefu mörk og það er frábært, það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram. Það sem ÍR-ingarnir gerðu að þeir keyrðu á okkur og við vorum að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik, þetta er bara hugafar. Fyrir norðan vorum við góðir í 35 mínútur núna vorum við góðir í 30 mínútur. Ég veit alveg hvað býr í þessu liði hjá mér eins og við sýndum í fyrri hálfleik, fínan handbolta, mikil orka og vorum andlega sterkir. Ég veit líka eins og við sýndum hérna að síðustu tuttugu mínúturnar var ömurlegt.“ Arnór Freyr Stefánsson kom aðeins inn á í vítum í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson og Brynjar Hólm Grétarsson spiluðu ekkert í kvöld. Aðspurður hvort þeir væru komnir á meiðslalistann sagðist Patrekur vera að búa til breidd og að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið. „Ég treysti mínum mönnum sem eru að æfa og annar fékk að spila meira núna. Ef þú ætlar að búa til breidd þá þurfa þeir að fara inn á völlinn. Gunnar Steinn var frábær fyrir norðan, átti einn sinn besta leik þar. Ég ákvað þetta bara.“ Næsti leikur er við Selfoss og vill Patrekur að strákarnir sýni góðan leik í meira en þrjátíu mínútur „Það er á móti Selfoss, það er nýr leikur og þeir eru hörkugóðir og við vitum það alveg. Við þurfum eins og ég segi, ég veit að við náum kannski ekki alltaf sextíu mínútum eins og við vorum í fyrri hálfleik. En það má ekki botninn detta svona algjörlega úr þessu og við þurfum áfram hægt og rólega að bæta okkur í því. Ég hljóma kannski neikvæður en við sýndum flotta takta í fyrri hálfleik en í næsta leik þurfum við meiri gæði í lengri tíma, ekki bara þrjátíu mínútur.“ Stjarnan Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var frábær, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Rosalega einbeiting og kraftur. Það var mikið um rétta og góða hluti hjá okkur, seinni hálfleikur var skelfilegur. Það var margt lélegt og ég er fúll með það en auðvitað er ég ánægður að vinna. Við höfðum svo sem engu að tapa, ellefu mörk undir í hálfleik. Mér finnst að það eigi að vera meiri gæði, hausinn fer frá mönnum og þetta er eitthvað sem á ekkert að gerast. Þú ert að spila flottan leik og þú átt að halda áfram en það var eins og menn slökuðu aðeins á og ég er óánægður með það.“ Patrekur telur að strákarnir hafi slakað aðeins of mikið á í seinni hálfleik í ljósi þess að vera með ellefu marka forystu. Hann segist vera óánægður með það og vill að strákarnir spili góðan leik í meira en þrjátíu mínútur. „Þú ferð inn í hálfleik með ellefu mörk og það er frábært, það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram. Það sem ÍR-ingarnir gerðu að þeir keyrðu á okkur og við vorum að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik, þetta er bara hugafar. Fyrir norðan vorum við góðir í 35 mínútur núna vorum við góðir í 30 mínútur. Ég veit alveg hvað býr í þessu liði hjá mér eins og við sýndum í fyrri hálfleik, fínan handbolta, mikil orka og vorum andlega sterkir. Ég veit líka eins og við sýndum hérna að síðustu tuttugu mínúturnar var ömurlegt.“ Arnór Freyr Stefánsson kom aðeins inn á í vítum í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson og Brynjar Hólm Grétarsson spiluðu ekkert í kvöld. Aðspurður hvort þeir væru komnir á meiðslalistann sagðist Patrekur vera að búa til breidd og að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið. „Ég treysti mínum mönnum sem eru að æfa og annar fékk að spila meira núna. Ef þú ætlar að búa til breidd þá þurfa þeir að fara inn á völlinn. Gunnar Steinn var frábær fyrir norðan, átti einn sinn besta leik þar. Ég ákvað þetta bara.“ Næsti leikur er við Selfoss og vill Patrekur að strákarnir sýni góðan leik í meira en þrjátíu mínútur „Það er á móti Selfoss, það er nýr leikur og þeir eru hörkugóðir og við vitum það alveg. Við þurfum eins og ég segi, ég veit að við náum kannski ekki alltaf sextíu mínútum eins og við vorum í fyrri hálfleik. En það má ekki botninn detta svona algjörlega úr þessu og við þurfum áfram hægt og rólega að bæta okkur í því. Ég hljóma kannski neikvæður en við sýndum flotta takta í fyrri hálfleik en í næsta leik þurfum við meiri gæði í lengri tíma, ekki bara þrjátíu mínútur.“
Stjarnan Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni