Stærðfræðikunnáttan klikkaði hjá Guardiola í viðtali eftir sigurinn gegn Fulham Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 22:30 Guardiola fagnar með Erling Haaland eftir leikinn gegn Fulham í gær. Vísir/Getty Erling Braut Haaland tryggði Manchester City sigur gegn Fulham í gær með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Pep Guardiola klikkaði aðeins á stærðfræðinni í viðtali eftir leik. Mark Haalands kom í uppbótartíma leiksins í gær en þá skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kevin De Bruyne féll frekar auðveldlega í teig Fulham. Haaland sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi sjaldan í lífinu verið jafn stressaður og þegar hann stillti boltanum upp á vítapunktinum. „Vítaspyrna á síðustu mínútunni? Að sjálfsögðu er ég stressaður,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við BBC eftir leikinn í gær. „Þetta snerist um að komast í gegnum þetta almennilega og ég gerði það. Það var frábær tilfinning að skora. Ég var búinn að vera meiddur í viku og sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur.“ Erling Haaland og Pep Guardiola voru ánægðir í leikslok enda fór Manchester City í efsta sæti deildarinnar þó svo að Arsenal hafi hirt það af þeim í dag á nýjan leik.Vísir/Getty Bernd Leno, markvörður Fulham, var ekki langt frá því að verja spyrnu Haaland og var í boltanum sem fór þó í netið enda skot Norðmannsins nokkuð fast. „Mér er sama hvernig hann fór inn, þetta snýst að koma boltanum inn. Þetta var frábær tilfinning. Fyrir mér snerist þetta um að koma inn á völlinn með orku og reyna að skora vegna þess að þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg. Þetta var spurning um að ná þessu og við gerðum það,“ bætti Haaland við en hann kom inn sem varamaður í leiknum. „75/30? Ég er ekki snillingur“ Pep Guardiola segist skilja að Haaland hafi verið stressaður að taka vítaspyrnuna. Stærðfræðikunnátta Guardiola brást honum þó eitthvað þegar hann reyndi að útskýra hvernig þetta gerðist allt saman. „Það leið langur tími áður en hann gat sett boltann niður og tekið vítaspyrnuna. Þá færðu mikinn tíma til þess að hugsa,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik. „Vítaspyrnan var ekki sú besta sem ég hef séð en hann skaut fast. Þegar þú skýtur laust í annað hornið þá er 50/50 líkur á því hvort spyrnan verður varin. Ef þú skýtur fast þá er það 75/30, nei afsakið 75/15. Stærðfræði, ég er enginn snillingur,“ sagði Spánverjinn og þarf greinilega eitthvað að rifja upp líkindareikninginn hjá sér. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira
Mark Haalands kom í uppbótartíma leiksins í gær en þá skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kevin De Bruyne féll frekar auðveldlega í teig Fulham. Haaland sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi sjaldan í lífinu verið jafn stressaður og þegar hann stillti boltanum upp á vítapunktinum. „Vítaspyrna á síðustu mínútunni? Að sjálfsögðu er ég stressaður,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við BBC eftir leikinn í gær. „Þetta snerist um að komast í gegnum þetta almennilega og ég gerði það. Það var frábær tilfinning að skora. Ég var búinn að vera meiddur í viku og sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur.“ Erling Haaland og Pep Guardiola voru ánægðir í leikslok enda fór Manchester City í efsta sæti deildarinnar þó svo að Arsenal hafi hirt það af þeim í dag á nýjan leik.Vísir/Getty Bernd Leno, markvörður Fulham, var ekki langt frá því að verja spyrnu Haaland og var í boltanum sem fór þó í netið enda skot Norðmannsins nokkuð fast. „Mér er sama hvernig hann fór inn, þetta snýst að koma boltanum inn. Þetta var frábær tilfinning. Fyrir mér snerist þetta um að koma inn á völlinn með orku og reyna að skora vegna þess að þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg. Þetta var spurning um að ná þessu og við gerðum það,“ bætti Haaland við en hann kom inn sem varamaður í leiknum. „75/30? Ég er ekki snillingur“ Pep Guardiola segist skilja að Haaland hafi verið stressaður að taka vítaspyrnuna. Stærðfræðikunnátta Guardiola brást honum þó eitthvað þegar hann reyndi að útskýra hvernig þetta gerðist allt saman. „Það leið langur tími áður en hann gat sett boltann niður og tekið vítaspyrnuna. Þá færðu mikinn tíma til þess að hugsa,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik. „Vítaspyrnan var ekki sú besta sem ég hef séð en hann skaut fast. Þegar þú skýtur laust í annað hornið þá er 50/50 líkur á því hvort spyrnan verður varin. Ef þú skýtur fast þá er það 75/30, nei afsakið 75/15. Stærðfræði, ég er enginn snillingur,“ sagði Spánverjinn og þarf greinilega eitthvað að rifja upp líkindareikninginn hjá sér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira
Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15