Stærðfræðikunnáttan klikkaði hjá Guardiola í viðtali eftir sigurinn gegn Fulham Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 22:30 Guardiola fagnar með Erling Haaland eftir leikinn gegn Fulham í gær. Vísir/Getty Erling Braut Haaland tryggði Manchester City sigur gegn Fulham í gær með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Pep Guardiola klikkaði aðeins á stærðfræðinni í viðtali eftir leik. Mark Haalands kom í uppbótartíma leiksins í gær en þá skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kevin De Bruyne féll frekar auðveldlega í teig Fulham. Haaland sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi sjaldan í lífinu verið jafn stressaður og þegar hann stillti boltanum upp á vítapunktinum. „Vítaspyrna á síðustu mínútunni? Að sjálfsögðu er ég stressaður,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við BBC eftir leikinn í gær. „Þetta snerist um að komast í gegnum þetta almennilega og ég gerði það. Það var frábær tilfinning að skora. Ég var búinn að vera meiddur í viku og sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur.“ Erling Haaland og Pep Guardiola voru ánægðir í leikslok enda fór Manchester City í efsta sæti deildarinnar þó svo að Arsenal hafi hirt það af þeim í dag á nýjan leik.Vísir/Getty Bernd Leno, markvörður Fulham, var ekki langt frá því að verja spyrnu Haaland og var í boltanum sem fór þó í netið enda skot Norðmannsins nokkuð fast. „Mér er sama hvernig hann fór inn, þetta snýst að koma boltanum inn. Þetta var frábær tilfinning. Fyrir mér snerist þetta um að koma inn á völlinn með orku og reyna að skora vegna þess að þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg. Þetta var spurning um að ná þessu og við gerðum það,“ bætti Haaland við en hann kom inn sem varamaður í leiknum. „75/30? Ég er ekki snillingur“ Pep Guardiola segist skilja að Haaland hafi verið stressaður að taka vítaspyrnuna. Stærðfræðikunnátta Guardiola brást honum þó eitthvað þegar hann reyndi að útskýra hvernig þetta gerðist allt saman. „Það leið langur tími áður en hann gat sett boltann niður og tekið vítaspyrnuna. Þá færðu mikinn tíma til þess að hugsa,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik. „Vítaspyrnan var ekki sú besta sem ég hef séð en hann skaut fast. Þegar þú skýtur laust í annað hornið þá er 50/50 líkur á því hvort spyrnan verður varin. Ef þú skýtur fast þá er það 75/30, nei afsakið 75/15. Stærðfræði, ég er enginn snillingur,“ sagði Spánverjinn og þarf greinilega eitthvað að rifja upp líkindareikninginn hjá sér. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira
Mark Haalands kom í uppbótartíma leiksins í gær en þá skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kevin De Bruyne féll frekar auðveldlega í teig Fulham. Haaland sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi sjaldan í lífinu verið jafn stressaður og þegar hann stillti boltanum upp á vítapunktinum. „Vítaspyrna á síðustu mínútunni? Að sjálfsögðu er ég stressaður,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við BBC eftir leikinn í gær. „Þetta snerist um að komast í gegnum þetta almennilega og ég gerði það. Það var frábær tilfinning að skora. Ég var búinn að vera meiddur í viku og sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur.“ Erling Haaland og Pep Guardiola voru ánægðir í leikslok enda fór Manchester City í efsta sæti deildarinnar þó svo að Arsenal hafi hirt það af þeim í dag á nýjan leik.Vísir/Getty Bernd Leno, markvörður Fulham, var ekki langt frá því að verja spyrnu Haaland og var í boltanum sem fór þó í netið enda skot Norðmannsins nokkuð fast. „Mér er sama hvernig hann fór inn, þetta snýst að koma boltanum inn. Þetta var frábær tilfinning. Fyrir mér snerist þetta um að koma inn á völlinn með orku og reyna að skora vegna þess að þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg. Þetta var spurning um að ná þessu og við gerðum það,“ bætti Haaland við en hann kom inn sem varamaður í leiknum. „75/30? Ég er ekki snillingur“ Pep Guardiola segist skilja að Haaland hafi verið stressaður að taka vítaspyrnuna. Stærðfræðikunnátta Guardiola brást honum þó eitthvað þegar hann reyndi að útskýra hvernig þetta gerðist allt saman. „Það leið langur tími áður en hann gat sett boltann niður og tekið vítaspyrnuna. Þá færðu mikinn tíma til þess að hugsa,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik. „Vítaspyrnan var ekki sú besta sem ég hef séð en hann skaut fast. Þegar þú skýtur laust í annað hornið þá er 50/50 líkur á því hvort spyrnan verður varin. Ef þú skýtur fast þá er það 75/30, nei afsakið 75/15. Stærðfræði, ég er enginn snillingur,“ sagði Spánverjinn og þarf greinilega eitthvað að rifja upp líkindareikninginn hjá sér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira
Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15