Í umspilinu mætast liðin sem enduðu í 3. sæti síns riðils í Meistaradeild Evrópu og liðin sem enduðu í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni.
Eitt Íslendingalið er í keppninni en það er danska liðið Midtjylland sem landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson leikur með en Midtjylland mætir Sporting Lissabon.
Dráttinn má sjá hér að neðan.
Umspilið:
- Barcelona - Man. Utd
- Juventus - Nantes
- Sporting Lissabon - Midtjylland
- Shaktar Donetsk - Rennes
- Ajax - Union Berlín
- Leverkusen - Monaco
- Sevilla - PSV Eindhoven
- Salzburg - Roma
Umspilið fer fram 16. og 23. febrúar. Liðin sem vinna komast áfram í 16-liða úrslit en þar bíða liðin átta sem unnu sinn riðil í Evrópudeildinni. Þau lið eru Arsenal, Fenerbahce, Real Betis, Union Saint-Gilloise, Real Sociedad, Feyenoord, Freiburg, Ferencváros.
Drátturinn í dag var í beinni útsendingu á Vísi og hér má sjá útsendinguna.
Hér að neðan má sjá flokkana tvo fyrir dráttinn í dag. Lið úr sama flokki gátu ekki mæst og ekki heldur lið frá sama landi.
Lið úr Evrópudeild:
- PSV (Holland)
- Roma (Ítalía)
- Manchester United (England)
- Nantes (Frakkland)
- Rennes (Frakkland)
- Union Berlín (Þýskaland)
- Midtjylland (Danmörk)
- Monaco (Frakkland)
Lið úr Meistaradeild:
- Ajax (Holland)
- Barcelona (Spánn)
- Salzburg (Austurríki)
- Sevilla (Spánn)
- Leverkusen (Þýskaland)
- Sporting Lissabon (Portúgal)
- Shaktar Donetsk (Úkraína)
- Juventus (Ítalía)