Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 15:52 Kjartan Henry Finnbogason var aðeins í byrjunarliði KR í sjö leikjum í Bestu deildinni í ár. Hann baðst undan því að mæta til æfinga á lokametrum leiktíðarinnar eftir að KR ákvað að nýta klásúlu til þess að segja upp samningi við hann. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. Í bréfinu eru vinnubrögð stjórnar knattspyrnudeildarinnar, í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans, hörmuð. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Kjartans hjá KR eftir að í ljós kom að stjórn KR hefði nýtt klásúlu til að segja upp samningi hans við félagið, einu ári fyrir lok samningstímans. Þessi 36 ára gamli fyrrverandi landsliðframherji, sem er uppalinn hjá KR, sendi í kjölfarið stjórninni tóninn meðal annars með færslu sem hann birti á Twitter. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að til hefði staðið að semja að nýju við Kjartan á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Segir Kjartan aldrei hafa gert sig sekan um agabrot Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild KR í dag segir að stjórnin vilji árétta að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“ Kjartan, sem er 36 ára gamall, sneri aftur heim til KR fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa verið í atvinnumennsku. Hann hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Yfirlýsinguna frá stjórn knattspyrnudeildar KR má lesa í heild sinni hér að neðan. Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira
Í bréfinu eru vinnubrögð stjórnar knattspyrnudeildarinnar, í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans, hörmuð. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Kjartans hjá KR eftir að í ljós kom að stjórn KR hefði nýtt klásúlu til að segja upp samningi hans við félagið, einu ári fyrir lok samningstímans. Þessi 36 ára gamli fyrrverandi landsliðframherji, sem er uppalinn hjá KR, sendi í kjölfarið stjórninni tóninn meðal annars með færslu sem hann birti á Twitter. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að til hefði staðið að semja að nýju við Kjartan á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Segir Kjartan aldrei hafa gert sig sekan um agabrot Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild KR í dag segir að stjórnin vilji árétta að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“ Kjartan, sem er 36 ára gamall, sneri aftur heim til KR fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa verið í atvinnumennsku. Hann hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Yfirlýsinguna frá stjórn knattspyrnudeildar KR má lesa í heild sinni hér að neðan. Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður.
Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira