Lögmál leiksins: „Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 23:31 Sápuóperan í kringum þessa tvo heldur áfram. Al Bello/Getty Images Nei eða Já var á sínum stað í þætti vikunnar af Lögmál leiksins. Þar var venju samkvæmt farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta liðna viku. Farið var yfir stöðu mála í Stóra eplinu, klæðnað leikmanna og þjálfara deildarinnar, Nick Nurse og hvort meistarar Golden State ættu að fara hafa áhyggjur. „Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum. Ég hef gaman að fylgjast með lestarslysum,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson aðspurður hvort New York Knicks væri orðið mest spennandi félagið í New York. „Knicks eru bara svo rosalega óspennandi,“ bætti Tómas Steindórsson við og hélt áfram: „Ef þeir væru bara örlítið, ef það væri eitthvað spennandi við liðið, þá væri þetta já. En mér finnst þetta rosa, það er ekkert í gangi. Mér finnst þetta flatt og leiðinlegt.“ „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ sögðu Kjartan Atli og Hörður í kór um stöðu mála hjá Knicks. Ætti NBA að taka aftur upp reglur varðandi klæðaburð sem David Stern setti á sínum tíma? „Það má taka ákveðna leikmenn fyrir. Ég sá klæðaburðinn á Bol Bol á bekknum um daginn, það var agalegt. Svona 90 prósent af þeim virðast standa sig nokkuð vel en ég vil fá þjálfara aftur í jakkaföt,“ sagði Tómas Steindórsson áður heit umræða myndaðist varðandi hvort þjálfarar ættu að vera í jakkafötum eða kósígalla. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Nick Nurse er besti þjálfari í NBA? Svar Harðar var mjög stutt og laggott en umræðan í kjölfarið var töluvert lengri. Allir voru sammála Herði þó Tómas hafi viðurkennt að hann hefði einfaldlega ekki jafn mikla skoðun á þessu og aðrir í setti. Jæja, nú er kominn tími til fyrir Golden State Warriors að hafa áhyggjur? „Höfum áhyggjur eftir áramót,“ svaraði Tómas um hæl og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af Stephen Curry og félögum. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
„Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum. Ég hef gaman að fylgjast með lestarslysum,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson aðspurður hvort New York Knicks væri orðið mest spennandi félagið í New York. „Knicks eru bara svo rosalega óspennandi,“ bætti Tómas Steindórsson við og hélt áfram: „Ef þeir væru bara örlítið, ef það væri eitthvað spennandi við liðið, þá væri þetta já. En mér finnst þetta rosa, það er ekkert í gangi. Mér finnst þetta flatt og leiðinlegt.“ „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ sögðu Kjartan Atli og Hörður í kór um stöðu mála hjá Knicks. Ætti NBA að taka aftur upp reglur varðandi klæðaburð sem David Stern setti á sínum tíma? „Það má taka ákveðna leikmenn fyrir. Ég sá klæðaburðinn á Bol Bol á bekknum um daginn, það var agalegt. Svona 90 prósent af þeim virðast standa sig nokkuð vel en ég vil fá þjálfara aftur í jakkaföt,“ sagði Tómas Steindórsson áður heit umræða myndaðist varðandi hvort þjálfarar ættu að vera í jakkafötum eða kósígalla. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Nick Nurse er besti þjálfari í NBA? Svar Harðar var mjög stutt og laggott en umræðan í kjölfarið var töluvert lengri. Allir voru sammála Herði þó Tómas hafi viðurkennt að hann hefði einfaldlega ekki jafn mikla skoðun á þessu og aðrir í setti. Jæja, nú er kominn tími til fyrir Golden State Warriors að hafa áhyggjur? „Höfum áhyggjur eftir áramót,“ svaraði Tómas um hæl og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af Stephen Curry og félögum. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira