Leikskólabörn að greinast með flensuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2022 21:30 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé nú boðið upp á inflúensubólusetningu fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Vísir/Egill Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu. Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir flensuna óvenju snemma á ferð. „Þetta eru fleiri staðfest tilfelli en við venjulega höfum greint á þessum árstíma en við vitum ekki hvort að það er eitthvað tilfallandi sem að mun fara niður aftur eða hvort þetta er upphafið á faraldrinum svona óvenju snemma svona miðað við venjulegt árferði,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Greiningarnar sem eru að koma til okkar eru aðallega börn á leikskóla aldri eða svona ungt fólk.“ Sóttvarnalæknir hefur nú í fyrsta sinn ákveðið að bjóða upp á inflúensubólusetningu fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja og hálfs árs. „Það er vegna þess að í þeim faraldri sem við sáum núna á suðurhveli, en flensan hún fer svona í sveiflum á milli suður- og norðurhvels jarðar, að þar var óvenjulega mikið um slæm veikindi hjá börnum. Þannig að þau voru að leggjast inn á sjúkrahús og flensan getur verið mjög skæð. Sérstaklega hjá yngri en tveggja ára. Þess vegna erum við að leggja þetta til.“ Hún segir erfitt að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningar sér í lagi þeir sem eru í áhættuhópum og hugi að sóttvörnum sem virki gegn öllum þeim pestum sem eru í gangi. „Þetta hefur verið óvenjulegt út af Covid svo við vitum ekki alveg við hverju á að búast eða hvenær faraldurinn verður svona í toppi. Í fyrra kom hún seint og tilfellin svona alls voru töluvert færri. Árið þar á undan kom engin. Við eigum von á þessu núna en við vitum ekki alveg hvernig þetta verður.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir flensuna óvenju snemma á ferð. „Þetta eru fleiri staðfest tilfelli en við venjulega höfum greint á þessum árstíma en við vitum ekki hvort að það er eitthvað tilfallandi sem að mun fara niður aftur eða hvort þetta er upphafið á faraldrinum svona óvenju snemma svona miðað við venjulegt árferði,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Greiningarnar sem eru að koma til okkar eru aðallega börn á leikskóla aldri eða svona ungt fólk.“ Sóttvarnalæknir hefur nú í fyrsta sinn ákveðið að bjóða upp á inflúensubólusetningu fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja og hálfs árs. „Það er vegna þess að í þeim faraldri sem við sáum núna á suðurhveli, en flensan hún fer svona í sveiflum á milli suður- og norðurhvels jarðar, að þar var óvenjulega mikið um slæm veikindi hjá börnum. Þannig að þau voru að leggjast inn á sjúkrahús og flensan getur verið mjög skæð. Sérstaklega hjá yngri en tveggja ára. Þess vegna erum við að leggja þetta til.“ Hún segir erfitt að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningar sér í lagi þeir sem eru í áhættuhópum og hugi að sóttvörnum sem virki gegn öllum þeim pestum sem eru í gangi. „Þetta hefur verið óvenjulegt út af Covid svo við vitum ekki alveg við hverju á að búast eða hvenær faraldurinn verður svona í toppi. Í fyrra kom hún seint og tilfellin svona alls voru töluvert færri. Árið þar á undan kom engin. Við eigum von á þessu núna en við vitum ekki alveg hvernig þetta verður.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01