Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 09:08 Loftslagsráðstefnan í ár fer fram í skugga stríðs í Evrópu, orkukreppu og óðaverðbólgu sem dregur athyglina frá loftslagsaðgerðum. AP/Nariman el-Mofty Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. Þróunarlönd bera að miklu leyti hitann og þungann af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið, þar á meðal þurrka, flóð og uppskerubrest. Þau bera þó hlutfallslega litla ábyrgð á þeirri losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem veldur hnattrænni hlýnun. Á fyrstu dögum COP-27, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi, hefur verið deilt um dagskrá hennar. Iðnríki samþykktu þar í fyrsta skipti að taka til umræðu tjón og skaðabætur vegna loftslagsbreytinga. „Þeir sem menga mest ættu að greiða mest fyrir að koma plánetunni okkar af þessari braut loftslagsneyðar,“ sagði Macky Sall, forseti Senegal, við aðra þjóðarleiðtoga sem voru viðstaddir ráðstefnuna í gær. Í svipaðan streng tók Mia Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Heimssuðrið er enn upp á náð og miskunn heimsnorðursins komið í þessum málum,“ sagði hún. Washington Post segir að líklegt sé að þróunarríki þurfi að sætta sig við að ná ekki lengra að þessu sinni en að vekja máls á kröfum sínum. Sérfræðingar reikna með að umræðan um tjón og bætur eigi eftir að taka fleiri ár. Aðgerðasinnar mótmæla við ráðstefnustaðinn í Sharm el-Sheikh. Þeim hefur ekki verið gert auðvelt fyrir með valinu á ráðstefnulandinu í ár. Egyptaland er ófrjálst land og stjórnvöld þar hafa meinað mótmælendum að nálgast ráðstefnuhöllina.Vísir/EPA Evrópumenn þeir einu sem borga Þróunarríkin vilja að iðnríkin skuldbindi sig til að greiða í sérstakan sjóð sem lönd sem verða fyrir skaða og tjóni vegna loftslagsbreytinga geta sótt í. Leiðtogar iðnríkja eru sagðir tregir í taumi, meðal annars því þeir óttist að verða bótaskyldir fyrir sögulegri losun ríkja sinna. Áætlað hefur verið að tjón vegna hnattrænnar hlýnunar gæti hlaupið á fjögur hundruð milljörðum dollara fyrir árið 2030 og meira en biljón dollara árlega um miðja öldina. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, bar hönd fyrir höfuð Evrópuríkja þegar hann ávarpaði ráðstefnuna í gær „Evrópubúar eru að greiða en vandamálið er einfaldlega að við erum þau einu sem erum að því. Þannig að núna verðiður að setja þrýstingin á auðug lönd utan Evrópu og segja þeim „þið verðið að borga fyrir ykkar hluta“,“ sagði franski forsetinn. Hugmynd um hvalrekaskatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja til að fjármagna bætur til þróunarríkja hefur hlotið vaxandi stuðning á síðustu mánuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hagnaður olíu- og gasfyrirtækja er í hæstu hæðum á sama tíma og almenningur víða um heim glímir við miklar verðhækkanir á orku til húshitunar og eldsneyti á bíla. Sjeik Mohammed bin Zayed al-Nahyan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, (f.m.) með Abdúllah öðrum Jórdaníukonungi í Sharm el-Sheikh í gær.AP/Nariman el-Mofty Hét því að halda áfram olíuframleiðslu beint eftir viðvörun Guterres Bjartsýni fyrir ráðstefnuna í Egyptalandi er sögð áþreifanlega minni en í Skotlandi fyrir ári. Stríðið í Úkraínu, orkukrepppa og hríðversnandi samskipti stórveldanna Bandaríkjanna og Kína sem bera ábyrgð á stærstum hluta losunar í heiminum hefur leitt til þess að loftslagsaðgerðir hafa setið á hakanum síðasta árið. Þannig hefur fjöldi ríkja ekki náð þeim losunarmarkmiðum sem þau settu sér, jafnvel þau sem settu sér metnaðarfyllri markmið í Glasgow fyrir ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að vísindamenn, stjórnmálamenn og aðgerðasinnar hafi ítrekað kallað eftir því að mannkynið færi sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa til þess að hægt verði að draga hratt úr losun tala fulltrúar á ráðstefnunni langt því frá einum rómi um framtíð olíu, kola og gass. Beint eftir að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri, varaði ráðstefnugesti við því að mannkynið væri á hraðbraut til loftslagshelvítis og hvatti til þess að jarðefnaeldsneyti yrði komið fyrir á ruslahaugi sögunnar kom sjeik Mohammed bin Zayed al-Nahyan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í pontu með allt önnur skilaboð. „Sameinuðu arabísku furstadæmin eru álitin ábyrgður orkusali og þau munu halda áfram að gegna því hlutverki eins lengi og heimurinn þarfnast olíu og gass,“ sagði sjeikinn en loftslagsráðstefnan fer fram í furstadæmunum að ári. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Óttast bakslag vegna orkukreppunnar „Það er mikið í húfi á þessari ráðstefnu,“ segir Egill Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, sem situr nú loftslagsráðstefnuna COP27 fyrir hönd samtakanna. 7. nóvember 2022 14:48 Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Þróunarlönd bera að miklu leyti hitann og þungann af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið, þar á meðal þurrka, flóð og uppskerubrest. Þau bera þó hlutfallslega litla ábyrgð á þeirri losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem veldur hnattrænni hlýnun. Á fyrstu dögum COP-27, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi, hefur verið deilt um dagskrá hennar. Iðnríki samþykktu þar í fyrsta skipti að taka til umræðu tjón og skaðabætur vegna loftslagsbreytinga. „Þeir sem menga mest ættu að greiða mest fyrir að koma plánetunni okkar af þessari braut loftslagsneyðar,“ sagði Macky Sall, forseti Senegal, við aðra þjóðarleiðtoga sem voru viðstaddir ráðstefnuna í gær. Í svipaðan streng tók Mia Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Heimssuðrið er enn upp á náð og miskunn heimsnorðursins komið í þessum málum,“ sagði hún. Washington Post segir að líklegt sé að þróunarríki þurfi að sætta sig við að ná ekki lengra að þessu sinni en að vekja máls á kröfum sínum. Sérfræðingar reikna með að umræðan um tjón og bætur eigi eftir að taka fleiri ár. Aðgerðasinnar mótmæla við ráðstefnustaðinn í Sharm el-Sheikh. Þeim hefur ekki verið gert auðvelt fyrir með valinu á ráðstefnulandinu í ár. Egyptaland er ófrjálst land og stjórnvöld þar hafa meinað mótmælendum að nálgast ráðstefnuhöllina.Vísir/EPA Evrópumenn þeir einu sem borga Þróunarríkin vilja að iðnríkin skuldbindi sig til að greiða í sérstakan sjóð sem lönd sem verða fyrir skaða og tjóni vegna loftslagsbreytinga geta sótt í. Leiðtogar iðnríkja eru sagðir tregir í taumi, meðal annars því þeir óttist að verða bótaskyldir fyrir sögulegri losun ríkja sinna. Áætlað hefur verið að tjón vegna hnattrænnar hlýnunar gæti hlaupið á fjögur hundruð milljörðum dollara fyrir árið 2030 og meira en biljón dollara árlega um miðja öldina. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, bar hönd fyrir höfuð Evrópuríkja þegar hann ávarpaði ráðstefnuna í gær „Evrópubúar eru að greiða en vandamálið er einfaldlega að við erum þau einu sem erum að því. Þannig að núna verðiður að setja þrýstingin á auðug lönd utan Evrópu og segja þeim „þið verðið að borga fyrir ykkar hluta“,“ sagði franski forsetinn. Hugmynd um hvalrekaskatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja til að fjármagna bætur til þróunarríkja hefur hlotið vaxandi stuðning á síðustu mánuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hagnaður olíu- og gasfyrirtækja er í hæstu hæðum á sama tíma og almenningur víða um heim glímir við miklar verðhækkanir á orku til húshitunar og eldsneyti á bíla. Sjeik Mohammed bin Zayed al-Nahyan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, (f.m.) með Abdúllah öðrum Jórdaníukonungi í Sharm el-Sheikh í gær.AP/Nariman el-Mofty Hét því að halda áfram olíuframleiðslu beint eftir viðvörun Guterres Bjartsýni fyrir ráðstefnuna í Egyptalandi er sögð áþreifanlega minni en í Skotlandi fyrir ári. Stríðið í Úkraínu, orkukrepppa og hríðversnandi samskipti stórveldanna Bandaríkjanna og Kína sem bera ábyrgð á stærstum hluta losunar í heiminum hefur leitt til þess að loftslagsaðgerðir hafa setið á hakanum síðasta árið. Þannig hefur fjöldi ríkja ekki náð þeim losunarmarkmiðum sem þau settu sér, jafnvel þau sem settu sér metnaðarfyllri markmið í Glasgow fyrir ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að vísindamenn, stjórnmálamenn og aðgerðasinnar hafi ítrekað kallað eftir því að mannkynið færi sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa til þess að hægt verði að draga hratt úr losun tala fulltrúar á ráðstefnunni langt því frá einum rómi um framtíð olíu, kola og gass. Beint eftir að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri, varaði ráðstefnugesti við því að mannkynið væri á hraðbraut til loftslagshelvítis og hvatti til þess að jarðefnaeldsneyti yrði komið fyrir á ruslahaugi sögunnar kom sjeik Mohammed bin Zayed al-Nahyan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í pontu með allt önnur skilaboð. „Sameinuðu arabísku furstadæmin eru álitin ábyrgður orkusali og þau munu halda áfram að gegna því hlutverki eins lengi og heimurinn þarfnast olíu og gass,“ sagði sjeikinn en loftslagsráðstefnan fer fram í furstadæmunum að ári.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Óttast bakslag vegna orkukreppunnar „Það er mikið í húfi á þessari ráðstefnu,“ segir Egill Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, sem situr nú loftslagsráðstefnuna COP27 fyrir hönd samtakanna. 7. nóvember 2022 14:48 Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Óttast bakslag vegna orkukreppunnar „Það er mikið í húfi á þessari ráðstefnu,“ segir Egill Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, sem situr nú loftslagsráðstefnuna COP27 fyrir hönd samtakanna. 7. nóvember 2022 14:48
Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53